Vinnuvernd og ábyrgð atvinnurekenda 26. október 2011 06:00 Ísland hefur tekið virkan þátt í evrópskri vinnuverndarviku sem Evrópusambandið hefur staðið fyrir árlega frá árinu 2000. Viðfangsefni vinnuverndarvikunnar í ár snýst um viðhald og viðgerðir véla og tækja og öryggi þeirra sem sinna viðhaldsvinnu, oft við erfiðar aðstæður og undir miklu álagi. Samkvæmt upplýsingum Vinnuverndarstofnunar Evrópu er talið að 15–20% allra vinnuslysa tengist viðhaldsvinnu og um 10–15% allra banaslysa. Hér er því mikið í húfi og mikill ávinningur fólginn í öflugu forvarnarstarfi. Vinnueftirlit ríkisins er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og sinnir fjölbreyttum verkefnum á því sviði. Stofnunin ber ábyrgð á framkvæmd laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og gegnir því ríku eftirlitshlutverki samhliða því að sinna fræðslu um vinnuvernd og vinna að rannsóknum á þessu sviði. Eftirlitshlutverk Vinnueftirlitsins er mikilvægt og stofnunin hefur ýmis úrræði sem hún getur gripið til ef öryggi á vinnustöðum er áfátt. Fræðsluhlutverk stofnunarinnar vegur þó ef til vill þyngst, því árangur á sviði vinnuverndar veltur á því að stjórnendur og starfsfólk vinnustaða sé vel upplýst og meðvitað um þær hættur sem eru fyrir hendi í vinnuumhverfinu, hvernig megi forðast þær og hvaða aðgerðir og úrræði stuðla að öryggi á vinnustað. Enn eitt mikilvægt hlutverk Vinnueftirlitsins felst í því að fylgja eftir skráningu upplýsinga um vinnuslys sem atvinnurekendum er skylt að tilkynna til stofnunarinnar samkvæmt lögum. Vinnuvernd spannar vítt svið og er í eðli sínu flókin. Þetta segir sig sjálft þegar maður leiðir hugann að fjölbreytni atvinnulífsins þar sem fólk starfar við flókin tæki og vélbúnað, notar margvísleg verkfæri, stýrir þungavinnuvélum, vinnur í mikilli hæð, meðhöndlar hættuleg efni og svo mætti lengi telja. Mikill fjöldi reglna og reglugerða heyra undir vinnuverndarlöggjöfina sem brýnt er að farið sé eftir undir öllum kringumstæðum. Skyndilegar bilanir véla og tækja geta skapað hættuástand á vinnustað. Oft er mikið í húfi þegar bilun veldur því að stöðva þarf framleiðslu eða gera hlé á framkvæmdum. Þessar aðstæður geta skapað mikinn þrýsting á þá sem sinna viðhaldi og viðgerðum, að finna orsökina sem fyrst og koma hlutunum í lag. Miklu skiptir að álag af þessum völdum leiði ekki til þess að nauðsynlegum öryggisráðstöfunum sé ýtt til hliðar, því þá er voðinn vís. Kerfisbundið eftirlit og viðhald er ein mikilvægasta leiðin til að fyrirbyggja óvæntar bilanir og óvissuástand sem af því getur hlotist. Áhersla evrópsku vinnuverndarvikunnar er á þessa þætti og hefur Vinnueftirlitið sett upp metnaðarfulla dagskrá í tilefni hennar. Áhersla er lögð á heimsóknir í fyrirtæki þar sem þessi mál eru kynnt stjórnendum og fulltrúum starfsmanna auk ýmissa annarra leiða til að koma á framfæri fræðslu og upplýsingum um örugga viðhaldsvinnu. Vinnueftirlitið vekur einnig athygli á því sem vel er gert með því að veita viðurkenningu þeim fyrirtækjum sem skarað hafa fram úr á þessu sviði. Frá því að lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum voru sett hér á landi og tóku gildi árið 1981 hefur verið lyft grettistaki á sviði vinnuverndar. Vinnuvernd er forvarnarstarf sem fæstir leiða hugann að dags daglega þegar lífið gengur sinn vanagang. Þau slys sem tekst að fyrirbyggja með öflugu vinnuverndarstarfi vekja skiljanlega enga athygli og komast ekki í fréttir. Það er hins vegar mikilvægt að atvinnurekendur eigi reglulegt og gott samstarf við Vinnueftirlitið, sæki þangað ráðgjöf og leiðbeiningar eftir þörfum, hlíti fyrirmælum stofnunarinnar og sýni jafnframt frumkvæði í því að auka öryggi á vinnustað. Í þessum málum gildir að engar fréttir eru góðar fréttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur tekið virkan þátt í evrópskri vinnuverndarviku sem Evrópusambandið hefur staðið fyrir árlega frá árinu 2000. Viðfangsefni vinnuverndarvikunnar í ár snýst um viðhald og viðgerðir véla og tækja og öryggi þeirra sem sinna viðhaldsvinnu, oft við erfiðar aðstæður og undir miklu álagi. Samkvæmt upplýsingum Vinnuverndarstofnunar Evrópu er talið að 15–20% allra vinnuslysa tengist viðhaldsvinnu og um 10–15% allra banaslysa. Hér er því mikið í húfi og mikill ávinningur fólginn í öflugu forvarnarstarfi. Vinnueftirlit ríkisins er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og sinnir fjölbreyttum verkefnum á því sviði. Stofnunin ber ábyrgð á framkvæmd laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og gegnir því ríku eftirlitshlutverki samhliða því að sinna fræðslu um vinnuvernd og vinna að rannsóknum á þessu sviði. Eftirlitshlutverk Vinnueftirlitsins er mikilvægt og stofnunin hefur ýmis úrræði sem hún getur gripið til ef öryggi á vinnustöðum er áfátt. Fræðsluhlutverk stofnunarinnar vegur þó ef til vill þyngst, því árangur á sviði vinnuverndar veltur á því að stjórnendur og starfsfólk vinnustaða sé vel upplýst og meðvitað um þær hættur sem eru fyrir hendi í vinnuumhverfinu, hvernig megi forðast þær og hvaða aðgerðir og úrræði stuðla að öryggi á vinnustað. Enn eitt mikilvægt hlutverk Vinnueftirlitsins felst í því að fylgja eftir skráningu upplýsinga um vinnuslys sem atvinnurekendum er skylt að tilkynna til stofnunarinnar samkvæmt lögum. Vinnuvernd spannar vítt svið og er í eðli sínu flókin. Þetta segir sig sjálft þegar maður leiðir hugann að fjölbreytni atvinnulífsins þar sem fólk starfar við flókin tæki og vélbúnað, notar margvísleg verkfæri, stýrir þungavinnuvélum, vinnur í mikilli hæð, meðhöndlar hættuleg efni og svo mætti lengi telja. Mikill fjöldi reglna og reglugerða heyra undir vinnuverndarlöggjöfina sem brýnt er að farið sé eftir undir öllum kringumstæðum. Skyndilegar bilanir véla og tækja geta skapað hættuástand á vinnustað. Oft er mikið í húfi þegar bilun veldur því að stöðva þarf framleiðslu eða gera hlé á framkvæmdum. Þessar aðstæður geta skapað mikinn þrýsting á þá sem sinna viðhaldi og viðgerðum, að finna orsökina sem fyrst og koma hlutunum í lag. Miklu skiptir að álag af þessum völdum leiði ekki til þess að nauðsynlegum öryggisráðstöfunum sé ýtt til hliðar, því þá er voðinn vís. Kerfisbundið eftirlit og viðhald er ein mikilvægasta leiðin til að fyrirbyggja óvæntar bilanir og óvissuástand sem af því getur hlotist. Áhersla evrópsku vinnuverndarvikunnar er á þessa þætti og hefur Vinnueftirlitið sett upp metnaðarfulla dagskrá í tilefni hennar. Áhersla er lögð á heimsóknir í fyrirtæki þar sem þessi mál eru kynnt stjórnendum og fulltrúum starfsmanna auk ýmissa annarra leiða til að koma á framfæri fræðslu og upplýsingum um örugga viðhaldsvinnu. Vinnueftirlitið vekur einnig athygli á því sem vel er gert með því að veita viðurkenningu þeim fyrirtækjum sem skarað hafa fram úr á þessu sviði. Frá því að lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum voru sett hér á landi og tóku gildi árið 1981 hefur verið lyft grettistaki á sviði vinnuverndar. Vinnuvernd er forvarnarstarf sem fæstir leiða hugann að dags daglega þegar lífið gengur sinn vanagang. Þau slys sem tekst að fyrirbyggja með öflugu vinnuverndarstarfi vekja skiljanlega enga athygli og komast ekki í fréttir. Það er hins vegar mikilvægt að atvinnurekendur eigi reglulegt og gott samstarf við Vinnueftirlitið, sæki þangað ráðgjöf og leiðbeiningar eftir þörfum, hlíti fyrirmælum stofnunarinnar og sýni jafnframt frumkvæði í því að auka öryggi á vinnustað. Í þessum málum gildir að engar fréttir eru góðar fréttir.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun