Norsk stjórnvöld hafa nú ákveðið að afnema toll af innfluttum rósum í vikutíma; frá 26. júlí til 2. ágúst. Sigrun Pettersborg, hjá Landbúnaðarstofnun norska ríkisins, segir í samtali við ABC Nyheter að aðstæðurnar í landinu og hin gríðarlega eftirspurn eftir rósum sé ástæða þess að þessi ákvörðun var tekin. Norsk framleiðsla og innflutningur frá tollfrjálsum svæðum anna ekki eftirspurninni eftir rósum.
Í frétt ABC Nyheter kemur fram að tollur á innfluttum rósum sé venjulega um 250 prósent af virði rósarinnar og er hann settur á til að vernda norska rósaræktun.
Afnema tímabundið toll af rósum
