FIH bankinn skilaði 6,6 milljarða hagnaði í fyrra 11. febrúar 2011 08:24 FIH bankinn í Danmörku skilaði hagnaði upp á 316 milljónir danskra kr. eða um 6,6 milljörðum kr. fyrir skatt í fyrra. Fjórði ársfjórðungur ársins var hinsvegar afleit upplifun fyrir bankann sem tapaði 230 milljónum danskra kr. á því tímabili. Sem kunnugt er var FIH bankinn í íslenskri eigu þar til í fyrra að skilanefnd Kaupþings og Seðlabankinn seldu hann til hóps fjárfesta, þar á meðal lífeyrissjóðanna ATP og PFA. Endanlega var gengið frá kaupunum í janúar í fyrra. Í frétt um málið á börsen.dk segir að á fjórða ársfjórðungi ársins hafi FIH afskrifað um einn milljarð danskra kr. eða yfir 21 milljarð kr. af útlánum sínum. Það var því mikill heppni fyrir bankann að skráning sjóðsins Axcel III á skartgripafyrirtækinu Pandóru í dönsku kauphöllinni gekk svo vel sem raun bar vitni. FIH, sem einn af eigendum sjóðsins, fékk 818 milljónir danskra kr. út úr skráningunni. Þess má og geta að skilanefnd Kaupþings og Seðlabankinn munu einnig fá allt að 20 milljörðum kr. vegna þess hve vel gekk með Pandóru en slíkt var hluti af samningunum um söluna á FIH. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
FIH bankinn í Danmörku skilaði hagnaði upp á 316 milljónir danskra kr. eða um 6,6 milljörðum kr. fyrir skatt í fyrra. Fjórði ársfjórðungur ársins var hinsvegar afleit upplifun fyrir bankann sem tapaði 230 milljónum danskra kr. á því tímabili. Sem kunnugt er var FIH bankinn í íslenskri eigu þar til í fyrra að skilanefnd Kaupþings og Seðlabankinn seldu hann til hóps fjárfesta, þar á meðal lífeyrissjóðanna ATP og PFA. Endanlega var gengið frá kaupunum í janúar í fyrra. Í frétt um málið á börsen.dk segir að á fjórða ársfjórðungi ársins hafi FIH afskrifað um einn milljarð danskra kr. eða yfir 21 milljarð kr. af útlánum sínum. Það var því mikill heppni fyrir bankann að skráning sjóðsins Axcel III á skartgripafyrirtækinu Pandóru í dönsku kauphöllinni gekk svo vel sem raun bar vitni. FIH, sem einn af eigendum sjóðsins, fékk 818 milljónir danskra kr. út úr skráningunni. Þess má og geta að skilanefnd Kaupþings og Seðlabankinn munu einnig fá allt að 20 milljörðum kr. vegna þess hve vel gekk með Pandóru en slíkt var hluti af samningunum um söluna á FIH.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira