Þráspurt um hæfi rannsakenda Stígur Helgason skrifar 6. desember 2012 11:10 Sakborningar málsins, þeir Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason, með verjendum sínum. Mynd/ GVA. Verjendur Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar í Vafningsmálinu hafa kallað fjóra starfsmenn sérstaks saksóknara fyrir dóminn sem vitni í morgun og þráspurt þá um rannsókn málsins, augljóslega í því skyni að finna á henni höggstað. Á meðal þeirra sem hafa komið fyrir dóminn er Björn L. Bergsson, sem um tíma gegndi stöðu setts ríkissaksóknara í málum sem heyrðu undir sérstakan saksóknara, eftir að Valtýr Sigurðsson, þáverandi ríkissaksóknari, lýsti sig vanhæfan í málum tengdum bankahruninu. Björn kom að athugun á vegum sérstaks saksóknara á því hvort störf tveggja aðalrannsakenda Vafningsmálsins fyrir þrotabú Milestone hefðu spillt sakamálinu. Hann, eins og aðrir sem könnuðu þetta fyrir saksóknara, voru spurðir ítarlega um málið af verjendunum tveimur. Símon Sigvaldason héraðdómari stöðvaði spurningaflóð Þórðar Bogasonar, verjanda Guðmundar Hjaltasonar, í miðju kafi með þeim orðum að spurningarnar væru ómarkvissar og bað hann að stytta mál sitt. Þórði var síðan leyft að halda áfram. Það var samdóma mat þeirra sem könnuðu hæfi rannsakendanna tveggja, Jóns Óttars Ólafssonar og Guðmundar Hauks Gunnarssonar, að störf þeirra fyrir þrotabúið hefðu ekki spillt rannsókn Vafningsmálsins. Jón Óttar gaf skýrslu fyrir dómi á þriðjudag og gengu verjendur afskaplega hart að honum í langan tíma - of langan tíma að mati dómaranna. Guðmundur Haukur gefur skýrslu síðar í dag og hafa verjendur boðað að þeir muni spyrja hann með sama hætti. Vafningsmálið Dómsmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Verjendur Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar í Vafningsmálinu hafa kallað fjóra starfsmenn sérstaks saksóknara fyrir dóminn sem vitni í morgun og þráspurt þá um rannsókn málsins, augljóslega í því skyni að finna á henni höggstað. Á meðal þeirra sem hafa komið fyrir dóminn er Björn L. Bergsson, sem um tíma gegndi stöðu setts ríkissaksóknara í málum sem heyrðu undir sérstakan saksóknara, eftir að Valtýr Sigurðsson, þáverandi ríkissaksóknari, lýsti sig vanhæfan í málum tengdum bankahruninu. Björn kom að athugun á vegum sérstaks saksóknara á því hvort störf tveggja aðalrannsakenda Vafningsmálsins fyrir þrotabú Milestone hefðu spillt sakamálinu. Hann, eins og aðrir sem könnuðu þetta fyrir saksóknara, voru spurðir ítarlega um málið af verjendunum tveimur. Símon Sigvaldason héraðdómari stöðvaði spurningaflóð Þórðar Bogasonar, verjanda Guðmundar Hjaltasonar, í miðju kafi með þeim orðum að spurningarnar væru ómarkvissar og bað hann að stytta mál sitt. Þórði var síðan leyft að halda áfram. Það var samdóma mat þeirra sem könnuðu hæfi rannsakendanna tveggja, Jóns Óttars Ólafssonar og Guðmundar Hauks Gunnarssonar, að störf þeirra fyrir þrotabúið hefðu ekki spillt rannsókn Vafningsmálsins. Jón Óttar gaf skýrslu fyrir dómi á þriðjudag og gengu verjendur afskaplega hart að honum í langan tíma - of langan tíma að mati dómaranna. Guðmundur Haukur gefur skýrslu síðar í dag og hafa verjendur boðað að þeir muni spyrja hann með sama hætti.
Vafningsmálið Dómsmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira