Stuðningsgrein: Af hverju er Ólafur Ragnar besti kosturinn? Hrafnhildur Hafsteinsdóttir skrifar 27. júní 2012 16:00 Fyrstu kynni mín af Ólafi Ragnari Grímssyni voru þegar ég var að alast upp og heyrði mömmu ræða að hún hefði verið send niður á þing af kennara í stjórnmálafræði við HÍ og var verkefni hennar sem stjórnmálafræðinema að horfa á og læra af alþingismönnum. Seinna átti hún að færa rök fyrir hver væri að hennar mati besti ræðumaðurinn. Álit hennar sem og margra nemanna var að Ólafur hefði borið af öðrum þingmönnum fyrir rökfestu, sannfæringu og málafylgju. Rökfesta og ræðusnilld eru nokkrir af mörgum kostum Ólafs Ragnars og hafa nýst honum vel í embætti forseta Íslands. Ég hef aldrei verið stoltari af honum sem forseta en í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Þegar þjóðin átti undir högg að sækja sótti Ólafur Ragnar fram á erlendum vettvangi og útskýrði sjónarmið Íslendinga fyrir erlendum blaðamönnum og ráðamönnum. Rökfesta hans, þekking og færni í erlendum tungumálum varð til þess að á sjónarmið Íslendinga var hlustað. Hann er verðmætur fulltrúi þjóðarinnar bæði hér heima og erlendis og hefur átt drjúgan þátt í að endurheimta mannorð Íslendinga á erlendum vettvangi. Ég þekki til nokkurra sem hafa leitað til forsetaembættisins og óskað eftir aðstoð forsetans við afhendingu viðurkenninga og verðlauna. Í öll skiptin hefur það verið auðsótt mál og hefur forsetinn sett mikinn svip á þessar hátíðir og flutt ræður sem eftir hefur verið tekið. Hann hefur verið uppbyggjandi og hvetjandi og stappað stálinu í fólk. Hann hefur hvatt það til dáða, vakið athygli á því sem vel er gert og lagt áherslu á að við Íslendingar tölum okkur ekki niður heldur komum auga á hinn mikla auð sem er í þessu landi og þau tækifæri sem hér er að finna – ekki síst fyrir ungt fólk. Við þurfum sterkan leiðtoga sem kemur auga á það jákæða og hvetur til dáða. Ólafur Ragnar Grímsson er besti kosturinn sem forseti lýðveldisins Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrstu kynni mín af Ólafi Ragnari Grímssyni voru þegar ég var að alast upp og heyrði mömmu ræða að hún hefði verið send niður á þing af kennara í stjórnmálafræði við HÍ og var verkefni hennar sem stjórnmálafræðinema að horfa á og læra af alþingismönnum. Seinna átti hún að færa rök fyrir hver væri að hennar mati besti ræðumaðurinn. Álit hennar sem og margra nemanna var að Ólafur hefði borið af öðrum þingmönnum fyrir rökfestu, sannfæringu og málafylgju. Rökfesta og ræðusnilld eru nokkrir af mörgum kostum Ólafs Ragnars og hafa nýst honum vel í embætti forseta Íslands. Ég hef aldrei verið stoltari af honum sem forseta en í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Þegar þjóðin átti undir högg að sækja sótti Ólafur Ragnar fram á erlendum vettvangi og útskýrði sjónarmið Íslendinga fyrir erlendum blaðamönnum og ráðamönnum. Rökfesta hans, þekking og færni í erlendum tungumálum varð til þess að á sjónarmið Íslendinga var hlustað. Hann er verðmætur fulltrúi þjóðarinnar bæði hér heima og erlendis og hefur átt drjúgan þátt í að endurheimta mannorð Íslendinga á erlendum vettvangi. Ég þekki til nokkurra sem hafa leitað til forsetaembættisins og óskað eftir aðstoð forsetans við afhendingu viðurkenninga og verðlauna. Í öll skiptin hefur það verið auðsótt mál og hefur forsetinn sett mikinn svip á þessar hátíðir og flutt ræður sem eftir hefur verið tekið. Hann hefur verið uppbyggjandi og hvetjandi og stappað stálinu í fólk. Hann hefur hvatt það til dáða, vakið athygli á því sem vel er gert og lagt áherslu á að við Íslendingar tölum okkur ekki niður heldur komum auga á hinn mikla auð sem er í þessu landi og þau tækifæri sem hér er að finna – ekki síst fyrir ungt fólk. Við þurfum sterkan leiðtoga sem kemur auga á það jákæða og hvetur til dáða. Ólafur Ragnar Grímsson er besti kosturinn sem forseti lýðveldisins Íslands.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar