Aldur og atgervi Jónína Michaelsdóttir skrifar 22. nóvember 2011 06:00 Það var gaman að sjá myndina um Thorsarana í sjónvarpinu, ekki síst myndir frá löngu liðnum tíma. Ævisaga hins merka brautryðjanda Thors Jensen, skrásett af Valtý Stefánssyni, kom út árið 1955, var mikið lesin. Það munaði mikið um þennan mann sem virðist bæði hafa verið hugmyndaríkur og traustur athafnamaður og góð manneskja. Hann hugsaði hátt og gafst ekki upp í lægðunum. Þegar ég las bókina í fyrsta skipti á unglingsárunum staldraði ég við eftirfarandi setningar: „Eftir að ég hafði fest kaup á Korpúlfsstöðum, fór ég að hugleiða að þarna kynni að vera verkefni fyrir mig. Ég var ekki nema sextugur maður." Enginn sem ég þekkti á þessum árum og jafnan síðan hefur tekið svona til orða: „Ég er ekki nema sextugur maður!" Það væri þá helst á allra síðustu árum, því að í dag geta bæði sextugir og sjötugir byrjað á nýju og spennandi verkefni, ef hugmyndaflugið er virkjað og heilsan er í góðu lagi. Bjart og svartTil er fólk sem virðist alltaf vera geislandi glatt, alltaf til í að prófa eitthvað nýtt, lítur aldrei á neitt sem fyrirhöfn eða vesen. Munar ekkert um viðvik hér og þar. Þetta fólk auðgar auðvitað umhverfi sitt og þegar árin færast yfir það breytist vitundin ekkert. Æskugleðin og þrótturinn víkur aldrei frá þeim. Svo eru aðrir sem lokast inni í þröngsýni og hafa jafnan augun á því sem er að. Taka sjálfa sig óþarflega hátíðlega, og leyfa hvers kyns fordómum að dafna innra með sér. Þetta fólk verður gjarnan gamalt á vissan hátt þó að það sé ungt að árum. Aldur er sem sé ekki bara spurning um ár. Samt erum við býsna bundin af þessu fyrirbæri: Aldrinum. RamminnÁ sama hátt og við höfum breyst úr einstaklingum með nafn og föðurnafn í kennitölur, erum við hvert í sínu hólfi. Börnin verja deginum innan girðingar í umsjá leikskólakennara þangað til þau fara í skóla og síðar framhaldsskóla. Svo kemur hjónaband og atvinnulíf, þangað til þau ná eftirlaunaaldri. Þá eru þau orðin eldri Íslendingar og flytja gjarnan í húsakynni með öðrum slíkum. Sumir líta svo á, að þar með sé þetta fólk komið á hliðarlínuna, og ekki lengur virkir aðilar í samfélaginu. Þeim er frjálst að hafa þá skoðun, en það er ekki í lagi ef 67 og eldri láta það hafa áhrif á sig og fara að trúa því sjálfir. Góður vinur minn tók á sínum tíma við virtu, en litlu fyrirtæki í Reykjavík. Hann var á margan hátt á undan sinni samtíð og tók upp nýjungar sem vöktu athygli og virðingu. Nokkrum mánuðum eftir að hann fór á eftirlaun var honum boðið í teiti á þessum vinnustað sem nú var í höndunum á ungum mönnum. Tveir þeirra voru að ræða um fyrirtækið við hann og töluðu eins og hann vissi ekkert um það. Þegar þekking hans á fyrirtækinu kom fram í samtalinu horfðu ungu mennirnir steinhissa og glaðlega á hann. „Sko þig!" Í samfélagi sem er að búa til aldursstéttarskiptingu, verða svona óvitar til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Það var gaman að sjá myndina um Thorsarana í sjónvarpinu, ekki síst myndir frá löngu liðnum tíma. Ævisaga hins merka brautryðjanda Thors Jensen, skrásett af Valtý Stefánssyni, kom út árið 1955, var mikið lesin. Það munaði mikið um þennan mann sem virðist bæði hafa verið hugmyndaríkur og traustur athafnamaður og góð manneskja. Hann hugsaði hátt og gafst ekki upp í lægðunum. Þegar ég las bókina í fyrsta skipti á unglingsárunum staldraði ég við eftirfarandi setningar: „Eftir að ég hafði fest kaup á Korpúlfsstöðum, fór ég að hugleiða að þarna kynni að vera verkefni fyrir mig. Ég var ekki nema sextugur maður." Enginn sem ég þekkti á þessum árum og jafnan síðan hefur tekið svona til orða: „Ég er ekki nema sextugur maður!" Það væri þá helst á allra síðustu árum, því að í dag geta bæði sextugir og sjötugir byrjað á nýju og spennandi verkefni, ef hugmyndaflugið er virkjað og heilsan er í góðu lagi. Bjart og svartTil er fólk sem virðist alltaf vera geislandi glatt, alltaf til í að prófa eitthvað nýtt, lítur aldrei á neitt sem fyrirhöfn eða vesen. Munar ekkert um viðvik hér og þar. Þetta fólk auðgar auðvitað umhverfi sitt og þegar árin færast yfir það breytist vitundin ekkert. Æskugleðin og þrótturinn víkur aldrei frá þeim. Svo eru aðrir sem lokast inni í þröngsýni og hafa jafnan augun á því sem er að. Taka sjálfa sig óþarflega hátíðlega, og leyfa hvers kyns fordómum að dafna innra með sér. Þetta fólk verður gjarnan gamalt á vissan hátt þó að það sé ungt að árum. Aldur er sem sé ekki bara spurning um ár. Samt erum við býsna bundin af þessu fyrirbæri: Aldrinum. RamminnÁ sama hátt og við höfum breyst úr einstaklingum með nafn og föðurnafn í kennitölur, erum við hvert í sínu hólfi. Börnin verja deginum innan girðingar í umsjá leikskólakennara þangað til þau fara í skóla og síðar framhaldsskóla. Svo kemur hjónaband og atvinnulíf, þangað til þau ná eftirlaunaaldri. Þá eru þau orðin eldri Íslendingar og flytja gjarnan í húsakynni með öðrum slíkum. Sumir líta svo á, að þar með sé þetta fólk komið á hliðarlínuna, og ekki lengur virkir aðilar í samfélaginu. Þeim er frjálst að hafa þá skoðun, en það er ekki í lagi ef 67 og eldri láta það hafa áhrif á sig og fara að trúa því sjálfir. Góður vinur minn tók á sínum tíma við virtu, en litlu fyrirtæki í Reykjavík. Hann var á margan hátt á undan sinni samtíð og tók upp nýjungar sem vöktu athygli og virðingu. Nokkrum mánuðum eftir að hann fór á eftirlaun var honum boðið í teiti á þessum vinnustað sem nú var í höndunum á ungum mönnum. Tveir þeirra voru að ræða um fyrirtækið við hann og töluðu eins og hann vissi ekkert um það. Þegar þekking hans á fyrirtækinu kom fram í samtalinu horfðu ungu mennirnir steinhissa og glaðlega á hann. „Sko þig!" Í samfélagi sem er að búa til aldursstéttarskiptingu, verða svona óvitar til.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun