Ísland í undankeppni HM í blaki í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2012 22:08 Mynd/Valli Blaksamband Íslands hefur skráð A landslið karla og kvenna til þátttöku í undankeppni Heimsmeistaramóts 2014. Aldrei áður hafa blaklandslið tekið þátt í HM og verður það því í fyrsta sinn sem liðin taka þátt. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Lengi hefur það verið í umræðunni að senda landsliðin til keppni í stórmót og í sumar var tekin ákvörðun um þátttökuna í undankeppni HM 2014. Lokakeppnirnar fara fram á Ítalíu (kvenna) og í Póllandi (karla). Íslensku liðin verða í undankeppnum innan Evrópu en alls eru 55 ríki með aðild að evrópska blaksambandsins (CEV). Alls ætla 34 karlalandslið og 30 kvennalandslið að taka þátt og er Ísland meðal þeirra. Ekki þarf að spila fyrstu umferð í keppninni þar sem of fá lönd taka þátt. Í báðum flokkum er því farið beint í aðra umferð þar sem leikið verður í fjögurra liða riðlum. Riðlarnir spilast allir á sömu helginni á fyrirfram ákveðnum mótsstað. Alls eru 13 lönd sem fara beint í 3. umferð keppninnar vegna stöðu sinnar á Evrópulistanum. Í 2. umferð hjá körlunum eru 20 lið, spiluð í 5 riðlum. Í 2. umferð hjá konunum eru 16 lið, spiluð í 4 riðlum. Alls komast 7-9 lið áfram úr annarri umferð í þá þriðju en óvissuþátturinn er vegna þess að tvö efstu sæti lokakeppni Evrópumóts landsliða haustið 2013 gefa sæti í lokakeppni HM 2014. Verkefnið er metnaðarfullt hjá Landsliðsnefnd BLÍ og er ljóst að mikið verður að gera í lok maí 2013. Landsliðin keppa í undankeppni HM 2014 frá 23.-26. maí og halda síðan beint á Smáþjóðaleika í Luxembourg en setningarhátíð þeirra er 27. maí. Blaksamband Evrópu (CEV) hefur nú óskað eftir umsóknum um framkvæmdaraðila fyrir riðlakeppnina og á að skila því inn fyrir 9. nóvember. Þegar ljóst er hvar mótin verða haldin verður dregið í riðla eftir Evrópulistanum og er Ísland í neðsta styrkleikaflokki þar sem liðin hafa ekki tekið þátt í keppninni áður. Alls eru 13 lið beggja kynja sem þurfa ekki að spila aðra umferðina vegna sætis á Evrópulistanum og fara því beint í 3. umferðina sem verður leikin frá 15.-18. maí 2014. Þau lönd sem taka þátt í 2. umferð undankeppni HM 2014 í Evrópu.Karlar (20 lið) Eistland, Belgía, Grikkland, Úkraína, Bretland, Austurríki, Lettland, Svartfjallaland, Ísrael, Hvíta-Rússland, Króatía, Rúmenía, Ungverjaland, Danmörk, Svíþjóð, Moldavía, Luxemborg, Albanía, Noregur og Ísland.Konur (16 lið) Ísrael, Belgía, Úkraína, Slóvakía, Grikkland, Hvíta-Rússland, Bretland, Ungverjaland, Finnland, Austurríki, Portúgal, Sviss, Danmörk, Albanía, Eistland og Ísland. Landsliðsnefnd er um þessar mundir að skoða mögulega þjálfara fyrir landsliðin og tilkynnir innan tíðar um ráðningu í verkefni næsta árs. Íþróttir Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Sjá meira
Blaksamband Íslands hefur skráð A landslið karla og kvenna til þátttöku í undankeppni Heimsmeistaramóts 2014. Aldrei áður hafa blaklandslið tekið þátt í HM og verður það því í fyrsta sinn sem liðin taka þátt. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Lengi hefur það verið í umræðunni að senda landsliðin til keppni í stórmót og í sumar var tekin ákvörðun um þátttökuna í undankeppni HM 2014. Lokakeppnirnar fara fram á Ítalíu (kvenna) og í Póllandi (karla). Íslensku liðin verða í undankeppnum innan Evrópu en alls eru 55 ríki með aðild að evrópska blaksambandsins (CEV). Alls ætla 34 karlalandslið og 30 kvennalandslið að taka þátt og er Ísland meðal þeirra. Ekki þarf að spila fyrstu umferð í keppninni þar sem of fá lönd taka þátt. Í báðum flokkum er því farið beint í aðra umferð þar sem leikið verður í fjögurra liða riðlum. Riðlarnir spilast allir á sömu helginni á fyrirfram ákveðnum mótsstað. Alls eru 13 lönd sem fara beint í 3. umferð keppninnar vegna stöðu sinnar á Evrópulistanum. Í 2. umferð hjá körlunum eru 20 lið, spiluð í 5 riðlum. Í 2. umferð hjá konunum eru 16 lið, spiluð í 4 riðlum. Alls komast 7-9 lið áfram úr annarri umferð í þá þriðju en óvissuþátturinn er vegna þess að tvö efstu sæti lokakeppni Evrópumóts landsliða haustið 2013 gefa sæti í lokakeppni HM 2014. Verkefnið er metnaðarfullt hjá Landsliðsnefnd BLÍ og er ljóst að mikið verður að gera í lok maí 2013. Landsliðin keppa í undankeppni HM 2014 frá 23.-26. maí og halda síðan beint á Smáþjóðaleika í Luxembourg en setningarhátíð þeirra er 27. maí. Blaksamband Evrópu (CEV) hefur nú óskað eftir umsóknum um framkvæmdaraðila fyrir riðlakeppnina og á að skila því inn fyrir 9. nóvember. Þegar ljóst er hvar mótin verða haldin verður dregið í riðla eftir Evrópulistanum og er Ísland í neðsta styrkleikaflokki þar sem liðin hafa ekki tekið þátt í keppninni áður. Alls eru 13 lið beggja kynja sem þurfa ekki að spila aðra umferðina vegna sætis á Evrópulistanum og fara því beint í 3. umferðina sem verður leikin frá 15.-18. maí 2014. Þau lönd sem taka þátt í 2. umferð undankeppni HM 2014 í Evrópu.Karlar (20 lið) Eistland, Belgía, Grikkland, Úkraína, Bretland, Austurríki, Lettland, Svartfjallaland, Ísrael, Hvíta-Rússland, Króatía, Rúmenía, Ungverjaland, Danmörk, Svíþjóð, Moldavía, Luxemborg, Albanía, Noregur og Ísland.Konur (16 lið) Ísrael, Belgía, Úkraína, Slóvakía, Grikkland, Hvíta-Rússland, Bretland, Ungverjaland, Finnland, Austurríki, Portúgal, Sviss, Danmörk, Albanía, Eistland og Ísland. Landsliðsnefnd er um þessar mundir að skoða mögulega þjálfara fyrir landsliðin og tilkynnir innan tíðar um ráðningu í verkefni næsta árs.
Íþróttir Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Sjá meira