Stuðningsgrein: Kjósandi góður Pétur Pétursson skrifar 28. júní 2012 18:00 Vilt þú að forsetinn vinni gegn sundrungu þjóðarinnar og sé sameiningartákn hennar? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem gæti átt þátt í að þrífa ásýnd þjóðarinnar út á við? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem er heiðarlegur í málflutningi sínum, hefur efni á að svara spurningum af hreinskilni og lítur ekki á skoðanaskipti og rökræður sem íþrótt, þar sem leyfilegt sé að beita beita hálfsannleik, uppspuna og blekkingum? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem virðir hefðbundna túlkun á stjórnarskránni og er reiðubúinn að gangast undir siðareglur, sem jafnvel aðrir en hann sjálfur fá að setja embættinu? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem ekki er saurgaður af óhaminni framgöngu sinni í pólitískum hráskinnaleik og leðjuslag fyrr og nú? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem líklegur er til að veita réttkjörnum stjórnvöldum komandi ára eðlilegan vinnufrið og starfsaðstæður? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem gæti orðið tákn um bættan og siðlegri hugsunarhátt hrunþjóðarinnar? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta með svo hriflujónasarlegt sjálfsálit að hann telji sér heimilt að tækifæristúlka stjórnarskrána og sniðganga viðteknar, óskráðar siðareglur og telji sig einan færan um að bjarga þjóð sinni úr þrengingum? Ef svo er sittu þá heima á kjördag. Vilt þú forseta, sem getur skipt um hugsjónir og vopnabræður líkt og nærföt? Ef svo er sittu þá heima á kjördag. Vilt þú að forsetinn nýti embætti sitt til að ganga erinda og ryðja braut óvönduðum fjárglæframönnum og vera klappstýra þeirra? Ef svo er sittu þá heima á kjördag. Vilt þú forseta, sem beitir lýðskrumi til að draga úr óvinsældum flekkaðs ferils síns með því að oftúlka mikilvægi einstakra ágreiningsefna? Ef svo er sittu þá heima á kjördag. Vilt þú forseta, sem hlotið hefur áfellisdóm í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis fyrir það að hafa fullur þjóðernishroka beitt blekkingum í þágu braskara? Ef svo er sittu þá heima á kjördag og reyndu að skammast þín. Vilt þú taka þátt í að skapa nýtt Ísland og hreinsa burt leifar þess spillta karlaveldis, er olli og tók þátt í hruninu, og yngja þannig upp ásjónu þjóðarinnar út á við? Ef svo er kjóstu Þóru. Annars eyðirðu atkvæðinu þínu til einskis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vilt þú að forsetinn vinni gegn sundrungu þjóðarinnar og sé sameiningartákn hennar? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem gæti átt þátt í að þrífa ásýnd þjóðarinnar út á við? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem er heiðarlegur í málflutningi sínum, hefur efni á að svara spurningum af hreinskilni og lítur ekki á skoðanaskipti og rökræður sem íþrótt, þar sem leyfilegt sé að beita beita hálfsannleik, uppspuna og blekkingum? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem virðir hefðbundna túlkun á stjórnarskránni og er reiðubúinn að gangast undir siðareglur, sem jafnvel aðrir en hann sjálfur fá að setja embættinu? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem ekki er saurgaður af óhaminni framgöngu sinni í pólitískum hráskinnaleik og leðjuslag fyrr og nú? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem líklegur er til að veita réttkjörnum stjórnvöldum komandi ára eðlilegan vinnufrið og starfsaðstæður? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem gæti orðið tákn um bættan og siðlegri hugsunarhátt hrunþjóðarinnar? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta með svo hriflujónasarlegt sjálfsálit að hann telji sér heimilt að tækifæristúlka stjórnarskrána og sniðganga viðteknar, óskráðar siðareglur og telji sig einan færan um að bjarga þjóð sinni úr þrengingum? Ef svo er sittu þá heima á kjördag. Vilt þú forseta, sem getur skipt um hugsjónir og vopnabræður líkt og nærföt? Ef svo er sittu þá heima á kjördag. Vilt þú að forsetinn nýti embætti sitt til að ganga erinda og ryðja braut óvönduðum fjárglæframönnum og vera klappstýra þeirra? Ef svo er sittu þá heima á kjördag. Vilt þú forseta, sem beitir lýðskrumi til að draga úr óvinsældum flekkaðs ferils síns með því að oftúlka mikilvægi einstakra ágreiningsefna? Ef svo er sittu þá heima á kjördag. Vilt þú forseta, sem hlotið hefur áfellisdóm í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis fyrir það að hafa fullur þjóðernishroka beitt blekkingum í þágu braskara? Ef svo er sittu þá heima á kjördag og reyndu að skammast þín. Vilt þú taka þátt í að skapa nýtt Ísland og hreinsa burt leifar þess spillta karlaveldis, er olli og tók þátt í hruninu, og yngja þannig upp ásjónu þjóðarinnar út á við? Ef svo er kjóstu Þóru. Annars eyðirðu atkvæðinu þínu til einskis.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar