Leyfið bönkunum að koma til mín Ólafur Hauksson skrifar 6. desember 2011 06:00 Enn einu sinni hefur okkur atvinnurekendum hlotnast sá heiður að fá að hlaupa undir bagga með bönkunum. Hjá Íslandsbanka var 42 sagt upp störfum á einu bretti. Reikna má með að stór hluti þeirra þurfi á atvinnuleysisbótum að halda. Atvinnurekendur standa undir atvinnuleysisbótum með tryggingagjaldi á laun. Því má með réttu segja að Íslandsbanki sé að velta byrðunum yfir á þá sem þó reyna að hafa fólk í vinnu. Samtals hafa fjármálastofnanir losað sig við 2.000 starfsmenn frá hruni til að hámarka hagnað sinn. Íslandsbanki hagnaðist um 8 milljarða fyrstu sex mánuði ársins, Arion banki um 13,6 milljarða fyrstu níu mánuðina og Landsbankinn um 27 milljarða fyrstu níu mánuðina. Eiginfjárhlutfall bankanna er gríðarlega sterkt og lausafjárstaðan svo góð að seðlarnir vella út um eyrun á gjaldkerunum. Arður hefur ekki verið greiddur út frá stofnun bankanna 2008 og hleðst bara upp. Með öðrum orðum, bankarnir standa betur en flest ef ekki öll fyrirtæki í landinu. Samt finnst þeim Höskuldi Ólafssyni, Birnu Einarsdóttur og Steinþóri Pálssyni ekkert sjálfsagðara en reyna að kreista út aðeins meiri hagnað með því að vísa starfsfólki sínu á framfæri atvinnuleysistrygginga – á kostnað viðskiptavina sinna. Vissulega mátti fækka eitthvað í bönkunum eftir hrun. En hvers vegna þarf að ganga svona langt? Hvers vegna finnst bönkunum sjálfsagt að senda okkur hinum reikninginn? Mundi heimurinn farast ef bankarnir högnuðust aðeins minna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Enn einu sinni hefur okkur atvinnurekendum hlotnast sá heiður að fá að hlaupa undir bagga með bönkunum. Hjá Íslandsbanka var 42 sagt upp störfum á einu bretti. Reikna má með að stór hluti þeirra þurfi á atvinnuleysisbótum að halda. Atvinnurekendur standa undir atvinnuleysisbótum með tryggingagjaldi á laun. Því má með réttu segja að Íslandsbanki sé að velta byrðunum yfir á þá sem þó reyna að hafa fólk í vinnu. Samtals hafa fjármálastofnanir losað sig við 2.000 starfsmenn frá hruni til að hámarka hagnað sinn. Íslandsbanki hagnaðist um 8 milljarða fyrstu sex mánuði ársins, Arion banki um 13,6 milljarða fyrstu níu mánuðina og Landsbankinn um 27 milljarða fyrstu níu mánuðina. Eiginfjárhlutfall bankanna er gríðarlega sterkt og lausafjárstaðan svo góð að seðlarnir vella út um eyrun á gjaldkerunum. Arður hefur ekki verið greiddur út frá stofnun bankanna 2008 og hleðst bara upp. Með öðrum orðum, bankarnir standa betur en flest ef ekki öll fyrirtæki í landinu. Samt finnst þeim Höskuldi Ólafssyni, Birnu Einarsdóttur og Steinþóri Pálssyni ekkert sjálfsagðara en reyna að kreista út aðeins meiri hagnað með því að vísa starfsfólki sínu á framfæri atvinnuleysistrygginga – á kostnað viðskiptavina sinna. Vissulega mátti fækka eitthvað í bönkunum eftir hrun. En hvers vegna þarf að ganga svona langt? Hvers vegna finnst bönkunum sjálfsagt að senda okkur hinum reikninginn? Mundi heimurinn farast ef bankarnir högnuðust aðeins minna?
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar