Til varnar bændum Matthías Kristinsson skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Þórólfur Matthíasson ritaði grein í Fréttablaðið 25. ágúst sl. og réðst þar af mikilli vanþekkingu á bændur vegna niðurgreiðslu ríkisins á útfluttar landbúnaðarafurðir. Í staðinn fyrir að líta á málið í heild sinni tekur hann aðeins einn þátt til útreiknings og fær þannig sjálfgefna niðurstöðu sem mér virðist hafa það að markmiði að hvetja til óhefts innflutnings á landbúnaðarvörum. En málið er ekki jafn einfalt og Þórólfur setur það fram. Þar vantar m.a. allar upplýsingar um gjaldeyristekjurnar sem fengust fyrir útflutninginn, atvinnuskapandi þáttinn hér innanlands við útfluttu afurðirnar, tekjur flutningafyrirtækja, skatttekjur ríkissins af þeim þáttum og þann sparnað sem auknar atvinnuleysisbætur ýmissa stétta hefðu haft í för með sér ef þessi útflutningur hefði ekki komið til. Þá er þess að gæta að okkur er lífsnauðsynlegt að hafa næga matvælaframleiðslu í landinu, ekki síst ef til styrjaldar kæmi og matvæli fengjust ekki annars staðar frá. Þá þýddi lítið að segja bændum að búa til sauðfé, kýr o.fl. þegar búið væri að ganga of nærri búunum af hyggjuleysi einu saman. Þá segir Þórólfur að það viðgangist ekki skilyrðislausar niðurgreiðslur í hinu „vonda" Evrópusambandi og segir bændur þar þurfa að sækja um niðurgreiðslurnar og fái þær ekki nema þeir geti sýnt fram á að starfsemi þeirra sé sjálfbær og að landnýting þeirra stuðli ekki að rányrkju. Ja, mikil er nú viska hagfræðinnar ef sjálfbær bú þurfa á styrk að halda! Svo nefnir Þórólfur það siðleysi en löglegt hjá bændum að ráðstafa sláturafurðum sínum sjálfir eftir að hafa þegið fjóra milljarða „að gjöf" frá skattgreiðendum. Hvílík fjarstæða sem maðurinn getur látið frá sér. Það sér hver einasti hugsandi maður að hér hljóta markaðsaðstæður að ráða og það þarf engan prófessor í hagfræði til að segja mér að bændur eða aðrir atvinnurekendur reyni ekki að reka sín fyrirtæki sem best. Svo er þetta engin gjöf frá skattgreiðendum, heldur kostnaður við að koma aukaframleiðslu í verð, fá fyrir hana gjaldeyri í stað þess að fara með hana á haugana. Það væri kannski ráð hjá prófessornum að gerast bóndi til að sýna okkur hvernig hann gerði betur. Það yrði líklega þjóðhagslega hagkvæmara en að hafa hann í því starfi sem hann er í núna. Þá gæti hann komist að því að það hefur alltaf verið, er og verður, gott hagstjórnartæki að greiða niður útflutning til gjaldeyrisöflunar. Það er mikilvægur þáttur í sjálfstæði þjóða og hagstjórnartæki sem stuðlar að því að koma í veg fyrir skipbrot þjóðarbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson ritaði grein í Fréttablaðið 25. ágúst sl. og réðst þar af mikilli vanþekkingu á bændur vegna niðurgreiðslu ríkisins á útfluttar landbúnaðarafurðir. Í staðinn fyrir að líta á málið í heild sinni tekur hann aðeins einn þátt til útreiknings og fær þannig sjálfgefna niðurstöðu sem mér virðist hafa það að markmiði að hvetja til óhefts innflutnings á landbúnaðarvörum. En málið er ekki jafn einfalt og Þórólfur setur það fram. Þar vantar m.a. allar upplýsingar um gjaldeyristekjurnar sem fengust fyrir útflutninginn, atvinnuskapandi þáttinn hér innanlands við útfluttu afurðirnar, tekjur flutningafyrirtækja, skatttekjur ríkissins af þeim þáttum og þann sparnað sem auknar atvinnuleysisbætur ýmissa stétta hefðu haft í för með sér ef þessi útflutningur hefði ekki komið til. Þá er þess að gæta að okkur er lífsnauðsynlegt að hafa næga matvælaframleiðslu í landinu, ekki síst ef til styrjaldar kæmi og matvæli fengjust ekki annars staðar frá. Þá þýddi lítið að segja bændum að búa til sauðfé, kýr o.fl. þegar búið væri að ganga of nærri búunum af hyggjuleysi einu saman. Þá segir Þórólfur að það viðgangist ekki skilyrðislausar niðurgreiðslur í hinu „vonda" Evrópusambandi og segir bændur þar þurfa að sækja um niðurgreiðslurnar og fái þær ekki nema þeir geti sýnt fram á að starfsemi þeirra sé sjálfbær og að landnýting þeirra stuðli ekki að rányrkju. Ja, mikil er nú viska hagfræðinnar ef sjálfbær bú þurfa á styrk að halda! Svo nefnir Þórólfur það siðleysi en löglegt hjá bændum að ráðstafa sláturafurðum sínum sjálfir eftir að hafa þegið fjóra milljarða „að gjöf" frá skattgreiðendum. Hvílík fjarstæða sem maðurinn getur látið frá sér. Það sér hver einasti hugsandi maður að hér hljóta markaðsaðstæður að ráða og það þarf engan prófessor í hagfræði til að segja mér að bændur eða aðrir atvinnurekendur reyni ekki að reka sín fyrirtæki sem best. Svo er þetta engin gjöf frá skattgreiðendum, heldur kostnaður við að koma aukaframleiðslu í verð, fá fyrir hana gjaldeyri í stað þess að fara með hana á haugana. Það væri kannski ráð hjá prófessornum að gerast bóndi til að sýna okkur hvernig hann gerði betur. Það yrði líklega þjóðhagslega hagkvæmara en að hafa hann í því starfi sem hann er í núna. Þá gæti hann komist að því að það hefur alltaf verið, er og verður, gott hagstjórnartæki að greiða niður útflutning til gjaldeyrisöflunar. Það er mikilvægur þáttur í sjálfstæði þjóða og hagstjórnartæki sem stuðlar að því að koma í veg fyrir skipbrot þjóðarbúa.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun