Handbolti

Gróttustúlkur í sjötta sætið | Leik Fram og ÍBV frestað

Sunna María Einarsdóttir.
Sunna María Einarsdóttir.
Alls voru 168 áhorfendur mættir á Nesið í dag er Grótta tók á móti FH í mikilvægum leik í N1-deild kvenna. Leikurinn var jafn og spennandi en Grótta þó alltaf skrefi á undan og vann að lokum góðan þriggja marka sigur. Sunna María Einarsdóttir fór hamförum og skoraði tíu mörk.

Grótta komst með sigrinum upp fyrir KA/Þór og í sjötta sætið.

Leik Fram og ÍBV sem fram átti að fara í dag hefur verið frestað þar sem það gengur illa að komast frá Eyjum aldrei þessu vant.

Grótta-FH  27-24 (12-11)

Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 10, Elín Helga Jónsdóttir 6, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 3, Tinna Laxdal 2, Björg Fenger 2, Sóley Arnarsdóttir 2, Unnur Ómarsdóttir 2.

Mörk FH: Ingibjörg Pálmadóttir 7, Kristrún Steinþórsdóttir 6, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 1, Aníta Mjöll Ægisdóttir 1, Birna Íris Helgadóttir 1, Indíana Nanna Jóhannsdóttir 1, Salka Þórðardóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×