Er uppgjöf í störfum Jafnréttisráðs? 30. september 2011 06:00 Eitt af megin verkefnum Jafnréttisráðs er að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og samþætta atvinnu- og fjölskyldulíf. Allt frá 1992 hefur ráðið staðið að því að veita árlega sérstaka viðurkenningu fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum, félagasamtökum eða einstaklingum sem lagt hafa sitt af mörkum til að jafna stöðu kynjanna. En nú hefur Jafnréttisráð brugðið á það ráð að afhenda viðurkenninguna aðeins annað hvert ár. Ráðið samþykkti að þetta nýja fyrirkomulag á fundi sínum 7. sept. sl. En hver er ástæðan? Getur það verið mat núverandi ráðherra jafnréttismála að staða jafnréttis sé með þeim hætti að það teljist þarflaust að afhenda viðurkenninguna árlega? Er ekki lengur þörf á hvatningu og góðum fyrirmyndum? Því þá ekki að afnema með öllu þessa viðurkenningu? Ef ráðsmenn upplifa lítinn áhuga er það lítill metnaður að detta ekkert annað í hug en að leggja niður þessa góðu hefð sem hefur fest sig í sessi. Það hefði frekar átt að gefa í og leggja meira upp úr því að kynna störf ráðsins og hugmyndafræðina að baki viðurkenningunni. Í fyrra var ég við afhendingu viðurkenningarinnar en þá sagði formaður Jafnréttisráðs, Þórhildur Þorleifsdóttir, eitthvað í þá veruna að afhendingin væri þungamiðjan í starfi ráðsins og eitt af mikilvægustu störfum þess. Ég tek heilshugar undir það mat hennar að jafnréttisviðurkenning er jákvæð áminning út í samfélagið en hefði mátt fá meiri umfjöllun í fjölmiðlum. En að ákveða nú að breyta áratuga langri hefð finnst mér verulega rangt. Ætlar Jafnréttisráð í framhaldi af nýjum verklagsreglum að draga saman seglin í starfi sínu ef þungamiðjan er ekki lengur til staðar nema annað hvert ár? Ég hefði viljað sjá ráðherra, formann ráðsins og aðra í ráðinu nýta stöðu sína til þess að kynna mikilvægi þess að efla jafnrétti kynjanna á öllum sviðum, vekja almenning til vitundar um stöðu jafnréttismál og þá ábyrgð sem hvert og eitt okkar hefur þegar kemur að því að standa vörð um lögboðið jafnrétti kynjanna. Nú þegar þjóðfélagið er að vinna sig út úr efnahagshruni sem snertir öll svið samfélagsins þarf enn betur að vera á varðbergi og vekja athygli á því sem vel er gert. Jafnréttisviðurkenningin á að gefa gott tækifæri til umræðu um jafnréttismál en á síðustu misserum hefur að mínu mati lítið farið fyrir jafnréttisumræðu, ef undan er skilin sú athygli sem herferð VR hefur fengið. Finnst núverandi stjórnvöldum, sem telja sig sérstaka talsmenn jafnréttis, að hér sé allt í himnalagi í jafnréttismálum? Nægir þeim að sjá alþjóðlega samanburðarmælingu sem sýnir að Ísland standi vel þegar horft er til stakra mælanlegra þátta sem snúa aðallega að stjórnkerfinu? Mér finnst því miður störf Jafnréttisráðs hulin almenningi enda litlar sem engar upplýsingar um störf þess á heimasíðunni jafnretti.is. Það er því raunar í anda daufrar jafnréttisumræðu dagsins í dag að taka nú upp þann sið að afhenda viðurkenninguna aðeins annað hvert ár – en það er uppgjöf að mínu mati. Ég hefði frekar viljað sjá ráðið bretta upp ermar, ná eyrum landsmanna og alls ekki gefa eftir og hopa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af megin verkefnum Jafnréttisráðs er að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og samþætta atvinnu- og fjölskyldulíf. Allt frá 1992 hefur ráðið staðið að því að veita árlega sérstaka viðurkenningu fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum, félagasamtökum eða einstaklingum sem lagt hafa sitt af mörkum til að jafna stöðu kynjanna. En nú hefur Jafnréttisráð brugðið á það ráð að afhenda viðurkenninguna aðeins annað hvert ár. Ráðið samþykkti að þetta nýja fyrirkomulag á fundi sínum 7. sept. sl. En hver er ástæðan? Getur það verið mat núverandi ráðherra jafnréttismála að staða jafnréttis sé með þeim hætti að það teljist þarflaust að afhenda viðurkenninguna árlega? Er ekki lengur þörf á hvatningu og góðum fyrirmyndum? Því þá ekki að afnema með öllu þessa viðurkenningu? Ef ráðsmenn upplifa lítinn áhuga er það lítill metnaður að detta ekkert annað í hug en að leggja niður þessa góðu hefð sem hefur fest sig í sessi. Það hefði frekar átt að gefa í og leggja meira upp úr því að kynna störf ráðsins og hugmyndafræðina að baki viðurkenningunni. Í fyrra var ég við afhendingu viðurkenningarinnar en þá sagði formaður Jafnréttisráðs, Þórhildur Þorleifsdóttir, eitthvað í þá veruna að afhendingin væri þungamiðjan í starfi ráðsins og eitt af mikilvægustu störfum þess. Ég tek heilshugar undir það mat hennar að jafnréttisviðurkenning er jákvæð áminning út í samfélagið en hefði mátt fá meiri umfjöllun í fjölmiðlum. En að ákveða nú að breyta áratuga langri hefð finnst mér verulega rangt. Ætlar Jafnréttisráð í framhaldi af nýjum verklagsreglum að draga saman seglin í starfi sínu ef þungamiðjan er ekki lengur til staðar nema annað hvert ár? Ég hefði viljað sjá ráðherra, formann ráðsins og aðra í ráðinu nýta stöðu sína til þess að kynna mikilvægi þess að efla jafnrétti kynjanna á öllum sviðum, vekja almenning til vitundar um stöðu jafnréttismál og þá ábyrgð sem hvert og eitt okkar hefur þegar kemur að því að standa vörð um lögboðið jafnrétti kynjanna. Nú þegar þjóðfélagið er að vinna sig út úr efnahagshruni sem snertir öll svið samfélagsins þarf enn betur að vera á varðbergi og vekja athygli á því sem vel er gert. Jafnréttisviðurkenningin á að gefa gott tækifæri til umræðu um jafnréttismál en á síðustu misserum hefur að mínu mati lítið farið fyrir jafnréttisumræðu, ef undan er skilin sú athygli sem herferð VR hefur fengið. Finnst núverandi stjórnvöldum, sem telja sig sérstaka talsmenn jafnréttis, að hér sé allt í himnalagi í jafnréttismálum? Nægir þeim að sjá alþjóðlega samanburðarmælingu sem sýnir að Ísland standi vel þegar horft er til stakra mælanlegra þátta sem snúa aðallega að stjórnkerfinu? Mér finnst því miður störf Jafnréttisráðs hulin almenningi enda litlar sem engar upplýsingar um störf þess á heimasíðunni jafnretti.is. Það er því raunar í anda daufrar jafnréttisumræðu dagsins í dag að taka nú upp þann sið að afhenda viðurkenninguna aðeins annað hvert ár – en það er uppgjöf að mínu mati. Ég hefði frekar viljað sjá ráðið bretta upp ermar, ná eyrum landsmanna og alls ekki gefa eftir og hopa.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun