Stjórn Amagerbanken kærð til lögreglunnar 14. febrúar 2011 09:32 Jens Hintze, hluthafi í Amagerbanken, hefur kært stjórn bankans til lögreglunnar. Hintze tapaði rúmlega 127.000 dönskum kr. eða um 2,7 milljón kr. á gjaldþroti Amagerbanken. Fjallað er um málið á flestum viðskiptasíðum danskra fjölmiðla í morgun. Þar segir að Hintze hafi ákært bæði stjórnformann og bankastjóra Amagerbanken fyrir brot á upplýsingaskyldu til hluthafa bankans. Hintze telur að viðskipti með hluti í bankanum í kauphöllinni á tímabilinu 25. nóvember til 4. febrúar hafi verið gerð á fölskum forsendum þar sem staða bankans var mun verri en hin nýja stjórn vildi vera láta. Steen Hove bankastjóri Amagerbanken vísar þessu á bug og segir að stjórn bankans hafi farið eftir lögum og reglum. „Gildandi reglur voru virtar en ég ætla ekki að taka til varna í fjölmiðlum," segir Hove í samtali við Börsen og bætir því við að hann telji ákæruna bera vott um örvæntingu. „Ég vísa því algerlega á bug að það hafi verið vandamál með upplýsingagjöfina," segir Hove. Mest lesið Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Jens Hintze, hluthafi í Amagerbanken, hefur kært stjórn bankans til lögreglunnar. Hintze tapaði rúmlega 127.000 dönskum kr. eða um 2,7 milljón kr. á gjaldþroti Amagerbanken. Fjallað er um málið á flestum viðskiptasíðum danskra fjölmiðla í morgun. Þar segir að Hintze hafi ákært bæði stjórnformann og bankastjóra Amagerbanken fyrir brot á upplýsingaskyldu til hluthafa bankans. Hintze telur að viðskipti með hluti í bankanum í kauphöllinni á tímabilinu 25. nóvember til 4. febrúar hafi verið gerð á fölskum forsendum þar sem staða bankans var mun verri en hin nýja stjórn vildi vera láta. Steen Hove bankastjóri Amagerbanken vísar þessu á bug og segir að stjórn bankans hafi farið eftir lögum og reglum. „Gildandi reglur voru virtar en ég ætla ekki að taka til varna í fjölmiðlum," segir Hove í samtali við Börsen og bætir því við að hann telji ákæruna bera vott um örvæntingu. „Ég vísa því algerlega á bug að það hafi verið vandamál með upplýsingagjöfina," segir Hove.
Mest lesið Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent