Þjófnaður og þrælahald Ingimar Sveinsson skrifar 15. september 2011 06:00 Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs hefur skýrt frá því að sjóðurinn muni eiga um eða yfir 2.000 íbúðir sem teknar hafa verið eignarnámi. Auk þessa eiga aðrar lánastofnanir nokkurn fjölda íbúða sem þær hafa fengið á sama hátt. Jafnframt var skýrt frá því að líkur væru á að álíka margar íbúðir yrðu teknar eignarnámi á tímabilinu fram að næstu áramótum. Ennfremur var sagt frá því að tugir þúsunda íbúðaeigenda (íbúðaeigenda? ef hægt er að kalla þá eigendur, sjá síðar) væru komnir í vanskil og jafnvel greiðsluþrot og við þeim blasir ekkert annað en eignarnám ef fram heldur sem horfir. Þetta er einkum fólk sem ginnt hefur verið til að kaupa íbúðir og taka lán fyrir stærstum hluta íbúðarverðsins. Við eignarnám eða nauðungarsölu leysa lánastofnanir eignirnar til sín á lágmarksverði sem gengur þá upp í áhvílandi lán til lækkunar á því en þær duga oftast ekki nema fyrir hluta af stökkbreyttri skuld íbúðalánsins en lánveitendur halda síðan áfram að krefja lánþolann um mismuninn á framreiknuðu láninu sem hvíldi á húsnæðinu og því sem fékkst upp í kröfuna á nauðungaruppboðinu. Fólk sem lendir í slíku á enga útkomuleið, það er komið í varanlegan skuldaþrældóm að óbreyttu. Lánastofnanirnar setja ef til vill eignirnar síðan á sölu eða í leigu á fullu verði. Þetta er þó ekki nema hálfur sannleikur því ef vel er að gáð þá kemur í ljós að einnig þeir sem fyrir um áratug keyptu sér íbúð og höfðu sparað fyrir helmingi kaupverðsins eða meiru og tekið lán fyrir því sem á vantaði og alltaf staðið í skilum, skulda nú helmingi meira en í upphafi. Þeir sem keyptu sér íbúð þá fyrir 20 milljónir og tóku lán fyrir 10 milljónum, skulda nú nálægt 20 milljónum og þar sem söluverð íbúðar hefur næstum staðið í stað eins og verið hefur að undanförnu þá flyst eigið fé fasteignaeigandans mánaðarlega úr eigninni til skuldareigandans þar til ekkert eigið fé er lengur til staðar. Því miður hafa margir ekki gert sér grein fyrir þessu. Með sama áframhaldi þá eignast Íbúðalánasjóður og/eða aðrar lánastofnanir svo til allar íbúðir einstaklinga í landinu á næsta áratug. Þetta vil eg meina að sé löggildur eða löglegur þjófnaður. Er það sanngjarnt að aðeins fjármagn lánastofnana sé verðtryggt en ekki sá hluti fjármagns sem eigendurnir leggja til íbúðakaupa? Er þetta leiðin til sparnaðar sem alltaf er verið að predika fyrir fólki? Á áttunda áratug síðustu aldar var mikil óðaverðbólga og órói á vinnumarkaði en veðskuldir stóðu í stað og urðu næstum að engu. Því var með svokölluðum Ólafslögum árið 1979 tekin upp verðtrygging fjárskuldbindinga og launa. Verðtrygging launa var afnumin 1983. Lagasetning getur verið nauðsynleg til að bregðast við vandamálum sem upp koma í þjóðfélaginu hverju sinni, en það er ekki þar með sagt að lögin eigi eða þurfi að vera óbreytt eða ævarandi. Þó að Ólafslögin hafi verið nauðsynleg á sínum tíma er kominn tími til breytinga. Málin hafa snúist við, nú er það fjárhagur heimilanna í landinu sem er að verða að engu en veðskuldahafarnir, bankar og fjármálastofnanir, fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Vandinn verður ekki leystur með stanslausum 110 prósenta ráðstöfunum sem duga varla út árið. Er ekki kominn tími til að setja ný lög? Þau gætu heitið „Ögmundarlög“ þar sem hann virðist vera eini ráðherrann í núverandi ríkisstjórn sem hefur áttað sig á að það stefnir óðfluga í almennt gjaldþrot heimilanna í landinu. Við myndun núverandi ríkisstjórnar var mikið gumað af því að nú loksins væri komin til valda „norræn velferðarstjórn“. Eitt höfuðskilyrði velferðar hvers þjóðfélags er að þegnarnir hafi sem flestir efni á að eiga eða leigja sér þak yfir höfuðið. Á meðan ekkert er gert til að svo geti orðið er það aðeins öfugmæli eða gert í háði að tala um norræna velferðarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs hefur skýrt frá því að sjóðurinn muni eiga um eða yfir 2.000 íbúðir sem teknar hafa verið eignarnámi. Auk þessa eiga aðrar lánastofnanir nokkurn fjölda íbúða sem þær hafa fengið á sama hátt. Jafnframt var skýrt frá því að líkur væru á að álíka margar íbúðir yrðu teknar eignarnámi á tímabilinu fram að næstu áramótum. Ennfremur var sagt frá því að tugir þúsunda íbúðaeigenda (íbúðaeigenda? ef hægt er að kalla þá eigendur, sjá síðar) væru komnir í vanskil og jafnvel greiðsluþrot og við þeim blasir ekkert annað en eignarnám ef fram heldur sem horfir. Þetta er einkum fólk sem ginnt hefur verið til að kaupa íbúðir og taka lán fyrir stærstum hluta íbúðarverðsins. Við eignarnám eða nauðungarsölu leysa lánastofnanir eignirnar til sín á lágmarksverði sem gengur þá upp í áhvílandi lán til lækkunar á því en þær duga oftast ekki nema fyrir hluta af stökkbreyttri skuld íbúðalánsins en lánveitendur halda síðan áfram að krefja lánþolann um mismuninn á framreiknuðu láninu sem hvíldi á húsnæðinu og því sem fékkst upp í kröfuna á nauðungaruppboðinu. Fólk sem lendir í slíku á enga útkomuleið, það er komið í varanlegan skuldaþrældóm að óbreyttu. Lánastofnanirnar setja ef til vill eignirnar síðan á sölu eða í leigu á fullu verði. Þetta er þó ekki nema hálfur sannleikur því ef vel er að gáð þá kemur í ljós að einnig þeir sem fyrir um áratug keyptu sér íbúð og höfðu sparað fyrir helmingi kaupverðsins eða meiru og tekið lán fyrir því sem á vantaði og alltaf staðið í skilum, skulda nú helmingi meira en í upphafi. Þeir sem keyptu sér íbúð þá fyrir 20 milljónir og tóku lán fyrir 10 milljónum, skulda nú nálægt 20 milljónum og þar sem söluverð íbúðar hefur næstum staðið í stað eins og verið hefur að undanförnu þá flyst eigið fé fasteignaeigandans mánaðarlega úr eigninni til skuldareigandans þar til ekkert eigið fé er lengur til staðar. Því miður hafa margir ekki gert sér grein fyrir þessu. Með sama áframhaldi þá eignast Íbúðalánasjóður og/eða aðrar lánastofnanir svo til allar íbúðir einstaklinga í landinu á næsta áratug. Þetta vil eg meina að sé löggildur eða löglegur þjófnaður. Er það sanngjarnt að aðeins fjármagn lánastofnana sé verðtryggt en ekki sá hluti fjármagns sem eigendurnir leggja til íbúðakaupa? Er þetta leiðin til sparnaðar sem alltaf er verið að predika fyrir fólki? Á áttunda áratug síðustu aldar var mikil óðaverðbólga og órói á vinnumarkaði en veðskuldir stóðu í stað og urðu næstum að engu. Því var með svokölluðum Ólafslögum árið 1979 tekin upp verðtrygging fjárskuldbindinga og launa. Verðtrygging launa var afnumin 1983. Lagasetning getur verið nauðsynleg til að bregðast við vandamálum sem upp koma í þjóðfélaginu hverju sinni, en það er ekki þar með sagt að lögin eigi eða þurfi að vera óbreytt eða ævarandi. Þó að Ólafslögin hafi verið nauðsynleg á sínum tíma er kominn tími til breytinga. Málin hafa snúist við, nú er það fjárhagur heimilanna í landinu sem er að verða að engu en veðskuldahafarnir, bankar og fjármálastofnanir, fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Vandinn verður ekki leystur með stanslausum 110 prósenta ráðstöfunum sem duga varla út árið. Er ekki kominn tími til að setja ný lög? Þau gætu heitið „Ögmundarlög“ þar sem hann virðist vera eini ráðherrann í núverandi ríkisstjórn sem hefur áttað sig á að það stefnir óðfluga í almennt gjaldþrot heimilanna í landinu. Við myndun núverandi ríkisstjórnar var mikið gumað af því að nú loksins væri komin til valda „norræn velferðarstjórn“. Eitt höfuðskilyrði velferðar hvers þjóðfélags er að þegnarnir hafi sem flestir efni á að eiga eða leigja sér þak yfir höfuðið. Á meðan ekkert er gert til að svo geti orðið er það aðeins öfugmæli eða gert í háði að tala um norræna velferðarstjórn.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun