Körfubolti

Drekarnir sigruðu Höfrungana

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Jakob og Hlynur í leik með Sundsvall
Jakob og Hlynur í leik með Sundsvall
Drekarnir frá Sundsvall unnu tíunda sigur sinn í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar Hlynur Bæringsson, Jakob Sigurðsson og félagar skelltu Pavel Ermolinskij og félögum í Höfrungunum frá Norrköping 86-81 í hörkuleik.

Höfrungarnir voru tveimur stigum yfir í hálfleik 40-38 en Drekarnir voru sex stigum yfir fyrir síðasta leikhlutann.

Drekarnir leiddu allan fjórða leikhluta og stóðust áhlaup Höfrunganna þar sem Jakob fór mikinn á loka mínútunum og Drekarnir náðu að vinna enn einn sigurinn á tímabilinu.

Peter Öqvist þjálfari Drekanna frá Sundsvall og þjálfari íslenska landsliðsins var að vonum ánægður í leikslok.

„Þetta tók á taugarnar. Þetta var góður körfuboltaleikur með marga góð körfuboltamenn á vellinum,“ sagði Peter við heimasíðu Drekanna frá Sundsvall.

Drekarnir eru í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 13 sigra í fimmtán leikjum. Uppsala og Borås eru með tíu sigra í fjórtán leikjum og Höfrungarnir hafa sigrað níu leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×