Handbolti

Þorgerður Anna dregur sig úr landsliðshópnum

Þorgerður Anna í leik gegn Fram.
Þorgerður Anna í leik gegn Fram.
Það er búið að fækka um fjóra í íslenska kvennalandsliðshópnum sem er á leiðinni á EM í Serbíu í desember. Athygli vekur að skyttan unga, Þorgerður Anna Atladóttur, dregur sig úr hópnum vegna persónulegra ástæðna.

Það er mikið áfall enda er Þorgerður ein öflugasta skytta landsins og hefur farið mikin í N1-deild kvenna í vetur.

Þrír leikmenn voru skornir úr hópnum en það eru Framararnir Elísabet Gunnarsdóttir og Steinunn Björnsdóttir sem og Stjörnukonan Sunneva Einarsdóttir.

Endanlegur hópur verður tilkynntur næstkomandi mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×