Körfubolti

Hlynur og Jakob unnu toppliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hlynur Bæringsson í leik með Sundsvall.
Hlynur Bæringsson í leik með Sundsvall. Mynd/Valli
Sundsvall Dragons er komið við topp sænsku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa unnið góðan sigur á Södertälje Kings í kvöld, 62-58.

Södertälje var ásamt Borås á toppi deildarinnar fyrir leiki kvöldsins með tólf stig. Eftir sigur Sundsvall í kvöld er liðið einnig komið með tólf stig en þetta var þriðji deildarsigur liðsins í röð.

Jakob Örn Sigurðarson skoraði fimmtán stig fyrir Sundsvall í leiknum og Hlynur Bæringsson tólf auk þess að taka átta fráköst.

Sundsvall var með fjögurra stiga forystu í hálfleik, 32-28, en seig svo fram úr í þriðja leikhluta. Södertälje sótti aftur á í lokafjórðungnum en það dugði ekki til.

Þá vann Norrköping öruggan sigur á Jämtland, 87-65. Pavel Ermolinskij skoraði átta stig fyrir Norrköping auk þess að taka átta fráköst og gefa sjö stoðsendingar.

Norrköping er í fjórða sæti deildarinnar með tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×