Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Alexander Song hafi verið strandaglópur í heimalandi sínu eftir að vegabréfi hans var stolið.
Song spilaði með landsliði Kamerún gegn Grænhöfðaeyjum á dögunum en hann átti að mæta á æfingu á ný með félagsliði sínu, Barcelona, í gær.
Á heimasíðu Barcelona segir að hann hafi verið fjarverandi af skrifræðislegum ástæðum en fjölmiðlar fullyrða að vegabréfi hans hafi verið stolið.
Óvíst er hvort að Song geti spilað með Barcelona gegn Deportivo á laugardag en fullyrt er að Song verði á sínum stað þegar liðið muni æfa síðdegis í dag.
Vegabréfi Song stolið
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti



Juventus-parið hætt saman
Fótbolti

Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn


Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit
Enski boltinn