Jafnrétti og mannréttindi í allra þágu Guðbjartur Hannesson skrifar 18. júní 2011 07:00 Hefð er fyrir því að helga 19. júní umræðu um jafnrétti kynjanna. Þann dag fyrir 96 árum öðluðust konur á Íslandi kosningarrétt en reyndar með þeim fráleitu takmörkunum að rétturinn tók aðeins til kvenna sem voru fjörutíu ára og eldri. Þótt lagaleg staða karla og kvenna sé fyrir löngu orðin söm er enn margt sem þarf að færa til betri vegar svo jafnrétti ríki jafnt í orði sem á borði. Þann 19. maí síðastliðinn var samþykkt á Alþingi þingsályktun sem felur í sér áætlun stjórnvalda í jafnréttismálum til fjögurra ára. Aðgerðir og verkefni til að styrkja stöðu jafnréttismála eru þar skilgreind og tilgreint hverjir skuli ábyrgir fyrir framkvæmd þeirra. Af einstökum verkefnum má nefna gerð framkvæmdaáætlunar um aðgerðir gegn launamisrétti kynjanna, aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi, verkefni sem snúa að menntun og jafnrétti og innleiðingu kynjaðrar fjárlagagerðar. Einnig verður ráðist í könnun til að greina stöðu kvenna sem búa við fötlun en vitað er að þær búa við hættu umfram aðra á því að verða fyrir ofbeldi, misnotkun og misneytingu. Á grundvelli niðurstöðunnar verður skoðað hvort og hvaða aðgerða þarf að grípa til svo tryggja megi konum með fötlun mannréttindi og mannfrelsi til jafns við aðra. Stórt skref var stigið í réttindamálum fatlaðs fólks með nýsamþykktum lögum um réttindagæslu þar sem meðal annars er kveðið á um persónulega talsmenn þeirra sem erfitt eiga með að gæta hagsmuna sinna vegna fötlunar. Ríkisstjórnin leggur áherslu á aðgerðir til að sporna við heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum og hefur unnið markvisst að framkvæmd verkefna samkvæmt aðgerðaáætlun frá árinu 2006 til að berjast gegn því. Í vor lagði ég fyrir Alþingi skýrslu þar sem gerð er grein fyrir framkvæmd verkefna samkvæmt áætluninni og lagðar voru fram tillögur um frekari aðgerðir til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn konum, styrkja úrræði fyrir konur sem eru beittar ofbeldi og börn þeirra og hjálpa körlum til að binda enda á ofbeldishegðun. Nýsamþykkt lög um nálgunarbann og brottvísun af heimili munu bæta verulega réttarstöðu fólks sem sætir ofbeldi, ekki síst þegar um heimilisofbeldi er að ræða. Ég nefni einnig nýgerðar breytingar á almennum hegningarlögum þar sem refsing fyrir mansal er hækkuð úr átta ára fangelsi í tólf ár og kveðið á um að mansalsbrot tæmi ekki sök gagnvart öðrum mjög alvarlegum frelsissviptingarbrotum líkt og verið hefur. Í maí síðastliðnum undirritaði Ísland ásamt tólf öðrum aðildarríkjum Evrópuráðsins samning um að koma í veg fyrir og berjast gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi. Þetta er fyrsti bindandi alþjóðasamningurinn af þessu tagi. Fjölþætt mismununÍ velferðarráðuneytinu er unnið að innleiðingu Evróputilskipunar um bann við mismunun á vinnumarkaði á grundvelli kynþáttar eða þjóðernisuppruna, trúar eða lífsskoðunar, fötlunar, aldurs og kynhneigðar. Önnur tilskipun sem unnið er að því að innleiða fjallar um bann við mismunun á grundvelli kynþáttar og þjóðernisuppruna á öllum sviðum samfélagsins. Þessar tilskipanir hafa leitt umræðuna að svokallaðri fjölþættri mismunun þegar fólk sætir mismunun vegna fleiri þátta samtímis, til dæmis vegna aldurs, fötlunar og þjóðernis. Mikilvægt er að huga að fjölþættri mismunun í baráttunni fyrir jafnrétti kynja. Tilteknir hópar eru í sérstakri hættu, til dæmis fatlaðar konur og konur af erlendum uppruna. Það er sérstakt áhyggjuefni hve hátt hlutfall erlendra kvenna leitar til Kvennaathvarfsins en þær voru 36% af öllum sem þangað sóttu skjól árið 2010. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla taka einungis á mismunun á grundvelli kynferðis. Úrræði sem lögin bjóða, svo sem kæruleið til kærunefndar jafnréttismála, taka ekki á málum þar sem fjölþætt mismunun liggur að baki og því kann að vera nauðsynlegt að skoða aðrar leiðir í þeim efnum. Í áætlun stjórnvalda í jafnréttismálum er að einhverju leyti hugað að verkefnum til að varpa ljósi á fjölþætta mismunun og afleiðingar hennar. Ég tel augljóst að við þurfum að beina sjónum að þessum vanda í auknum mæli, vera vakandi fyrir allri mismunun sem oft á tíðum getur verið mjög dulin og tryggja með öllum ráðum að mannréttindi séu ekki brotin á fólki undir neinum kringumstæðum. Við getum verið stolt af miklum árangri í jafnréttis- og mannréttindamálum en megum aldrei slaka á kröfum í baráttunni fyrir fullu jafnrétti og mannréttindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Hefð er fyrir því að helga 19. júní umræðu um jafnrétti kynjanna. Þann dag fyrir 96 árum öðluðust konur á Íslandi kosningarrétt en reyndar með þeim fráleitu takmörkunum að rétturinn tók aðeins til kvenna sem voru fjörutíu ára og eldri. Þótt lagaleg staða karla og kvenna sé fyrir löngu orðin söm er enn margt sem þarf að færa til betri vegar svo jafnrétti ríki jafnt í orði sem á borði. Þann 19. maí síðastliðinn var samþykkt á Alþingi þingsályktun sem felur í sér áætlun stjórnvalda í jafnréttismálum til fjögurra ára. Aðgerðir og verkefni til að styrkja stöðu jafnréttismála eru þar skilgreind og tilgreint hverjir skuli ábyrgir fyrir framkvæmd þeirra. Af einstökum verkefnum má nefna gerð framkvæmdaáætlunar um aðgerðir gegn launamisrétti kynjanna, aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi, verkefni sem snúa að menntun og jafnrétti og innleiðingu kynjaðrar fjárlagagerðar. Einnig verður ráðist í könnun til að greina stöðu kvenna sem búa við fötlun en vitað er að þær búa við hættu umfram aðra á því að verða fyrir ofbeldi, misnotkun og misneytingu. Á grundvelli niðurstöðunnar verður skoðað hvort og hvaða aðgerða þarf að grípa til svo tryggja megi konum með fötlun mannréttindi og mannfrelsi til jafns við aðra. Stórt skref var stigið í réttindamálum fatlaðs fólks með nýsamþykktum lögum um réttindagæslu þar sem meðal annars er kveðið á um persónulega talsmenn þeirra sem erfitt eiga með að gæta hagsmuna sinna vegna fötlunar. Ríkisstjórnin leggur áherslu á aðgerðir til að sporna við heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum og hefur unnið markvisst að framkvæmd verkefna samkvæmt aðgerðaáætlun frá árinu 2006 til að berjast gegn því. Í vor lagði ég fyrir Alþingi skýrslu þar sem gerð er grein fyrir framkvæmd verkefna samkvæmt áætluninni og lagðar voru fram tillögur um frekari aðgerðir til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn konum, styrkja úrræði fyrir konur sem eru beittar ofbeldi og börn þeirra og hjálpa körlum til að binda enda á ofbeldishegðun. Nýsamþykkt lög um nálgunarbann og brottvísun af heimili munu bæta verulega réttarstöðu fólks sem sætir ofbeldi, ekki síst þegar um heimilisofbeldi er að ræða. Ég nefni einnig nýgerðar breytingar á almennum hegningarlögum þar sem refsing fyrir mansal er hækkuð úr átta ára fangelsi í tólf ár og kveðið á um að mansalsbrot tæmi ekki sök gagnvart öðrum mjög alvarlegum frelsissviptingarbrotum líkt og verið hefur. Í maí síðastliðnum undirritaði Ísland ásamt tólf öðrum aðildarríkjum Evrópuráðsins samning um að koma í veg fyrir og berjast gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi. Þetta er fyrsti bindandi alþjóðasamningurinn af þessu tagi. Fjölþætt mismununÍ velferðarráðuneytinu er unnið að innleiðingu Evróputilskipunar um bann við mismunun á vinnumarkaði á grundvelli kynþáttar eða þjóðernisuppruna, trúar eða lífsskoðunar, fötlunar, aldurs og kynhneigðar. Önnur tilskipun sem unnið er að því að innleiða fjallar um bann við mismunun á grundvelli kynþáttar og þjóðernisuppruna á öllum sviðum samfélagsins. Þessar tilskipanir hafa leitt umræðuna að svokallaðri fjölþættri mismunun þegar fólk sætir mismunun vegna fleiri þátta samtímis, til dæmis vegna aldurs, fötlunar og þjóðernis. Mikilvægt er að huga að fjölþættri mismunun í baráttunni fyrir jafnrétti kynja. Tilteknir hópar eru í sérstakri hættu, til dæmis fatlaðar konur og konur af erlendum uppruna. Það er sérstakt áhyggjuefni hve hátt hlutfall erlendra kvenna leitar til Kvennaathvarfsins en þær voru 36% af öllum sem þangað sóttu skjól árið 2010. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla taka einungis á mismunun á grundvelli kynferðis. Úrræði sem lögin bjóða, svo sem kæruleið til kærunefndar jafnréttismála, taka ekki á málum þar sem fjölþætt mismunun liggur að baki og því kann að vera nauðsynlegt að skoða aðrar leiðir í þeim efnum. Í áætlun stjórnvalda í jafnréttismálum er að einhverju leyti hugað að verkefnum til að varpa ljósi á fjölþætta mismunun og afleiðingar hennar. Ég tel augljóst að við þurfum að beina sjónum að þessum vanda í auknum mæli, vera vakandi fyrir allri mismunun sem oft á tíðum getur verið mjög dulin og tryggja með öllum ráðum að mannréttindi séu ekki brotin á fólki undir neinum kringumstæðum. Við getum verið stolt af miklum árangri í jafnréttis- og mannréttindamálum en megum aldrei slaka á kröfum í baráttunni fyrir fullu jafnrétti og mannréttindum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun