Halldór Helgason varð að játa sig sigraðan í Real Snow-myndbandakeppninni með sárgrætilega litlum mun. Tilkynnt var um sigurvegara í dag.
Halldór hóf keppni í fjórðungsúrslitum og komast nokkuð örugglega áfram með myndband sitt áfram í úrslitin. Þar atti hann kappi við Kanadamanninn Louis-Felix Paradis.
Atkvæðakosning hefur staðið yfir á heimasíðu ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar síðustu fjóra daga en á þeim tíma skiptust kapparnir á að vera í forystu. Alls voru tæplega 77 þúsund atkvæði greidd í lokaúrslitunum og hlaut Paradis 50,03 prósent atkvæða en Halldór 49,97 prósent.
Það var mikið í húfi en Paradis fékk 50 þúsund dollara, um 6,2 milljónir króna fyrir sigurinn.
Dómnefnd valdi einnig velja besta myndbandið og varð framlag Dan Brisse fyrir valinu. Hlýtur hann einnig 50 þúsund dollara í verðlaun.
Halldór tapaði með 49,97 prósentum atkvæða
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn




