Bókasöfn án fagfólks 12. október 2011 06:00 Ef fólk greiðir atkvæði með fótunum, þá er það ákveðnari mælikvarði en flestir aðrir. Ég hef nú tekið saman tölur um heimsóknir hjá fimm stærstu almenningsbókasöfnum landsins samkvæmt ársskýrslum á vef þeirra. Þau fengu 1.279.614 heimsóknir 2010 sem samsvarar tæpum tveimur milljóna heimsókna í almenningsbókasöfn á landsvísu, eða 6,2 heimsóknir á hvert mannsbarn. Þessi tala hækkaði um tæp 9% árið 2009 og stóð svo í stað 2010. Þá á eftir að telja heimsóknir fólks í önnur bókasöfn, skólabókasöfn, Landsbókasafn og rannsóknabókasöfn. Í nýrri rannsókn meðal breskra skólabarna á aldrinum 8 til 17 ára sést að þau börn sem lesa eina bók á mánuði utan skólans eru nú í minnihluta. Eldri börnin lesa færri bækur utan skólans en þau yngri (sjá The Reads and the Read-Nots á literacytrust.org.uk). Eðlilega hefur fólk áhyggjur af því að börn sem ekki alast upp við að njóta lestrar, lendi í erfiðleikum með lestur á fullorðinsárum, eins og einn af hverjum sex Bretum. Ný íslensk rannsókn meðal nemenda í 5-7. bekk sýnir betri stöðu en meðal Breta. Þar kemur þó fram að fimmti hver nemandi í 5. og 6. bekk les ekki bækur utan skólabóka, og fjórði hver í 7. bekk, og að strákar lesa minna en stelpur (sjá Ungt fólk 2011 á rannsoknir.is). Hvernig er þetta vandamál leyst ef ekki er til gott skólabókasafn, eða ef safnið er ekki opið nema stuttan hluta af skólavikunni? Hvernig lítur gott skólabókasafn út án skólasafnvarðar? Sístækkandi hluti af hverjum árgangi Íslendinga fer nú í fagnám eða háskólanám. Fótspor þeirra liggja að tölvunni. Tölur Landsbókasafns - Háskólabókasafns sýna síaukna notkun á öllum rafrænum miðlum. Nærri 10 milljónir heimsókna voru á vefi sem safnið rekur eitt eða með öðrum á síðasta ári. Stærsti hluti þeirra og mesta aukningin er í vefnum timarit.is sem slær allt út í vinsældum. Hann er ekki það sama og hvar.is, þar sem finna má erlend tímarit af öllum sviðum mannlífsins, en gegnum aðgang þar voru tæpar tvær milljónir tímaritsgreina sóttar til viðbótar. Í þessu umhverfi hefur fólk áhyggjur af aðferðum fólks til að ná í heimildir, vinna úr þeim og setja þær fram. Ritstuldur og óheimil meðferð heimilda er sífellt áhyggjuefni. Á móti þessu verður unnið með faglegri vinnu á bókasöfnunum. Við sjáum nú dæmi um niðurskurð á þjónustu fagfólks á söfnunum. Þetta er í mörgum tilfellum algert neyðarbrauð stjórnenda en niðurstaðan er öll á sama veg. Oft er látið eins og hægt sé að skera niður kostnað án þess að skera niður þjónustu, en notendur safnanna vita að einungis er boðið upp á styttri afgreiðslutíma eða færra starfsfólk. Niðurstaðan er fyrirsjáanleg. Á veltiárunum 2006 og 2007 fengu bókasafnsfræðingar launahækkanir sem héldu því miður ekki einu sinni í við verðbólgu. Það er þess vegna ekki launakostnaður þeirra sem íþyngir, heldur hverfur þjónustan einfaldlega þegar þeirra nýtur ekki lengur við. Á stóru bókasafni eins og Heilbrigðisvísindabókasafni Landspítala, sem þjónar bæði spítalanum og heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, var bókasafnsfræðingum fækkað um helming í sumar. Um fimmti hver nemandi í HÍ, eða tæplega 3.000 stúdentar eru við þetta svið. Er þetta það sem Háskóli Íslands og starfsfólk spítalans vilja? Vilja foreldrar að skólasafnverðir séu skornir við nögl? Hvernig fer það saman að gera Reykjavík að bókmenntaborg og draga um leið úr þjónustu bókasafna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Ef fólk greiðir atkvæði með fótunum, þá er það ákveðnari mælikvarði en flestir aðrir. Ég hef nú tekið saman tölur um heimsóknir hjá fimm stærstu almenningsbókasöfnum landsins samkvæmt ársskýrslum á vef þeirra. Þau fengu 1.279.614 heimsóknir 2010 sem samsvarar tæpum tveimur milljóna heimsókna í almenningsbókasöfn á landsvísu, eða 6,2 heimsóknir á hvert mannsbarn. Þessi tala hækkaði um tæp 9% árið 2009 og stóð svo í stað 2010. Þá á eftir að telja heimsóknir fólks í önnur bókasöfn, skólabókasöfn, Landsbókasafn og rannsóknabókasöfn. Í nýrri rannsókn meðal breskra skólabarna á aldrinum 8 til 17 ára sést að þau börn sem lesa eina bók á mánuði utan skólans eru nú í minnihluta. Eldri börnin lesa færri bækur utan skólans en þau yngri (sjá The Reads and the Read-Nots á literacytrust.org.uk). Eðlilega hefur fólk áhyggjur af því að börn sem ekki alast upp við að njóta lestrar, lendi í erfiðleikum með lestur á fullorðinsárum, eins og einn af hverjum sex Bretum. Ný íslensk rannsókn meðal nemenda í 5-7. bekk sýnir betri stöðu en meðal Breta. Þar kemur þó fram að fimmti hver nemandi í 5. og 6. bekk les ekki bækur utan skólabóka, og fjórði hver í 7. bekk, og að strákar lesa minna en stelpur (sjá Ungt fólk 2011 á rannsoknir.is). Hvernig er þetta vandamál leyst ef ekki er til gott skólabókasafn, eða ef safnið er ekki opið nema stuttan hluta af skólavikunni? Hvernig lítur gott skólabókasafn út án skólasafnvarðar? Sístækkandi hluti af hverjum árgangi Íslendinga fer nú í fagnám eða háskólanám. Fótspor þeirra liggja að tölvunni. Tölur Landsbókasafns - Háskólabókasafns sýna síaukna notkun á öllum rafrænum miðlum. Nærri 10 milljónir heimsókna voru á vefi sem safnið rekur eitt eða með öðrum á síðasta ári. Stærsti hluti þeirra og mesta aukningin er í vefnum timarit.is sem slær allt út í vinsældum. Hann er ekki það sama og hvar.is, þar sem finna má erlend tímarit af öllum sviðum mannlífsins, en gegnum aðgang þar voru tæpar tvær milljónir tímaritsgreina sóttar til viðbótar. Í þessu umhverfi hefur fólk áhyggjur af aðferðum fólks til að ná í heimildir, vinna úr þeim og setja þær fram. Ritstuldur og óheimil meðferð heimilda er sífellt áhyggjuefni. Á móti þessu verður unnið með faglegri vinnu á bókasöfnunum. Við sjáum nú dæmi um niðurskurð á þjónustu fagfólks á söfnunum. Þetta er í mörgum tilfellum algert neyðarbrauð stjórnenda en niðurstaðan er öll á sama veg. Oft er látið eins og hægt sé að skera niður kostnað án þess að skera niður þjónustu, en notendur safnanna vita að einungis er boðið upp á styttri afgreiðslutíma eða færra starfsfólk. Niðurstaðan er fyrirsjáanleg. Á veltiárunum 2006 og 2007 fengu bókasafnsfræðingar launahækkanir sem héldu því miður ekki einu sinni í við verðbólgu. Það er þess vegna ekki launakostnaður þeirra sem íþyngir, heldur hverfur þjónustan einfaldlega þegar þeirra nýtur ekki lengur við. Á stóru bókasafni eins og Heilbrigðisvísindabókasafni Landspítala, sem þjónar bæði spítalanum og heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, var bókasafnsfræðingum fækkað um helming í sumar. Um fimmti hver nemandi í HÍ, eða tæplega 3.000 stúdentar eru við þetta svið. Er þetta það sem Háskóli Íslands og starfsfólk spítalans vilja? Vilja foreldrar að skólasafnverðir séu skornir við nögl? Hvernig fer það saman að gera Reykjavík að bókmenntaborg og draga um leið úr þjónustu bókasafna?
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun