Leyfið bönkunum að koma til mín Ólafur Hauksson skrifar 6. desember 2011 06:00 Enn einu sinni hefur okkur atvinnurekendum hlotnast sá heiður að fá að hlaupa undir bagga með bönkunum. Hjá Íslandsbanka var 42 sagt upp störfum á einu bretti. Reikna má með að stór hluti þeirra þurfi á atvinnuleysisbótum að halda. Atvinnurekendur standa undir atvinnuleysisbótum með tryggingagjaldi á laun. Því má með réttu segja að Íslandsbanki sé að velta byrðunum yfir á þá sem þó reyna að hafa fólk í vinnu. Samtals hafa fjármálastofnanir losað sig við 2.000 starfsmenn frá hruni til að hámarka hagnað sinn. Íslandsbanki hagnaðist um 8 milljarða fyrstu sex mánuði ársins, Arion banki um 13,6 milljarða fyrstu níu mánuðina og Landsbankinn um 27 milljarða fyrstu níu mánuðina. Eiginfjárhlutfall bankanna er gríðarlega sterkt og lausafjárstaðan svo góð að seðlarnir vella út um eyrun á gjaldkerunum. Arður hefur ekki verið greiddur út frá stofnun bankanna 2008 og hleðst bara upp. Með öðrum orðum, bankarnir standa betur en flest ef ekki öll fyrirtæki í landinu. Samt finnst þeim Höskuldi Ólafssyni, Birnu Einarsdóttur og Steinþóri Pálssyni ekkert sjálfsagðara en reyna að kreista út aðeins meiri hagnað með því að vísa starfsfólki sínu á framfæri atvinnuleysistrygginga – á kostnað viðskiptavina sinna. Vissulega mátti fækka eitthvað í bönkunum eftir hrun. En hvers vegna þarf að ganga svona langt? Hvers vegna finnst bönkunum sjálfsagt að senda okkur hinum reikninginn? Mundi heimurinn farast ef bankarnir högnuðust aðeins minna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Enn einu sinni hefur okkur atvinnurekendum hlotnast sá heiður að fá að hlaupa undir bagga með bönkunum. Hjá Íslandsbanka var 42 sagt upp störfum á einu bretti. Reikna má með að stór hluti þeirra þurfi á atvinnuleysisbótum að halda. Atvinnurekendur standa undir atvinnuleysisbótum með tryggingagjaldi á laun. Því má með réttu segja að Íslandsbanki sé að velta byrðunum yfir á þá sem þó reyna að hafa fólk í vinnu. Samtals hafa fjármálastofnanir losað sig við 2.000 starfsmenn frá hruni til að hámarka hagnað sinn. Íslandsbanki hagnaðist um 8 milljarða fyrstu sex mánuði ársins, Arion banki um 13,6 milljarða fyrstu níu mánuðina og Landsbankinn um 27 milljarða fyrstu níu mánuðina. Eiginfjárhlutfall bankanna er gríðarlega sterkt og lausafjárstaðan svo góð að seðlarnir vella út um eyrun á gjaldkerunum. Arður hefur ekki verið greiddur út frá stofnun bankanna 2008 og hleðst bara upp. Með öðrum orðum, bankarnir standa betur en flest ef ekki öll fyrirtæki í landinu. Samt finnst þeim Höskuldi Ólafssyni, Birnu Einarsdóttur og Steinþóri Pálssyni ekkert sjálfsagðara en reyna að kreista út aðeins meiri hagnað með því að vísa starfsfólki sínu á framfæri atvinnuleysistrygginga – á kostnað viðskiptavina sinna. Vissulega mátti fækka eitthvað í bönkunum eftir hrun. En hvers vegna þarf að ganga svona langt? Hvers vegna finnst bönkunum sjálfsagt að senda okkur hinum reikninginn? Mundi heimurinn farast ef bankarnir högnuðust aðeins minna?
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar