Fréttaskýring: Evrulönd á krossgötum Friðrik Indriðason skrifar 17. janúar 2011 13:43 Margir topphagfræðingar hafa í dag lýst þeirri skoðun sinni að leyfa eigi Grikklandi að verða gjaldþrota. Slíkt eigi einnig að leyfa Portúgal og Írlandi ef þurfa þykir. Þetta kemur fram í leiðara í hinu virta tímariti The Economist og hjá greiningardeildum banka á borð við Goldman Sachs og Barclay´s. Gjaldþrotaleiðin myndi byggjast á svokallaðri Brady-áætlun frá níunda áratug síðustu aldar. Áætlunin er nefnd í höfuðið á Nicholas F. Brady þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Hún gekk út á að bjarga fjölda landa, einkum í Suður-Ameríku, frá gjaldþrotum með endurskipulagningu á skuldum þeirra. Í stuttu máli gekk Brady-áætlunin út á að skuldabréfum þessara landa var skipt út fyrir ný skuldbréf með lægra nafnvirði og/eða lægri vöxtum. Upphæðirnar og vaxtagreiðslurnar voru miðaðar við greiðslugetu viðkomandi lands. Fjárfestar tóku á sig höggið. Af þeim löndum sem fóru í gegnum þetta ferli má nefna Mexíkó, Brasilíu, Argentínu, Kosta Ríka, Ekvador, Pólland, Búlgaríu og Marokkó. Hvað stöðu Grikklands varðar hefur The Economist reiknað út að þrátt fyrir neyðarlán ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og blóðugan niðurskurð stjórnvalda í Grikklandi muni skuldir Grikkja halda áfram að vaxa. Árið 2015 verði skuldirnar orðnar 165% af landsframleiðslu landsins og þurfi Grikkir þá að nota 8-9% af landsframleiðslunni í að greiða vextina af skuldunum. Þetta sé algerlega ofvaxið gríska hagkerfinu. Í ítarlegri umfjöllun um skuldakreppuna meðal evrulandanna á börsen.dk segir að löndin standi á krossgötum og að árið í ár verði það örlagaríkasta í sögu myntbandalagsins. Í ár verði teknar pólitískar ákvarðanir sem muni hafa áhrif næstu áratugina. Í dag munu fjármálaráðherrar evrulandanna halda fund þar sem rætt verður hvernig skuldsettustu löndin eigi að lifa af í myntbandalaginu og hvernig komist verði hjá því að þau dragi evruna niður með sér í fallinu. Börsen vitnar í Ulrik Bie forstöðumann greiningardeildar Nykredit. Bie segir að sama hvaða aðgerðir verði ákveðnar muni þunginn af þeim á endanum lenda á þýskum skattgreiðendum. Þýskir skattgreiðendur hafi þó engann áhuga á að borga fyrir „fjármálasukk" annarra landa innan myntbandalagsins. Því megi líkja myntbandalaginu við pólitískt jarðsprengjusvæði. Meðal þeirra sem hvetja til Brady-áætlunar sem lausn fyrir verst settu löndin innan myntbandalagsins er Erik Nielsen aðalhagfræðingur Goldman Sachs í London. Nielsen segir í samtali við Bloomberg að þetta sé nokkuð sem verði að reyna. Michael Dicks einn af yfirmönnum Barlays Wealth Management er sammála Nielsen. Dicks segir að aðgerða sé þörf..."sem lengja afborgunartímabilið og minnka núvirði skuldanna. Þannig verði skuldabyrðunum skipt með eigendum skuldabréfanna og þær lendi ekki einungis á ríkissjóðunum." Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Margir topphagfræðingar hafa í dag lýst þeirri skoðun sinni að leyfa eigi Grikklandi að verða gjaldþrota. Slíkt eigi einnig að leyfa Portúgal og Írlandi ef þurfa þykir. Þetta kemur fram í leiðara í hinu virta tímariti The Economist og hjá greiningardeildum banka á borð við Goldman Sachs og Barclay´s. Gjaldþrotaleiðin myndi byggjast á svokallaðri Brady-áætlun frá níunda áratug síðustu aldar. Áætlunin er nefnd í höfuðið á Nicholas F. Brady þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Hún gekk út á að bjarga fjölda landa, einkum í Suður-Ameríku, frá gjaldþrotum með endurskipulagningu á skuldum þeirra. Í stuttu máli gekk Brady-áætlunin út á að skuldabréfum þessara landa var skipt út fyrir ný skuldbréf með lægra nafnvirði og/eða lægri vöxtum. Upphæðirnar og vaxtagreiðslurnar voru miðaðar við greiðslugetu viðkomandi lands. Fjárfestar tóku á sig höggið. Af þeim löndum sem fóru í gegnum þetta ferli má nefna Mexíkó, Brasilíu, Argentínu, Kosta Ríka, Ekvador, Pólland, Búlgaríu og Marokkó. Hvað stöðu Grikklands varðar hefur The Economist reiknað út að þrátt fyrir neyðarlán ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og blóðugan niðurskurð stjórnvalda í Grikklandi muni skuldir Grikkja halda áfram að vaxa. Árið 2015 verði skuldirnar orðnar 165% af landsframleiðslu landsins og þurfi Grikkir þá að nota 8-9% af landsframleiðslunni í að greiða vextina af skuldunum. Þetta sé algerlega ofvaxið gríska hagkerfinu. Í ítarlegri umfjöllun um skuldakreppuna meðal evrulandanna á börsen.dk segir að löndin standi á krossgötum og að árið í ár verði það örlagaríkasta í sögu myntbandalagsins. Í ár verði teknar pólitískar ákvarðanir sem muni hafa áhrif næstu áratugina. Í dag munu fjármálaráðherrar evrulandanna halda fund þar sem rætt verður hvernig skuldsettustu löndin eigi að lifa af í myntbandalaginu og hvernig komist verði hjá því að þau dragi evruna niður með sér í fallinu. Börsen vitnar í Ulrik Bie forstöðumann greiningardeildar Nykredit. Bie segir að sama hvaða aðgerðir verði ákveðnar muni þunginn af þeim á endanum lenda á þýskum skattgreiðendum. Þýskir skattgreiðendur hafi þó engann áhuga á að borga fyrir „fjármálasukk" annarra landa innan myntbandalagsins. Því megi líkja myntbandalaginu við pólitískt jarðsprengjusvæði. Meðal þeirra sem hvetja til Brady-áætlunar sem lausn fyrir verst settu löndin innan myntbandalagsins er Erik Nielsen aðalhagfræðingur Goldman Sachs í London. Nielsen segir í samtali við Bloomberg að þetta sé nokkuð sem verði að reyna. Michael Dicks einn af yfirmönnum Barlays Wealth Management er sammála Nielsen. Dicks segir að aðgerða sé þörf..."sem lengja afborgunartímabilið og minnka núvirði skuldanna. Þannig verði skuldabyrðunum skipt með eigendum skuldabréfanna og þær lendi ekki einungis á ríkissjóðunum."
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur