Öryggisljós á Eiðum gölluð af ásettu ráði 1. desember 2011 08:00 Unnið í Mastrinu Það er ekki heiglum hent að klífa 220 metra hátt mastrið og hanga utan á því til að gera við hin síbilandi leifturljós sem vara eiga flugmenn við mastrinu.Mynd/Páll Þórhallsson „Þegar ljósin eru biluð er þetta eins og að láta blaðaljósmyndara flassa framan í sig fjörutíu sinnum á mínútu í myrkri,“ segir Kristján Benediktsson, verkfræðingur hjá Ríkisútvarpinu, um biluð viðvörunarljós í langbylgjumastri RÚV á Eiðum. Í síðustu viku kvartaði Þórhallur Pálsson á Eiðum undan ljósagangi í mastrinu í bréfi til Ríkisútvarpsins. Styrkleiki og taktur ljósanna væri allur úr lagi genginn og ylli gríðarlegu ónæði á Héraði. Vandamálið kemur iðulega upp í 220 metra háu mastrinu. Kristján segir hvítu blikkljósin á Eiðum hafa verið sett upp að kröfu Flugmálastjórnar og vera þau einu sinnar tegundar á landinu. Ljósin séu frá fyrirtæki í Bandaríkjunum sem sé allsráðandi á markaðnum. „Það er ákveðin hönnunargalli í ljósunum og þau hafa reynst bilunargjörn. Ameríkani sem hjálpaði okkur að læra á ljósin og gera við þau sagði að fyrirtækið hefði takmarkaðan áhuga á því að búa til betri ljós því það væru svo góð viðskipti í kringum viðhaldið,“ segir Kristján. Hann kveðst ekki vita til þess að hægt sé að fá slík ljós fá öðrum. Kristján segir ljósunum ávallt komið í gott stand fyrir veturinn. Það hafi verið gert nú í lok ágúst. Hins vegar hafi slegið niður eldingu í raflínu 23. september og ljósin bilað. Veðurfarið geri ástandið verra og ljósin henti illa hér. „Það er ekki áhlaupaverk að fara upp í 220 metra hátt mastur og gera við ljósin nema það sé logn og þurrt. Þess utan eru fáir viðgerðarmenn sem kunna bæði á rafmagn og rafeindabúnað og eru óhræddir að klifra og hanga utan á mastrinu. En við munum gera okkar ítrasta til að gera við núverandi bilun og vinna að varanlegum úrbótum,“ segir Kristján. Þórhallur Pálsson spyr hvað flugmálayfirvöldum þyki ásættanlegt ástand: „Eru það óstöðug blikkandi ljós sem eru síbilandi, eða einhver önnur lausn?“ Þá bendir Þórhallur á langbylgjusendi á Gufuskálum á Snæfellsnesi. „Það mastur er, eftir því sem ég best veit, næstum tvöfalt hærra en Eiðamastrið. Samt eru þar bara rauð ljós.“ Kristján segir bandaríska framleiðandann nú loks vera að koma með áreiðanlegri ljós. „En þegar ég ætlaði að fara að panta sögðu þeir nei; ljósin eru bara fyrir 60 rið og 110 volt en ekki 220 volt eins og á Íslandi,“ segir verkfræðingur Ríkisútvarpsins, sem enn kveðst leita lausna á málinu. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
„Þegar ljósin eru biluð er þetta eins og að láta blaðaljósmyndara flassa framan í sig fjörutíu sinnum á mínútu í myrkri,“ segir Kristján Benediktsson, verkfræðingur hjá Ríkisútvarpinu, um biluð viðvörunarljós í langbylgjumastri RÚV á Eiðum. Í síðustu viku kvartaði Þórhallur Pálsson á Eiðum undan ljósagangi í mastrinu í bréfi til Ríkisútvarpsins. Styrkleiki og taktur ljósanna væri allur úr lagi genginn og ylli gríðarlegu ónæði á Héraði. Vandamálið kemur iðulega upp í 220 metra háu mastrinu. Kristján segir hvítu blikkljósin á Eiðum hafa verið sett upp að kröfu Flugmálastjórnar og vera þau einu sinnar tegundar á landinu. Ljósin séu frá fyrirtæki í Bandaríkjunum sem sé allsráðandi á markaðnum. „Það er ákveðin hönnunargalli í ljósunum og þau hafa reynst bilunargjörn. Ameríkani sem hjálpaði okkur að læra á ljósin og gera við þau sagði að fyrirtækið hefði takmarkaðan áhuga á því að búa til betri ljós því það væru svo góð viðskipti í kringum viðhaldið,“ segir Kristján. Hann kveðst ekki vita til þess að hægt sé að fá slík ljós fá öðrum. Kristján segir ljósunum ávallt komið í gott stand fyrir veturinn. Það hafi verið gert nú í lok ágúst. Hins vegar hafi slegið niður eldingu í raflínu 23. september og ljósin bilað. Veðurfarið geri ástandið verra og ljósin henti illa hér. „Það er ekki áhlaupaverk að fara upp í 220 metra hátt mastur og gera við ljósin nema það sé logn og þurrt. Þess utan eru fáir viðgerðarmenn sem kunna bæði á rafmagn og rafeindabúnað og eru óhræddir að klifra og hanga utan á mastrinu. En við munum gera okkar ítrasta til að gera við núverandi bilun og vinna að varanlegum úrbótum,“ segir Kristján. Þórhallur Pálsson spyr hvað flugmálayfirvöldum þyki ásættanlegt ástand: „Eru það óstöðug blikkandi ljós sem eru síbilandi, eða einhver önnur lausn?“ Þá bendir Þórhallur á langbylgjusendi á Gufuskálum á Snæfellsnesi. „Það mastur er, eftir því sem ég best veit, næstum tvöfalt hærra en Eiðamastrið. Samt eru þar bara rauð ljós.“ Kristján segir bandaríska framleiðandann nú loks vera að koma með áreiðanlegri ljós. „En þegar ég ætlaði að fara að panta sögðu þeir nei; ljósin eru bara fyrir 60 rið og 110 volt en ekki 220 volt eins og á Íslandi,“ segir verkfræðingur Ríkisútvarpsins, sem enn kveðst leita lausna á málinu. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira