Handbolti

Vinna Valskonur alla titlana á árinu? | Undanúrslitin hefjast í kvöld

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Ernir
Undanúrslitaleikirnir í deildarbikar kvenna í handbolta fara í kvöld. Þá mætast Valur og Stjarnan annars vegar og Fram mætir ÍBV hins vegar.

Valskonur þykja sigurstranglegar í deildarbikarnum enda hafa þær unnið allar keppnirnar hér á landi á árinu. Þær eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar, deildarmeistarar og meistarar meistaranna.

Valur situr í efsta sæti deildarinnar ásamt Fram en bæði lið hafa unnið alla níu leiki sína og hafa 18 stig. ÍBV er í þriðja sæti með 15 stig og Stjarnan hefur 12 stig ásamt HK og FH en betra markahlutfall.

Leikirnir í kvöld fara fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Úrslitaleikurinn fer fram í Laugardalshöll annað kvöld klukkan 17.30.

Leikir kvöldsins

Valur - Stjarnan kl. 18.15

Fram - ÍBV kl. 20.00




Fleiri fréttir

Sjá meira


×