"Við erum mjög illa brennd af því hversu óvarið hagkerfið reyndist“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. september 2012 10:30 Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, fagnar nýjum varúðarreglum sem Seðlabankinn kynnti í síðustu viku og segir að ef slíkar reglur hefðu verið í gildi hefði þjóðin hugsanlega náð mýkri lendingu í efnahagshruninu. Þetta kemur fram í viðtali við Steingrím í nýjasta þætti Klinksins. Steingrímur fellst á það mat að reglur Seðlabankans sýni það mat bankans að krónan muni aldrei fljóta með sama hætti og áður. Fræðimenn í hagfræði hafa kallað eftir reglum svipuðum þeim sem Seðlabankinn hefur kynnt þegar höftunum verður aflétt, en lagaheimild vegna þeirra rennur út í lok árs 2013. „Mikið vildi ég að sumar þessara reglna hefðu verið við lýði árin fyrir hrunið því þá hefði kannski ekki farið jafn illa. Við erum mjög illa brennd af því hversu óvarið hagkerfið reyndist og hversu opnar áhætturnar voru hjá ýmsum aðilum. Það hefur bersýnilega sýnt sig að það er ekki mjög skynsamlegt að innlendir aðilar með tekjur í innlendri mynt skuldsetji sig stórlega í erlendum myntum og séu óvarðir fyrir áhættu í þeim efnum," segir Steingrímur. Í sérritinu Varúðarreglur eftir fjármagnshöft, þar sem Seðlabankinn lýsir þessum reglum, kemur fram að reglurnar eigi að takmarka gjaldeyrisáhættu í fjármálakerfinu og lausafjáráhættu í erlendum gjaldmiðlum, en einnig a samspil þessara reglna í raun takmarka möguleika bankanna til óhóflegs vaxtar. Á vef bankans segir að hefðu þær verið í gildi fyrir hrun „má leiða að því rök að áhrif hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu á íslenskt fjármálakerfi hefðu orðið minni." Steingrímur segist sérstaklega fagna þeirri afstöðu Seðlabankans að óska eftir tækjum til að tempra innflæði fjármagns. „Var það ekki það sem gerðist þegar jöklabréfin ruddust inn í hagkerfið og allir voru steinsofandi?" Steingrímur felst ekki á að tala megi um að nýjar varúðarreglur Seðlabankans feli í sér annars konar höft, eða áframhaldandi höft eftir að hinum eiginlegu gjaldeyrishöftum hefur verið aflétt, en Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, lýsti því viðhorfi í pistli um helgina sem bar fyrisögnina „Höftin fá nýtt nafn." En hvað með regluna um frjálst flæði fjármagns, sem er ein af grunnstoðum EES-samningsins? Steingrímur segir að í ljósi reynslunnar verði Ísland að láta á það reyna hvort ekki sé hægt að semja um undanþágu frá henni af einhverju tagi. Dóra Sif Tynes hdl. benti hins vegar á það í Klinkinu fyrr í sumar að það hefði verið reynt að semja um viðbætur við EES-samninginn, eða endurbætur á honum, án árangurs. Viðtalið við Steingrím í nýjasta þættinum af Klinkinu má nálgast hér. Á tímaskeiðinu 12:25-18:00 í viðtalinu fer Steingrímur yfir nýjar varúðarreglur Seðlabankans og álitaefni tengd gjaldeyrishöftum. thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, fagnar nýjum varúðarreglum sem Seðlabankinn kynnti í síðustu viku og segir að ef slíkar reglur hefðu verið í gildi hefði þjóðin hugsanlega náð mýkri lendingu í efnahagshruninu. Þetta kemur fram í viðtali við Steingrím í nýjasta þætti Klinksins. Steingrímur fellst á það mat að reglur Seðlabankans sýni það mat bankans að krónan muni aldrei fljóta með sama hætti og áður. Fræðimenn í hagfræði hafa kallað eftir reglum svipuðum þeim sem Seðlabankinn hefur kynnt þegar höftunum verður aflétt, en lagaheimild vegna þeirra rennur út í lok árs 2013. „Mikið vildi ég að sumar þessara reglna hefðu verið við lýði árin fyrir hrunið því þá hefði kannski ekki farið jafn illa. Við erum mjög illa brennd af því hversu óvarið hagkerfið reyndist og hversu opnar áhætturnar voru hjá ýmsum aðilum. Það hefur bersýnilega sýnt sig að það er ekki mjög skynsamlegt að innlendir aðilar með tekjur í innlendri mynt skuldsetji sig stórlega í erlendum myntum og séu óvarðir fyrir áhættu í þeim efnum," segir Steingrímur. Í sérritinu Varúðarreglur eftir fjármagnshöft, þar sem Seðlabankinn lýsir þessum reglum, kemur fram að reglurnar eigi að takmarka gjaldeyrisáhættu í fjármálakerfinu og lausafjáráhættu í erlendum gjaldmiðlum, en einnig a samspil þessara reglna í raun takmarka möguleika bankanna til óhóflegs vaxtar. Á vef bankans segir að hefðu þær verið í gildi fyrir hrun „má leiða að því rök að áhrif hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu á íslenskt fjármálakerfi hefðu orðið minni." Steingrímur segist sérstaklega fagna þeirri afstöðu Seðlabankans að óska eftir tækjum til að tempra innflæði fjármagns. „Var það ekki það sem gerðist þegar jöklabréfin ruddust inn í hagkerfið og allir voru steinsofandi?" Steingrímur felst ekki á að tala megi um að nýjar varúðarreglur Seðlabankans feli í sér annars konar höft, eða áframhaldandi höft eftir að hinum eiginlegu gjaldeyrishöftum hefur verið aflétt, en Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, lýsti því viðhorfi í pistli um helgina sem bar fyrisögnina „Höftin fá nýtt nafn." En hvað með regluna um frjálst flæði fjármagns, sem er ein af grunnstoðum EES-samningsins? Steingrímur segir að í ljósi reynslunnar verði Ísland að láta á það reyna hvort ekki sé hægt að semja um undanþágu frá henni af einhverju tagi. Dóra Sif Tynes hdl. benti hins vegar á það í Klinkinu fyrr í sumar að það hefði verið reynt að semja um viðbætur við EES-samninginn, eða endurbætur á honum, án árangurs. Viðtalið við Steingrím í nýjasta þættinum af Klinkinu má nálgast hér. Á tímaskeiðinu 12:25-18:00 í viðtalinu fer Steingrímur yfir nýjar varúðarreglur Seðlabankans og álitaefni tengd gjaldeyrishöftum. thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira