Stuðningsgrein: Kjósum breytingar Marinó G. Njálsson skrifar 28. júní 2012 16:30 Um næstu helgi fara fram forsetakosningar. Valið stendur nánast um að halda óbreyttu ástandi eða breyta til. Ég kýs breytingar. Sitjandi forseti hefur verið í embættinu álíka lengi og núverandi útskriftarárgangur úr grunnskóla hefur lifað. Hann vill bæta við framhaldsskólaárum þeirra. Einnig er hægt að líta á það þannig, að hann er búinn að sitja lengur en nemur skólagöngu 22 ára einstaklings og ætlar að sitja út að útskrift læknanemans sem byrjaði í 6 ára bekk hausið 1996. Þetta er langur tími, allt of langur tími. Við hvað eru kjósendur hræddir? Að ferskir vindar leiki um höfuðbólið? Að annar einstaklingur taki ekki upp hanskann fyrir almenning í landinu, þegar stjórnmálamenn ganga of langt? Þeim rökum hefur verið haldið vel á lofti að Ólafur Ragnar hafi bjargað þjóðinni. Er eins og fólk gangi út frá því sem vísu að einhver annar forseti, sem settur hefði verið í sömu stöðu hefði ekki tekið sömu ákvörðun. Ég held að sú ályktun sé röng. Ég held að hver einasti forseti sem fengið hefði tugþúsundir undirskrifta frá almenningi í landinu hefði orðið að leggjast undir feld og íhuga þann möguleika að vísa þessum lögunum til þjóðarinnar. Gleymum því ekki, að þegar Ólafur Ragnar fékk ekki tugþúsundir undirskrifta, þá samþykkti hann fyrsta Icesave-samninginn. Hann gerði einhvern fyrirvara, en hann veit og við vitum það öll, að slíkur fyrirvari er marklaust hjal. Meðal frambjóðenda er ein manneskja, sem með réttu er hægt að segja að hafi staðið með almenningi í gegn um þykkt og þunnt í þrengingum síðustu ára og þurfti ekki tugþúsundir undirskrifta til. Þá á ég við Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur. Hún hefur rekið baráttu (ásamt fjölmörgum öðrum sjálfboðaliðum), sem skilað hefur heimilum landsins vel á þriðja hundrað milljarða í leiðréttingu lána (ef ekki meira). Baráttu sem skilað hefur fyrirtækjum landsins örugglega tvöfaldri þeirri tölu í leiðréttingu sinna lána. Barátta sem gert hefur stórum hluta heimila og fyrirtækja landsins kleift að sjá fram út skuldavanda sínum. Vissulega hefur þetta m.a. gerst fyrir atbeina dómstóla, en ef Andreu, Hagsmunasamtaka heimilanna, Samtaka lánþega og fleiri baráttujaxla hefði ekki notið við, þá er ég ekki viss um að baráttan hefði staðið svona lengi og árangur verið svona góður. Ekki hafa allar kröfur um bætt umhverfi heimilanna verið uppfylltar. Treysti ég engum af frambjóðendum til forseta eins vel til að tryggja rétta niðurstöðu en einmitt Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur. Hún hefur reynsluna, hún hefur viljann og hún hefur getuna. Kjósum nýtt Ísland – Kjósum Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur sem næsta forseta Íslands! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Um næstu helgi fara fram forsetakosningar. Valið stendur nánast um að halda óbreyttu ástandi eða breyta til. Ég kýs breytingar. Sitjandi forseti hefur verið í embættinu álíka lengi og núverandi útskriftarárgangur úr grunnskóla hefur lifað. Hann vill bæta við framhaldsskólaárum þeirra. Einnig er hægt að líta á það þannig, að hann er búinn að sitja lengur en nemur skólagöngu 22 ára einstaklings og ætlar að sitja út að útskrift læknanemans sem byrjaði í 6 ára bekk hausið 1996. Þetta er langur tími, allt of langur tími. Við hvað eru kjósendur hræddir? Að ferskir vindar leiki um höfuðbólið? Að annar einstaklingur taki ekki upp hanskann fyrir almenning í landinu, þegar stjórnmálamenn ganga of langt? Þeim rökum hefur verið haldið vel á lofti að Ólafur Ragnar hafi bjargað þjóðinni. Er eins og fólk gangi út frá því sem vísu að einhver annar forseti, sem settur hefði verið í sömu stöðu hefði ekki tekið sömu ákvörðun. Ég held að sú ályktun sé röng. Ég held að hver einasti forseti sem fengið hefði tugþúsundir undirskrifta frá almenningi í landinu hefði orðið að leggjast undir feld og íhuga þann möguleika að vísa þessum lögunum til þjóðarinnar. Gleymum því ekki, að þegar Ólafur Ragnar fékk ekki tugþúsundir undirskrifta, þá samþykkti hann fyrsta Icesave-samninginn. Hann gerði einhvern fyrirvara, en hann veit og við vitum það öll, að slíkur fyrirvari er marklaust hjal. Meðal frambjóðenda er ein manneskja, sem með réttu er hægt að segja að hafi staðið með almenningi í gegn um þykkt og þunnt í þrengingum síðustu ára og þurfti ekki tugþúsundir undirskrifta til. Þá á ég við Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur. Hún hefur rekið baráttu (ásamt fjölmörgum öðrum sjálfboðaliðum), sem skilað hefur heimilum landsins vel á þriðja hundrað milljarða í leiðréttingu lána (ef ekki meira). Baráttu sem skilað hefur fyrirtækjum landsins örugglega tvöfaldri þeirri tölu í leiðréttingu sinna lána. Barátta sem gert hefur stórum hluta heimila og fyrirtækja landsins kleift að sjá fram út skuldavanda sínum. Vissulega hefur þetta m.a. gerst fyrir atbeina dómstóla, en ef Andreu, Hagsmunasamtaka heimilanna, Samtaka lánþega og fleiri baráttujaxla hefði ekki notið við, þá er ég ekki viss um að baráttan hefði staðið svona lengi og árangur verið svona góður. Ekki hafa allar kröfur um bætt umhverfi heimilanna verið uppfylltar. Treysti ég engum af frambjóðendum til forseta eins vel til að tryggja rétta niðurstöðu en einmitt Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur. Hún hefur reynsluna, hún hefur viljann og hún hefur getuna. Kjósum nýtt Ísland – Kjósum Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur sem næsta forseta Íslands!
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun