Hver er þinnar gæfu smiður? Jóhann Ág. Sigurðsson skrifar 11. janúar 2011 09:13 Málshátturinn „Hver er sinnar gæfu smiður" er barn síns tíma. Hann nær of skammt miðað við núverandi þekkingu á helstu ákvörðunarþáttum heilbrigðis. Nær hefði verið að breyta þessum málshætti í spurningu svo sem „Hver er þinnar gæfu smiður? Viðfangsefnið verður þá sem fyrr að skoða ábyrgð og þátt einstaklingsins í því að móta lífshlaup sitt, en jafnframt að spyrja þeirrar spurningar hvaða þættir það séu í umhverfi og samskiptum sem ráði miklu um heilsufar viðkomandi einstaklings. Augljós dæmi um áhrif umhverfis á heilsufar eru til dæmis stríðsástand, fátækt og menntunarskortur. Þessi vandamál virðast okkur fjarlæg, en við glímum engu að síður við skyld mál sem tengjast einnig pólitískum, menningarlegum og félagslegum aðstæðum. Hér má nefna atvinnuleysi, gjaldþrot, óöryggi á vinnustað eða niðurbrjótandi samskipti svo eitthvað sé nefnt, en allir þessir þættir geta haft veruleg áhrif á heilsu fólks til skemmri eða lengri tíma. En listinn er mun lengri og skýringar á orsökum sjúkdóma eru sjaldnast einfaldar. Rætur heilsufarstengdra vandamála geta til dæmis jöfnum höndum verið ein krabbameinsfruma eða glæfralegar ákvarðanir teknar í Landsbankanum. Svo óheppilega vill til að orðið „lífsstílssjúkdómar" hefur fest sig við marga sjúkdómaflokka svo sem hjartasjúkdóma, offitu barna og fullorðinna, fíkn ýmiss konar, sykursýki, þunglyndi, beinþynningu, o.fl. Hugtakið "lífsstílssjúkdómar gefur til kynna að aðal ábyrgð á sjúkdómnum sé vegna lífsstíls einstaklingsins sjálfs og þá nær eingöngu á hans ábyrgð. Þetta er slæmt þar eð skýringar á sjúkdómum eru yfirleitt flóknari en svo. Nafngiftin ýtir einnig undir þá skoðun að sjúkdómur eða ástand „detti af himnum ofan" eða mótist eingöngu innan frá í einstaklingnum sjálfum óháð ytri aðstæðum og samskiptum hans við aðra. Til þess að auka skilning á orsakatengslum væri því nær að tala um lífsstíls- og örlagaástand þegar við fjöllum um þessi vandamál. Heildræn heilsugæsla og heilsuvernd Enda þótt lífsstíls- og örlagaástand mótist fyrst og fremst menningarlegum, félagslegum og pólitískum straumum, getur heilbrigðisstarfsfólk tekið virkan þátt í forvörnum á þessu sviði. Heilsugæslan er þar í kjöraðstöðu einkum vegna möguleika á heildrænni nálgun. Heildræn nálgun byggir fyrst og fremst á þeirri vísindalegu þekkingu að fjölbreytilegar birtingarmyndir sjúkdóma og áhættuþátta megi að nokkru leyti rekja til lífshlaups einstaklingsins í samhengi við umhverfi hans. Saga hvers og eins skiptir því miklu máli við úrlausnir vandamála. Umhverfisáhrif og samskipti fólks móta þroska heilans allt frá getnaði og jafnvel fyrr. Alvarleg áföll raska heilaþroska, sérstaklega hjá börnum sem getur meðal annars leitt til þess að þau eigi erfiðara með að setja mörk. Slík röskun getur síðan leitt til áhættuhegðunar, sem aftur leiðir til fleiri slysa og sjúkdóma, þar á meðal fyrrnefndra "lífsstílssjúkdóma". Áföll í æsku, svo sem misnotkun, einelti eða stormasamt heimili vegna óreglu geta jöfnum höndum stuðlað að ADHD heilkennum, þunglyndi, fíkn, aukinni tíðni hjarta- og æðasjúkdóma, bronkítis astma og langvinnri lungnateppu svo eitthvað sé nefnt. Sterkt samband er á milli lystarstols (anorexia) og kynferðislegrar misnotkunar. Offita barna og unglinga getur einnig tengst ýmsum áföllum, feitum foreldrum, félagslegri einangrun eða fjölskylduvandmálum. Eitt er víst í þessu samhengi. Ábyrgðin á "lífsstíl" er ekki alltaf eða eingöngu einstaklingsins. Örlögin eru oftar en ekki ráðin af öðrum. Sértækar forvarnir, sem beinast eingöngu að einstökum einangruðum þáttum svo sem bættu mataræði, aukinni hreyfingu, reykingavörnum, eftirliti með blóðþrýstingi o.s.frv. geta verið góðar og gildar, en duga oft skammt. Til viðbótar við slíka smættar(reductionistic) nálgun getur heilsugæslan boðið upp á heildræna nálgun vandamála þar sem saga einstaklingsins verður í öndvegi varðandi nálgun vandans og úrræði. Fyrrnefnd vandamál eru jafnframt yfirleitt langvarandi. Forvarnirnar af þessu tagi krefjast því mikils tíma, eftirfylgni og aðhalds þeirra sem þeim sinna. Í stað þess að vera með göngudeildir fyrir sérstæka sjúkdóma svo sem sykursýkismóttökur getur heilsugæslan lagt meiri áherslu á forvarna- og meðferðarúrræði í þverfaglegum teymum eða meðferðareiningum sem nefna mætti „Gæfusmiðjur" þar sem tekið væri heildrænt á slíkum vandamálum. Til þess að ná þessu marki þarf mikla læknisfræðilega þekkingu og samspil margra fagstétta sem eru með klíníska reynslu í heilsugæslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Málshátturinn „Hver er sinnar gæfu smiður" er barn síns tíma. Hann nær of skammt miðað við núverandi þekkingu á helstu ákvörðunarþáttum heilbrigðis. Nær hefði verið að breyta þessum málshætti í spurningu svo sem „Hver er þinnar gæfu smiður? Viðfangsefnið verður þá sem fyrr að skoða ábyrgð og þátt einstaklingsins í því að móta lífshlaup sitt, en jafnframt að spyrja þeirrar spurningar hvaða þættir það séu í umhverfi og samskiptum sem ráði miklu um heilsufar viðkomandi einstaklings. Augljós dæmi um áhrif umhverfis á heilsufar eru til dæmis stríðsástand, fátækt og menntunarskortur. Þessi vandamál virðast okkur fjarlæg, en við glímum engu að síður við skyld mál sem tengjast einnig pólitískum, menningarlegum og félagslegum aðstæðum. Hér má nefna atvinnuleysi, gjaldþrot, óöryggi á vinnustað eða niðurbrjótandi samskipti svo eitthvað sé nefnt, en allir þessir þættir geta haft veruleg áhrif á heilsu fólks til skemmri eða lengri tíma. En listinn er mun lengri og skýringar á orsökum sjúkdóma eru sjaldnast einfaldar. Rætur heilsufarstengdra vandamála geta til dæmis jöfnum höndum verið ein krabbameinsfruma eða glæfralegar ákvarðanir teknar í Landsbankanum. Svo óheppilega vill til að orðið „lífsstílssjúkdómar" hefur fest sig við marga sjúkdómaflokka svo sem hjartasjúkdóma, offitu barna og fullorðinna, fíkn ýmiss konar, sykursýki, þunglyndi, beinþynningu, o.fl. Hugtakið "lífsstílssjúkdómar gefur til kynna að aðal ábyrgð á sjúkdómnum sé vegna lífsstíls einstaklingsins sjálfs og þá nær eingöngu á hans ábyrgð. Þetta er slæmt þar eð skýringar á sjúkdómum eru yfirleitt flóknari en svo. Nafngiftin ýtir einnig undir þá skoðun að sjúkdómur eða ástand „detti af himnum ofan" eða mótist eingöngu innan frá í einstaklingnum sjálfum óháð ytri aðstæðum og samskiptum hans við aðra. Til þess að auka skilning á orsakatengslum væri því nær að tala um lífsstíls- og örlagaástand þegar við fjöllum um þessi vandamál. Heildræn heilsugæsla og heilsuvernd Enda þótt lífsstíls- og örlagaástand mótist fyrst og fremst menningarlegum, félagslegum og pólitískum straumum, getur heilbrigðisstarfsfólk tekið virkan þátt í forvörnum á þessu sviði. Heilsugæslan er þar í kjöraðstöðu einkum vegna möguleika á heildrænni nálgun. Heildræn nálgun byggir fyrst og fremst á þeirri vísindalegu þekkingu að fjölbreytilegar birtingarmyndir sjúkdóma og áhættuþátta megi að nokkru leyti rekja til lífshlaups einstaklingsins í samhengi við umhverfi hans. Saga hvers og eins skiptir því miklu máli við úrlausnir vandamála. Umhverfisáhrif og samskipti fólks móta þroska heilans allt frá getnaði og jafnvel fyrr. Alvarleg áföll raska heilaþroska, sérstaklega hjá börnum sem getur meðal annars leitt til þess að þau eigi erfiðara með að setja mörk. Slík röskun getur síðan leitt til áhættuhegðunar, sem aftur leiðir til fleiri slysa og sjúkdóma, þar á meðal fyrrnefndra "lífsstílssjúkdóma". Áföll í æsku, svo sem misnotkun, einelti eða stormasamt heimili vegna óreglu geta jöfnum höndum stuðlað að ADHD heilkennum, þunglyndi, fíkn, aukinni tíðni hjarta- og æðasjúkdóma, bronkítis astma og langvinnri lungnateppu svo eitthvað sé nefnt. Sterkt samband er á milli lystarstols (anorexia) og kynferðislegrar misnotkunar. Offita barna og unglinga getur einnig tengst ýmsum áföllum, feitum foreldrum, félagslegri einangrun eða fjölskylduvandmálum. Eitt er víst í þessu samhengi. Ábyrgðin á "lífsstíl" er ekki alltaf eða eingöngu einstaklingsins. Örlögin eru oftar en ekki ráðin af öðrum. Sértækar forvarnir, sem beinast eingöngu að einstökum einangruðum þáttum svo sem bættu mataræði, aukinni hreyfingu, reykingavörnum, eftirliti með blóðþrýstingi o.s.frv. geta verið góðar og gildar, en duga oft skammt. Til viðbótar við slíka smættar(reductionistic) nálgun getur heilsugæslan boðið upp á heildræna nálgun vandamála þar sem saga einstaklingsins verður í öndvegi varðandi nálgun vandans og úrræði. Fyrrnefnd vandamál eru jafnframt yfirleitt langvarandi. Forvarnirnar af þessu tagi krefjast því mikils tíma, eftirfylgni og aðhalds þeirra sem þeim sinna. Í stað þess að vera með göngudeildir fyrir sérstæka sjúkdóma svo sem sykursýkismóttökur getur heilsugæslan lagt meiri áherslu á forvarna- og meðferðarúrræði í þverfaglegum teymum eða meðferðareiningum sem nefna mætti „Gæfusmiðjur" þar sem tekið væri heildrænt á slíkum vandamálum. Til þess að ná þessu marki þarf mikla læknisfræðilega þekkingu og samspil margra fagstétta sem eru með klíníska reynslu í heilsugæslu.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun