Jafnrétti og mannréttindi í allra þágu Guðbjartur Hannesson skrifar 18. júní 2011 07:00 Hefð er fyrir því að helga 19. júní umræðu um jafnrétti kynjanna. Þann dag fyrir 96 árum öðluðust konur á Íslandi kosningarrétt en reyndar með þeim fráleitu takmörkunum að rétturinn tók aðeins til kvenna sem voru fjörutíu ára og eldri. Þótt lagaleg staða karla og kvenna sé fyrir löngu orðin söm er enn margt sem þarf að færa til betri vegar svo jafnrétti ríki jafnt í orði sem á borði. Þann 19. maí síðastliðinn var samþykkt á Alþingi þingsályktun sem felur í sér áætlun stjórnvalda í jafnréttismálum til fjögurra ára. Aðgerðir og verkefni til að styrkja stöðu jafnréttismála eru þar skilgreind og tilgreint hverjir skuli ábyrgir fyrir framkvæmd þeirra. Af einstökum verkefnum má nefna gerð framkvæmdaáætlunar um aðgerðir gegn launamisrétti kynjanna, aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi, verkefni sem snúa að menntun og jafnrétti og innleiðingu kynjaðrar fjárlagagerðar. Einnig verður ráðist í könnun til að greina stöðu kvenna sem búa við fötlun en vitað er að þær búa við hættu umfram aðra á því að verða fyrir ofbeldi, misnotkun og misneytingu. Á grundvelli niðurstöðunnar verður skoðað hvort og hvaða aðgerða þarf að grípa til svo tryggja megi konum með fötlun mannréttindi og mannfrelsi til jafns við aðra. Stórt skref var stigið í réttindamálum fatlaðs fólks með nýsamþykktum lögum um réttindagæslu þar sem meðal annars er kveðið á um persónulega talsmenn þeirra sem erfitt eiga með að gæta hagsmuna sinna vegna fötlunar. Ríkisstjórnin leggur áherslu á aðgerðir til að sporna við heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum og hefur unnið markvisst að framkvæmd verkefna samkvæmt aðgerðaáætlun frá árinu 2006 til að berjast gegn því. Í vor lagði ég fyrir Alþingi skýrslu þar sem gerð er grein fyrir framkvæmd verkefna samkvæmt áætluninni og lagðar voru fram tillögur um frekari aðgerðir til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn konum, styrkja úrræði fyrir konur sem eru beittar ofbeldi og börn þeirra og hjálpa körlum til að binda enda á ofbeldishegðun. Nýsamþykkt lög um nálgunarbann og brottvísun af heimili munu bæta verulega réttarstöðu fólks sem sætir ofbeldi, ekki síst þegar um heimilisofbeldi er að ræða. Ég nefni einnig nýgerðar breytingar á almennum hegningarlögum þar sem refsing fyrir mansal er hækkuð úr átta ára fangelsi í tólf ár og kveðið á um að mansalsbrot tæmi ekki sök gagnvart öðrum mjög alvarlegum frelsissviptingarbrotum líkt og verið hefur. Í maí síðastliðnum undirritaði Ísland ásamt tólf öðrum aðildarríkjum Evrópuráðsins samning um að koma í veg fyrir og berjast gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi. Þetta er fyrsti bindandi alþjóðasamningurinn af þessu tagi. Fjölþætt mismununÍ velferðarráðuneytinu er unnið að innleiðingu Evróputilskipunar um bann við mismunun á vinnumarkaði á grundvelli kynþáttar eða þjóðernisuppruna, trúar eða lífsskoðunar, fötlunar, aldurs og kynhneigðar. Önnur tilskipun sem unnið er að því að innleiða fjallar um bann við mismunun á grundvelli kynþáttar og þjóðernisuppruna á öllum sviðum samfélagsins. Þessar tilskipanir hafa leitt umræðuna að svokallaðri fjölþættri mismunun þegar fólk sætir mismunun vegna fleiri þátta samtímis, til dæmis vegna aldurs, fötlunar og þjóðernis. Mikilvægt er að huga að fjölþættri mismunun í baráttunni fyrir jafnrétti kynja. Tilteknir hópar eru í sérstakri hættu, til dæmis fatlaðar konur og konur af erlendum uppruna. Það er sérstakt áhyggjuefni hve hátt hlutfall erlendra kvenna leitar til Kvennaathvarfsins en þær voru 36% af öllum sem þangað sóttu skjól árið 2010. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla taka einungis á mismunun á grundvelli kynferðis. Úrræði sem lögin bjóða, svo sem kæruleið til kærunefndar jafnréttismála, taka ekki á málum þar sem fjölþætt mismunun liggur að baki og því kann að vera nauðsynlegt að skoða aðrar leiðir í þeim efnum. Í áætlun stjórnvalda í jafnréttismálum er að einhverju leyti hugað að verkefnum til að varpa ljósi á fjölþætta mismunun og afleiðingar hennar. Ég tel augljóst að við þurfum að beina sjónum að þessum vanda í auknum mæli, vera vakandi fyrir allri mismunun sem oft á tíðum getur verið mjög dulin og tryggja með öllum ráðum að mannréttindi séu ekki brotin á fólki undir neinum kringumstæðum. Við getum verið stolt af miklum árangri í jafnréttis- og mannréttindamálum en megum aldrei slaka á kröfum í baráttunni fyrir fullu jafnrétti og mannréttindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Hefð er fyrir því að helga 19. júní umræðu um jafnrétti kynjanna. Þann dag fyrir 96 árum öðluðust konur á Íslandi kosningarrétt en reyndar með þeim fráleitu takmörkunum að rétturinn tók aðeins til kvenna sem voru fjörutíu ára og eldri. Þótt lagaleg staða karla og kvenna sé fyrir löngu orðin söm er enn margt sem þarf að færa til betri vegar svo jafnrétti ríki jafnt í orði sem á borði. Þann 19. maí síðastliðinn var samþykkt á Alþingi þingsályktun sem felur í sér áætlun stjórnvalda í jafnréttismálum til fjögurra ára. Aðgerðir og verkefni til að styrkja stöðu jafnréttismála eru þar skilgreind og tilgreint hverjir skuli ábyrgir fyrir framkvæmd þeirra. Af einstökum verkefnum má nefna gerð framkvæmdaáætlunar um aðgerðir gegn launamisrétti kynjanna, aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi, verkefni sem snúa að menntun og jafnrétti og innleiðingu kynjaðrar fjárlagagerðar. Einnig verður ráðist í könnun til að greina stöðu kvenna sem búa við fötlun en vitað er að þær búa við hættu umfram aðra á því að verða fyrir ofbeldi, misnotkun og misneytingu. Á grundvelli niðurstöðunnar verður skoðað hvort og hvaða aðgerða þarf að grípa til svo tryggja megi konum með fötlun mannréttindi og mannfrelsi til jafns við aðra. Stórt skref var stigið í réttindamálum fatlaðs fólks með nýsamþykktum lögum um réttindagæslu þar sem meðal annars er kveðið á um persónulega talsmenn þeirra sem erfitt eiga með að gæta hagsmuna sinna vegna fötlunar. Ríkisstjórnin leggur áherslu á aðgerðir til að sporna við heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum og hefur unnið markvisst að framkvæmd verkefna samkvæmt aðgerðaáætlun frá árinu 2006 til að berjast gegn því. Í vor lagði ég fyrir Alþingi skýrslu þar sem gerð er grein fyrir framkvæmd verkefna samkvæmt áætluninni og lagðar voru fram tillögur um frekari aðgerðir til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn konum, styrkja úrræði fyrir konur sem eru beittar ofbeldi og börn þeirra og hjálpa körlum til að binda enda á ofbeldishegðun. Nýsamþykkt lög um nálgunarbann og brottvísun af heimili munu bæta verulega réttarstöðu fólks sem sætir ofbeldi, ekki síst þegar um heimilisofbeldi er að ræða. Ég nefni einnig nýgerðar breytingar á almennum hegningarlögum þar sem refsing fyrir mansal er hækkuð úr átta ára fangelsi í tólf ár og kveðið á um að mansalsbrot tæmi ekki sök gagnvart öðrum mjög alvarlegum frelsissviptingarbrotum líkt og verið hefur. Í maí síðastliðnum undirritaði Ísland ásamt tólf öðrum aðildarríkjum Evrópuráðsins samning um að koma í veg fyrir og berjast gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi. Þetta er fyrsti bindandi alþjóðasamningurinn af þessu tagi. Fjölþætt mismununÍ velferðarráðuneytinu er unnið að innleiðingu Evróputilskipunar um bann við mismunun á vinnumarkaði á grundvelli kynþáttar eða þjóðernisuppruna, trúar eða lífsskoðunar, fötlunar, aldurs og kynhneigðar. Önnur tilskipun sem unnið er að því að innleiða fjallar um bann við mismunun á grundvelli kynþáttar og þjóðernisuppruna á öllum sviðum samfélagsins. Þessar tilskipanir hafa leitt umræðuna að svokallaðri fjölþættri mismunun þegar fólk sætir mismunun vegna fleiri þátta samtímis, til dæmis vegna aldurs, fötlunar og þjóðernis. Mikilvægt er að huga að fjölþættri mismunun í baráttunni fyrir jafnrétti kynja. Tilteknir hópar eru í sérstakri hættu, til dæmis fatlaðar konur og konur af erlendum uppruna. Það er sérstakt áhyggjuefni hve hátt hlutfall erlendra kvenna leitar til Kvennaathvarfsins en þær voru 36% af öllum sem þangað sóttu skjól árið 2010. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla taka einungis á mismunun á grundvelli kynferðis. Úrræði sem lögin bjóða, svo sem kæruleið til kærunefndar jafnréttismála, taka ekki á málum þar sem fjölþætt mismunun liggur að baki og því kann að vera nauðsynlegt að skoða aðrar leiðir í þeim efnum. Í áætlun stjórnvalda í jafnréttismálum er að einhverju leyti hugað að verkefnum til að varpa ljósi á fjölþætta mismunun og afleiðingar hennar. Ég tel augljóst að við þurfum að beina sjónum að þessum vanda í auknum mæli, vera vakandi fyrir allri mismunun sem oft á tíðum getur verið mjög dulin og tryggja með öllum ráðum að mannréttindi séu ekki brotin á fólki undir neinum kringumstæðum. Við getum verið stolt af miklum árangri í jafnréttis- og mannréttindamálum en megum aldrei slaka á kröfum í baráttunni fyrir fullu jafnrétti og mannréttindum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun