Vilja draga úr yfirvinnu til að jafna laun 3. desember 2011 07:00 Ráðhús Reykjavíkur Óútskýrður launamunur hjá borginni nemur rúmum átta prósentum.Fréttablaðið/gva Sóley Tómasdóttir Starfshópur undir forystu borgarfulltrúans Sóleyjar Tómasdóttur um það hvernig útrýma megi kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg leggur til að dregið verði úr yfirvinnu og vinnuvikan þar með stytt, til að gera borgina að fjölskylduvænni vinnustað. Rökin fyrir þessu eru þau að líklegra sé að starf karlmannsins verði látið ganga fyrir þegar sinna þurfi veiku barni eða öldruðum foreldrum vegna þess að þær hafi lakari laun. Þetta viðhaldi launamun kynjanna og ríkjandi viðhorfum til kvenna á vinnumarkaði og leiði jafnframt til ójafnt vinnuálags kynjanna á heimilum. Athugun starfshópsins leiddi í ljós að karlar í fullu starfi hjá borginni væru að meðaltali með 8,2 prósentum hærri laun en konur í fullu starfi, eftir að leiðrétt hafði verið fyrir aldri, starfsaldri og starfi. Óleiðréttur er munurinn 13 prósent. Segir í skýrslunni að mikilvægt sé að skoða hvort tveggja, enda sé óleiðréttur launamunur oft afleiðing af aðstöðumun og mismunun milli kynja, konur eigi til dæmis gjarnan styttri starfsaldur að baki vegna þess að þær taki á sínar herðar ábyrgð á barnauppeldi. Tvennt kemur sérstaklega til skoðunar varðandi kynbundna muninn: yfirvinna og akstursgreiðslur. Í ljós kemur að konur í fullu starfi fá ekki nema 53 prósent af yfirvinnugreiðslum karla í fullu starfi og 37 prósent af akstursgreiðslum. Starfshópurinn telur að draga megi úr þessum mun með því að afnema leynd um það á hvaða forsendum aksturs- og yfirvinnugreiðslur byggjast í hverju tilfelli fyrir sig. „Leiða má að því líkur að í einhverjum tilvikum hafi föst eða metin yfirvinna verið notuð til að hækka laun starfsmanna,“ segir í skýrslunni. „Vegna þessa miklar munar sem úttektin sýnir á yfirvinnu kynjanna er ljóst að mat yfirmanna er í mörgum tilvikum á þá leið að karlmenn sem starfa hjá Reykjavíkurborg þurfi að inna af hendi meiri yfirvinnu en konur sem vinna hjá borginni. Slík ákvarðanataka tekur greinilega mið af ríkjandi hugmyndum í samfélaginu um karlinn sem fyrirvinnu fjölskyldunnar.“ Þá segir að einnig sé mikilvægt að huga að afköstum. „Þar sem konur eru með færri yfirvinnutíma en karlar þá mætti draga þá ályktun að þær ráði við, í meiri mæli en karlar, að ljúka sínum störfum á dagvinnutíma.“ Starfshópurinn leggur til að stofnaður verði aðgerðahópur sem fari í saumana á allri yfirvinnu og akstursgreiðslum hjá borginni og rökstyðji og skilgreini þörfina fyrir vinnuna og aksturinn í hverju tilviki. Því verði þannig fyrir komið að stjórnendur þurfi ávallt að rökstyðja það ef yfirvinna og akstursgreiðslur breytast. Þá þurfi að auka áherslu á starfsmat hjá borginni, enda falli mun fleiri karlastörf undir starfsmatið en kvennastörf. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Sjá meira
Sóley Tómasdóttir Starfshópur undir forystu borgarfulltrúans Sóleyjar Tómasdóttur um það hvernig útrýma megi kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg leggur til að dregið verði úr yfirvinnu og vinnuvikan þar með stytt, til að gera borgina að fjölskylduvænni vinnustað. Rökin fyrir þessu eru þau að líklegra sé að starf karlmannsins verði látið ganga fyrir þegar sinna þurfi veiku barni eða öldruðum foreldrum vegna þess að þær hafi lakari laun. Þetta viðhaldi launamun kynjanna og ríkjandi viðhorfum til kvenna á vinnumarkaði og leiði jafnframt til ójafnt vinnuálags kynjanna á heimilum. Athugun starfshópsins leiddi í ljós að karlar í fullu starfi hjá borginni væru að meðaltali með 8,2 prósentum hærri laun en konur í fullu starfi, eftir að leiðrétt hafði verið fyrir aldri, starfsaldri og starfi. Óleiðréttur er munurinn 13 prósent. Segir í skýrslunni að mikilvægt sé að skoða hvort tveggja, enda sé óleiðréttur launamunur oft afleiðing af aðstöðumun og mismunun milli kynja, konur eigi til dæmis gjarnan styttri starfsaldur að baki vegna þess að þær taki á sínar herðar ábyrgð á barnauppeldi. Tvennt kemur sérstaklega til skoðunar varðandi kynbundna muninn: yfirvinna og akstursgreiðslur. Í ljós kemur að konur í fullu starfi fá ekki nema 53 prósent af yfirvinnugreiðslum karla í fullu starfi og 37 prósent af akstursgreiðslum. Starfshópurinn telur að draga megi úr þessum mun með því að afnema leynd um það á hvaða forsendum aksturs- og yfirvinnugreiðslur byggjast í hverju tilfelli fyrir sig. „Leiða má að því líkur að í einhverjum tilvikum hafi föst eða metin yfirvinna verið notuð til að hækka laun starfsmanna,“ segir í skýrslunni. „Vegna þessa miklar munar sem úttektin sýnir á yfirvinnu kynjanna er ljóst að mat yfirmanna er í mörgum tilvikum á þá leið að karlmenn sem starfa hjá Reykjavíkurborg þurfi að inna af hendi meiri yfirvinnu en konur sem vinna hjá borginni. Slík ákvarðanataka tekur greinilega mið af ríkjandi hugmyndum í samfélaginu um karlinn sem fyrirvinnu fjölskyldunnar.“ Þá segir að einnig sé mikilvægt að huga að afköstum. „Þar sem konur eru með færri yfirvinnutíma en karlar þá mætti draga þá ályktun að þær ráði við, í meiri mæli en karlar, að ljúka sínum störfum á dagvinnutíma.“ Starfshópurinn leggur til að stofnaður verði aðgerðahópur sem fari í saumana á allri yfirvinnu og akstursgreiðslum hjá borginni og rökstyðji og skilgreini þörfina fyrir vinnuna og aksturinn í hverju tilviki. Því verði þannig fyrir komið að stjórnendur þurfi ávallt að rökstyðja það ef yfirvinna og akstursgreiðslur breytast. Þá þurfi að auka áherslu á starfsmat hjá borginni, enda falli mun fleiri karlastörf undir starfsmatið en kvennastörf. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Sjá meira