

Aukin gæði í kennslu og rannsóknum háskóla
Sumarið 2010 gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út stefnu um opinbera háskóla. Með henni er ætlunin að standa vörð um starfsemi þeirra með því að stofna samstarfsnet, með hugsanlega sameiningu í huga. Markmiðið er þríþætt: Í fyrsta lagi að efla háskólakennslu, rannsóknir og nýsköpun til styrktar framtíðaruppbyggingu íslensks samfélags. Í öðru lagi að hagræða í rekstri háskólanna þannig að fjármunir nýtist sem allra best. Í þriðja lagi að halda uppi öflugri og fjölbreyttri háskólastarfsemi víðs vegar á landinu.
Miðað er við að aðrar háskóla- og rannsóknastofnanir geti tekið þátt í starfi netsins, óháð rekstrarformi. Rektorar opinberu háskólanna undirrituðu nú í vikunni samstarfssamning um greiðan aðgang nemenda að námskeiðum á milli skólanna og byggir hann á vönduðum undirbúningi sem staðið hefur yfir undanfarið ár.
Til að auka gæði allra skóla á háskólastigi hér á landi þarf að setja gæðaviðmið og fylgjast með hvort þeim sé náð. Sérstakir vinnu- og rýnihópar á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins voru settir á stofn árið 2009, til að móta leiðir fyrir íslenska háskólakerfið. Ein af tillögum þessara vinnuhópa var að efla eftirlit með gæðum þeirrar starfsemi sem fram fer innan veggja íslenskra háskóla. Niðurstaðan varð að stofna hér á landi gæðaráð skipað erlendum sérfræðingum. Við þessa ákvörðun var tekið mið af stefnu Vísinda- og tækniráðs, Byggt á styrkum stoðum, en þar er kveðið á um að efla beri formlegt eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna við háskóla. Gæðaráð háskólanna var svo formlega stofnað árið 2010 eftir undirbúning á vegum ráðuneytisins í samstarfi við Rannís, háskólana og Norman Sharp, fyrrverandi yfirmann þeirrar stofnunar sem fer með gæðaeftirlit við skoska háskóla.
Formaður gæðaráðsins hér á landi er fyrrgreindur Norman Sharp. Honum til halds og trausts eru Barbara Brittingham, framkvæmdastjóri hjá New England Association of Schools and Colleges, sem meðal annars annast ytra gæðaeftirlit með háskólum eins og MIT, Brandeis og Harvard, Tove Bull, fyrrum rektor háskólans í Tromsö, Rita McAllister; skoskur sérfræðingur í listmenntun og fyrrum prófessor, Jean-Marie Hombert, prófessor við Háskólann í Lyon í Frakklandi, og hinn enski Frank Quinault, prófessor við Háskólann í St. Andrews. Eftir sem áður munu færustu fagsérfræðingar sem völ er á annast einstakar úttektir og munu meðlimir gæðaráðsins einvörðungu taka þátt í úttektum þar sem sérfræðiþekking þeirra nýtist.
Til að tryggja aðkomu hagsmunaaðila háskóla og efla gagnsæi og upplýsingaflæði á milli ráðsins og háskólasamfélagins hefur enn fremur verið sett á stofn ráðgjafanefnd gæðaráðs. Í henni eiga sæti fulltrúar mennta- og menningarmálaráðuneytis, háskóla, Vísinda- og tækniráðs og stúdenta.
Markmið gæðaráðsins er meðal annars að tryggja gæði háskólastarfsemi hér á landi, bæði á sviði rannsókna og kennslu, að tryggja samkeppnishæfni háskólanna og færa gæðaeftirlit til samræmis við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur tekið á sig.
Gæðaráðið mótar aðferðafræði fyrir mat á gæðum í kennslu og rannsóknum og mun gera tillögu til ráðherra um þriggja ára áætlun um eftirlit með kennslu og rannsóknum við íslenska háskóla. Það hefur mótað skýra stefnu um gæðaeftirlit á háskólastigi, sem m.a. gerir kröfur um að skólarnir viðhaldi ábyrgu innra gæðaeftirliti og felur í sér áætlun um ytra eftirlit. Stefnan er sett fram í gæðahandbók sem var kynnt á ráðstefnu um gæðamál háskólanna 18. október sl. Í henni eru sett fram mælanleg markmið sem háskólar verða að uppfylla og munu úrskurðir gæðaráðsins verða birtir opinberlega. Sett hafa verið skýr markmið og tímarammi um hvenær og hversu oft viðkomandi háskólar skulu gangast undir opinbert ytra gæðaeftirlit.
Ljóst má vera að það eru miklar hræringar í íslensku háskólaumhverfi. Leiðarljósin eru skýr: Efla kennslu og rannsóknir um land allt með auknu samstarfi og öflugu gæðaeftirliti.
Skoðun

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar

Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar
Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish
Jón Kaldal skrifar