Handbolti

Tekst Fram að stöðva sigurgöngu Valskvenna?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Vilhelm
Valur og Fram mætast í úrslitaleik deildabikars kvenna í Laugardalshöll klukkan 17.30 í kvöld. Valskonur mörðu sigur á Stjörnunni eftir tvíframlengdan leik og vítakeppni í gærkvöldi en Fram fór létt með ÍBV.

Valur og Fram hafa verið í sérflokki í kvennahandboltanum undanfarin ár og hefur tímabilið, sem nú er hálfnað ekki verið nein undantekning. Liðin sitja á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir níu leiki en liðin eiga enn eftir að mætast.

Liðin mættust í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn síðastliðið vor. Þá hafði Valur sigur í fimm leikjum þar sem hart var barist. Valskonur eru einnig ríkjandi bikarmeistarar, deildarmeistarar og meistarar meistaranna.

Leikur Vals og Fram hefst klukkan 17.30 og fer fram í Laugardalshöllinni. Í kjölfarið mætast karlalandslið Íslands og Túnis í æfingaleik en báðar þjóðir búa sig nú af kappi fyrir HM á Spáni í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×