Stuðningsgrein: Kjósum breytingar Marinó G. Njálsson skrifar 28. júní 2012 16:30 Um næstu helgi fara fram forsetakosningar. Valið stendur nánast um að halda óbreyttu ástandi eða breyta til. Ég kýs breytingar. Sitjandi forseti hefur verið í embættinu álíka lengi og núverandi útskriftarárgangur úr grunnskóla hefur lifað. Hann vill bæta við framhaldsskólaárum þeirra. Einnig er hægt að líta á það þannig, að hann er búinn að sitja lengur en nemur skólagöngu 22 ára einstaklings og ætlar að sitja út að útskrift læknanemans sem byrjaði í 6 ára bekk hausið 1996. Þetta er langur tími, allt of langur tími. Við hvað eru kjósendur hræddir? Að ferskir vindar leiki um höfuðbólið? Að annar einstaklingur taki ekki upp hanskann fyrir almenning í landinu, þegar stjórnmálamenn ganga of langt? Þeim rökum hefur verið haldið vel á lofti að Ólafur Ragnar hafi bjargað þjóðinni. Er eins og fólk gangi út frá því sem vísu að einhver annar forseti, sem settur hefði verið í sömu stöðu hefði ekki tekið sömu ákvörðun. Ég held að sú ályktun sé röng. Ég held að hver einasti forseti sem fengið hefði tugþúsundir undirskrifta frá almenningi í landinu hefði orðið að leggjast undir feld og íhuga þann möguleika að vísa þessum lögunum til þjóðarinnar. Gleymum því ekki, að þegar Ólafur Ragnar fékk ekki tugþúsundir undirskrifta, þá samþykkti hann fyrsta Icesave-samninginn. Hann gerði einhvern fyrirvara, en hann veit og við vitum það öll, að slíkur fyrirvari er marklaust hjal. Meðal frambjóðenda er ein manneskja, sem með réttu er hægt að segja að hafi staðið með almenningi í gegn um þykkt og þunnt í þrengingum síðustu ára og þurfti ekki tugþúsundir undirskrifta til. Þá á ég við Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur. Hún hefur rekið baráttu (ásamt fjölmörgum öðrum sjálfboðaliðum), sem skilað hefur heimilum landsins vel á þriðja hundrað milljarða í leiðréttingu lána (ef ekki meira). Baráttu sem skilað hefur fyrirtækjum landsins örugglega tvöfaldri þeirri tölu í leiðréttingu sinna lána. Barátta sem gert hefur stórum hluta heimila og fyrirtækja landsins kleift að sjá fram út skuldavanda sínum. Vissulega hefur þetta m.a. gerst fyrir atbeina dómstóla, en ef Andreu, Hagsmunasamtaka heimilanna, Samtaka lánþega og fleiri baráttujaxla hefði ekki notið við, þá er ég ekki viss um að baráttan hefði staðið svona lengi og árangur verið svona góður. Ekki hafa allar kröfur um bætt umhverfi heimilanna verið uppfylltar. Treysti ég engum af frambjóðendum til forseta eins vel til að tryggja rétta niðurstöðu en einmitt Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur. Hún hefur reynsluna, hún hefur viljann og hún hefur getuna. Kjósum nýtt Ísland – Kjósum Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur sem næsta forseta Íslands! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Um næstu helgi fara fram forsetakosningar. Valið stendur nánast um að halda óbreyttu ástandi eða breyta til. Ég kýs breytingar. Sitjandi forseti hefur verið í embættinu álíka lengi og núverandi útskriftarárgangur úr grunnskóla hefur lifað. Hann vill bæta við framhaldsskólaárum þeirra. Einnig er hægt að líta á það þannig, að hann er búinn að sitja lengur en nemur skólagöngu 22 ára einstaklings og ætlar að sitja út að útskrift læknanemans sem byrjaði í 6 ára bekk hausið 1996. Þetta er langur tími, allt of langur tími. Við hvað eru kjósendur hræddir? Að ferskir vindar leiki um höfuðbólið? Að annar einstaklingur taki ekki upp hanskann fyrir almenning í landinu, þegar stjórnmálamenn ganga of langt? Þeim rökum hefur verið haldið vel á lofti að Ólafur Ragnar hafi bjargað þjóðinni. Er eins og fólk gangi út frá því sem vísu að einhver annar forseti, sem settur hefði verið í sömu stöðu hefði ekki tekið sömu ákvörðun. Ég held að sú ályktun sé röng. Ég held að hver einasti forseti sem fengið hefði tugþúsundir undirskrifta frá almenningi í landinu hefði orðið að leggjast undir feld og íhuga þann möguleika að vísa þessum lögunum til þjóðarinnar. Gleymum því ekki, að þegar Ólafur Ragnar fékk ekki tugþúsundir undirskrifta, þá samþykkti hann fyrsta Icesave-samninginn. Hann gerði einhvern fyrirvara, en hann veit og við vitum það öll, að slíkur fyrirvari er marklaust hjal. Meðal frambjóðenda er ein manneskja, sem með réttu er hægt að segja að hafi staðið með almenningi í gegn um þykkt og þunnt í þrengingum síðustu ára og þurfti ekki tugþúsundir undirskrifta til. Þá á ég við Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur. Hún hefur rekið baráttu (ásamt fjölmörgum öðrum sjálfboðaliðum), sem skilað hefur heimilum landsins vel á þriðja hundrað milljarða í leiðréttingu lána (ef ekki meira). Baráttu sem skilað hefur fyrirtækjum landsins örugglega tvöfaldri þeirri tölu í leiðréttingu sinna lána. Barátta sem gert hefur stórum hluta heimila og fyrirtækja landsins kleift að sjá fram út skuldavanda sínum. Vissulega hefur þetta m.a. gerst fyrir atbeina dómstóla, en ef Andreu, Hagsmunasamtaka heimilanna, Samtaka lánþega og fleiri baráttujaxla hefði ekki notið við, þá er ég ekki viss um að baráttan hefði staðið svona lengi og árangur verið svona góður. Ekki hafa allar kröfur um bætt umhverfi heimilanna verið uppfylltar. Treysti ég engum af frambjóðendum til forseta eins vel til að tryggja rétta niðurstöðu en einmitt Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur. Hún hefur reynsluna, hún hefur viljann og hún hefur getuna. Kjósum nýtt Ísland – Kjósum Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur sem næsta forseta Íslands!
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun