Heimilisfriður Petrína Ásgeirsdóttir skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Heimili á að vera griðastaður barna, staður þar sem þau finna til öryggis, líður vel og njóta uppbyggilegra samvista við sína nánustu. Stærstur hluti barna á Íslandi býr við þær aðstæður en ætla má að a.m.k. tvö þúsund börn hér á landi njóti ekki þessara sjálfsögðu mannréttinda. Það eru börnin sem eru vitni að ofbeldi innan veggja heimilis, oftast af hálfu föður eða stjúpa gegn móður. Það er erfitt að segja nákvæmlega til um fjölda þessara barna, einfaldlega af því að aðstæðum þeirra hefur ekki verið gefinn mikill gaumur. Talan tvö þúsund byggir á þeim fjölda kvenna sem leitað hafa sér hjálpar vegna ofbeldis af hálfu maka og áætlun um að hver þeirra eigi eitt til tvö börn. Í byrjun árs 2011 kom út rannsókn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á félagslegum stuðningi og úrræðum við börn í Reykjavík, sem eru vitni að heimilisofbeldi. Meðal þess sem rannsóknin leiddi í ljós er að mikill skortur er á almennum úrræðum og þjónustu fyrir börn og fjölskyldur, sem þurfa á stuðningi og aðstoð að halda vegna ofbeldis í fjölskyldum. Brýnt er að auka vitund þeirra sem starfa með börnum á því að barn geti búið við heimilisofbeldi og sérstaklega þarf að skoða málin frá sjónarhorni barnsins. Núverandi nálgun, sem m.a. má finna stað í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn ofbeldi á heimilum, miðar að því að kenna fagfólki að bera kennsl á einkenni barna sem búa við ofbeldi. Sú nálgun er ekki líkleg til árangurs, að mati samtakanna. Einkenni, sem gjarnan eru nefnd, eru almenn einkenni sem gefa til kynna vanlíðan barna. Ástæðurnar þar að baki geta verið margvíslegar og þurfa ekki að tengjast heimilisofbeldi á nokkurn hátt. Það þarf að fara nýjar leiðir til að finna og aðstoða börn, sem eru vitni að heimilisofbeldi. Allt ofbeldi á heimili hefur afleiðingar fyrir börn, en það er einstaklingsbundið hvernig þau láta vanlíðan sína í ljós. Börn, sem búa á ofbeldisheimilum, eiga það hins vegar sameiginlegt að þau búa við mikið óöryggi og ringulreið og hafa enga stjórn á aðstæðum. Börnin hafa ekki þroska til þess að skilja það sem á gengur og eiga fá ráð við því sem er að gerast á heimilinu. Það setur þau í erfiðar aðstæður og veldur kvíða og ótta. Í sumum tilvikum verða börnin einnig fyrir líkamlegu ofbeldi af hálfu foreldra. Þessi lífsreynsla fylgir þeim og hætta er á að úr verði langvinnir erfiðleikar ef fullorðnir í nánasta umhverfi grípa ekki inn í. Afar mikilvægt er að rætt sé við börn, sem búa á heimilum þar sem ofbeldi á sér stað, hlustað sé á þau og líðan þeirra metin á markvissan hátt svo hægt sé að veita þeim viðeigandi aðstoð og stuðning. Hinir fullorðnu verða að horfa á ofbeldið með augum barnsins. Það sem fullorðnum getur þótt lítilvægt, t.d. ef ofbeldið gerist sjaldan eða er ekki „nógu alvarlegt“, getur haft gríðarleg áhrif á barnið. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa fylgt rannsókn sinni eftir með fundum með stjórnvöldum og forsvarsmönnum stofnana og samtaka sem starfa að málefnum barna. Einnig afhentu samtökin velferðarráðherra og borgarstjóranum í Reykjavík undirskriftir nær tólf þúsunda karla og kvenna sem skoruðu á stjórnvöld að tryggja börnum, sem eru vitni að heimilisofbeldi, stuðning og félagsleg úrræði við hæfi. Það er von samtakanna að augu samfélagsins opnist fyrir því böli sem heimilisofbeldi er og þeim miklu áhrifum sem það hefur á börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Heimili á að vera griðastaður barna, staður þar sem þau finna til öryggis, líður vel og njóta uppbyggilegra samvista við sína nánustu. Stærstur hluti barna á Íslandi býr við þær aðstæður en ætla má að a.m.k. tvö þúsund börn hér á landi njóti ekki þessara sjálfsögðu mannréttinda. Það eru börnin sem eru vitni að ofbeldi innan veggja heimilis, oftast af hálfu föður eða stjúpa gegn móður. Það er erfitt að segja nákvæmlega til um fjölda þessara barna, einfaldlega af því að aðstæðum þeirra hefur ekki verið gefinn mikill gaumur. Talan tvö þúsund byggir á þeim fjölda kvenna sem leitað hafa sér hjálpar vegna ofbeldis af hálfu maka og áætlun um að hver þeirra eigi eitt til tvö börn. Í byrjun árs 2011 kom út rannsókn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á félagslegum stuðningi og úrræðum við börn í Reykjavík, sem eru vitni að heimilisofbeldi. Meðal þess sem rannsóknin leiddi í ljós er að mikill skortur er á almennum úrræðum og þjónustu fyrir börn og fjölskyldur, sem þurfa á stuðningi og aðstoð að halda vegna ofbeldis í fjölskyldum. Brýnt er að auka vitund þeirra sem starfa með börnum á því að barn geti búið við heimilisofbeldi og sérstaklega þarf að skoða málin frá sjónarhorni barnsins. Núverandi nálgun, sem m.a. má finna stað í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn ofbeldi á heimilum, miðar að því að kenna fagfólki að bera kennsl á einkenni barna sem búa við ofbeldi. Sú nálgun er ekki líkleg til árangurs, að mati samtakanna. Einkenni, sem gjarnan eru nefnd, eru almenn einkenni sem gefa til kynna vanlíðan barna. Ástæðurnar þar að baki geta verið margvíslegar og þurfa ekki að tengjast heimilisofbeldi á nokkurn hátt. Það þarf að fara nýjar leiðir til að finna og aðstoða börn, sem eru vitni að heimilisofbeldi. Allt ofbeldi á heimili hefur afleiðingar fyrir börn, en það er einstaklingsbundið hvernig þau láta vanlíðan sína í ljós. Börn, sem búa á ofbeldisheimilum, eiga það hins vegar sameiginlegt að þau búa við mikið óöryggi og ringulreið og hafa enga stjórn á aðstæðum. Börnin hafa ekki þroska til þess að skilja það sem á gengur og eiga fá ráð við því sem er að gerast á heimilinu. Það setur þau í erfiðar aðstæður og veldur kvíða og ótta. Í sumum tilvikum verða börnin einnig fyrir líkamlegu ofbeldi af hálfu foreldra. Þessi lífsreynsla fylgir þeim og hætta er á að úr verði langvinnir erfiðleikar ef fullorðnir í nánasta umhverfi grípa ekki inn í. Afar mikilvægt er að rætt sé við börn, sem búa á heimilum þar sem ofbeldi á sér stað, hlustað sé á þau og líðan þeirra metin á markvissan hátt svo hægt sé að veita þeim viðeigandi aðstoð og stuðning. Hinir fullorðnu verða að horfa á ofbeldið með augum barnsins. Það sem fullorðnum getur þótt lítilvægt, t.d. ef ofbeldið gerist sjaldan eða er ekki „nógu alvarlegt“, getur haft gríðarleg áhrif á barnið. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa fylgt rannsókn sinni eftir með fundum með stjórnvöldum og forsvarsmönnum stofnana og samtaka sem starfa að málefnum barna. Einnig afhentu samtökin velferðarráðherra og borgarstjóranum í Reykjavík undirskriftir nær tólf þúsunda karla og kvenna sem skoruðu á stjórnvöld að tryggja börnum, sem eru vitni að heimilisofbeldi, stuðning og félagsleg úrræði við hæfi. Það er von samtakanna að augu samfélagsins opnist fyrir því böli sem heimilisofbeldi er og þeim miklu áhrifum sem það hefur á börn.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun