SVÞ gagnrýna tolla- og innflutningsstefnu 27. september 2011 05:00 Vill auka vöruinnflutning Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ, segir mikil tækifæri felast í lækkun tolla og vörugjalda sem gæti örvað verslun og atvinnulíf hér á landi. Fréttablaðið/Vilhelm Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), deildi hart á stefnu stjórnvalda í tolla- og innflutningsmálum á opnum fundi sem Samtök atvinnulífsins (SA) stóðu fyrir í gær. Yfirskrift fundarins var „Ryðjum hindrunum úr vegi“ og voru allir frummælendur gagnrýnir á stefnu stjórnvalda, sem þeir sögðu að stæði fjárfestingu og framþróun fyrir þrifum. Meðal annars sagði Grímur Sæmundsson, varaformaður SA, í erindi sínu að hægt væri að bæta þjóðarhag um 46 milljarða króna á ári með því að vinna bug á atvinnuleysi, en nú eru um ellefu þúsund Íslendingar á atvinnuleysisbótum. Þá sagði Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks, að aðstæður hér á landi væru síst til þess fallnar að laða að erlenda fjárfestingu. Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, átaldi einnig stjórnina fyrir vinnubrögð í málefnum sjávarútvegsins, sem stæði fjárfestingum i stéttinni fyrir þrifum. Inntakið í framsögu Margrétar var að stefna stjórnvalda í tolla- og innflutningsmálum og núverandi landbúnaðarkerfi skaðaði alla. Tækifærin væru þó til staðar, fyrst af öllu í ferðamannaiðnaði. „Í öðru lagi viljum við flytja inn verslun Íslendinga sem hið opinbera flytur úr landi með skattlagningu,“ sagði Margrét og vísaði þar til vörugjalda sem lögð eru á ýmis raftæki, byggingarvörur og föt, sem leiði til þess að almenningur hér á landi leitar í auknum mæli út fyrir landsteinana til að versla. „Vörugjaldakerfið stórskaðar innlenda verslun,“ segir Margrét og bætir við: „Á þessum erfiðu tímum kemur ákall frá versluninni um að þessari atvinnugrein verði gert kleift að vera samkeppnishæf við nágrannalöndin. Það er að verslun flytjist heim og skapi störf og tekjur.“ Þá vandaði Margrét Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ekki kveðjurnar og sagði hann brjóta alþjóðasamninga með því að leyfa ekki meiri innflutning á alifuglakjöti á lægri tollum. „Við Íslendingar erum oft eins og barbarar þegar kemur að alþjóðaviðskiptum,“ sagði Margrét. „Sjálf teljum við sjálfsagt að flytja út landbúnaðarvörur, en lokum á sama tíma öllum dyrum fyrir innflutningi.“ Margrét vísaði einnig til þess að verð á kjúklinga- og svínakjöti hér á landi hafi hækkað um tuttugu til fjörutíu prósent og kallaði eftir því að á meðan standa ætti vörð um hefðbundinn landbúnað í sveitum landsins ætti ekki að setja „iðnaðarframleitt kjúklinga- og svínakjöt“ undir sama hatt. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), deildi hart á stefnu stjórnvalda í tolla- og innflutningsmálum á opnum fundi sem Samtök atvinnulífsins (SA) stóðu fyrir í gær. Yfirskrift fundarins var „Ryðjum hindrunum úr vegi“ og voru allir frummælendur gagnrýnir á stefnu stjórnvalda, sem þeir sögðu að stæði fjárfestingu og framþróun fyrir þrifum. Meðal annars sagði Grímur Sæmundsson, varaformaður SA, í erindi sínu að hægt væri að bæta þjóðarhag um 46 milljarða króna á ári með því að vinna bug á atvinnuleysi, en nú eru um ellefu þúsund Íslendingar á atvinnuleysisbótum. Þá sagði Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks, að aðstæður hér á landi væru síst til þess fallnar að laða að erlenda fjárfestingu. Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, átaldi einnig stjórnina fyrir vinnubrögð í málefnum sjávarútvegsins, sem stæði fjárfestingum i stéttinni fyrir þrifum. Inntakið í framsögu Margrétar var að stefna stjórnvalda í tolla- og innflutningsmálum og núverandi landbúnaðarkerfi skaðaði alla. Tækifærin væru þó til staðar, fyrst af öllu í ferðamannaiðnaði. „Í öðru lagi viljum við flytja inn verslun Íslendinga sem hið opinbera flytur úr landi með skattlagningu,“ sagði Margrét og vísaði þar til vörugjalda sem lögð eru á ýmis raftæki, byggingarvörur og föt, sem leiði til þess að almenningur hér á landi leitar í auknum mæli út fyrir landsteinana til að versla. „Vörugjaldakerfið stórskaðar innlenda verslun,“ segir Margrét og bætir við: „Á þessum erfiðu tímum kemur ákall frá versluninni um að þessari atvinnugrein verði gert kleift að vera samkeppnishæf við nágrannalöndin. Það er að verslun flytjist heim og skapi störf og tekjur.“ Þá vandaði Margrét Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ekki kveðjurnar og sagði hann brjóta alþjóðasamninga með því að leyfa ekki meiri innflutning á alifuglakjöti á lægri tollum. „Við Íslendingar erum oft eins og barbarar þegar kemur að alþjóðaviðskiptum,“ sagði Margrét. „Sjálf teljum við sjálfsagt að flytja út landbúnaðarvörur, en lokum á sama tíma öllum dyrum fyrir innflutningi.“ Margrét vísaði einnig til þess að verð á kjúklinga- og svínakjöti hér á landi hafi hækkað um tuttugu til fjörutíu prósent og kallaði eftir því að á meðan standa ætti vörð um hefðbundinn landbúnað í sveitum landsins ætti ekki að setja „iðnaðarframleitt kjúklinga- og svínakjöt“ undir sama hatt. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira