Bændur beðnir um að svipast um eftir strokufanganum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2012 13:16 Matthías Máni Erlingsson Lögregla er enn engu nær um hvar strokufanginn Matthías Máni er eftir nærri fjögura sólarhringa leit. Lögreglan hefur beðið bændur að leita í útihúsum og kannað sumarbústaði á Suðurlandi. Það var um eitt leytið á mánudaginn sem að Matthías Máni Erlingsson strauk af Litla-Hrauni. Hann er 24 ára og var í haust dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Fjölmennt lið lögreglu hefur leitað hans síðan og tóku björgunarsveitarmenn þátt í leitinni í gær og í fyrrdag. Arnar Rúnar Marteinsson er aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það er verið að vinna úr ábendingum sem okkur hafa borist en þetta hefur engan árangur borið enn þá en við erum svona að reyna að þrengja hringinn." „Þær eru yfir hundrað ábendingar sem okkur hafa borist. Þær eru ábyggilega komnar á annað hundraðið," segir hann. Ábendingarnar hafi þó enn engu skilað. „Það má segja það að við erum ekki mikið nær við erum í raun ekki með neitt fast í hendi, það er rétt, það er í raun óvenjulegt eftir svona langan tíma. Hann virðist ekki hafa haft samband við nokkurn mann," segir hann. Arnar segir mikla leit hafa farið fram á Suðurlandi og meðal annars kannaðir sumarbústaðir á svæðinu. „Sumarhús og það er búið að tala við bændur og láta þá fara í kringum útihús og annað slíkt þar sem talið er líklegast að hann hafi farið en það er ekki búið að gera heildarleit í Grímsnesinu eða annað slíkt enda væri það kannski eins og að leita að nál í heystakki," segir hann. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það hvar Matthías gæti verið að finna eru beðnir að hafa samband í síma 444-1000. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Lögregla er enn engu nær um hvar strokufanginn Matthías Máni er eftir nærri fjögura sólarhringa leit. Lögreglan hefur beðið bændur að leita í útihúsum og kannað sumarbústaði á Suðurlandi. Það var um eitt leytið á mánudaginn sem að Matthías Máni Erlingsson strauk af Litla-Hrauni. Hann er 24 ára og var í haust dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Fjölmennt lið lögreglu hefur leitað hans síðan og tóku björgunarsveitarmenn þátt í leitinni í gær og í fyrrdag. Arnar Rúnar Marteinsson er aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það er verið að vinna úr ábendingum sem okkur hafa borist en þetta hefur engan árangur borið enn þá en við erum svona að reyna að þrengja hringinn." „Þær eru yfir hundrað ábendingar sem okkur hafa borist. Þær eru ábyggilega komnar á annað hundraðið," segir hann. Ábendingarnar hafi þó enn engu skilað. „Það má segja það að við erum ekki mikið nær við erum í raun ekki með neitt fast í hendi, það er rétt, það er í raun óvenjulegt eftir svona langan tíma. Hann virðist ekki hafa haft samband við nokkurn mann," segir hann. Arnar segir mikla leit hafa farið fram á Suðurlandi og meðal annars kannaðir sumarbústaðir á svæðinu. „Sumarhús og það er búið að tala við bændur og láta þá fara í kringum útihús og annað slíkt þar sem talið er líklegast að hann hafi farið en það er ekki búið að gera heildarleit í Grímsnesinu eða annað slíkt enda væri það kannski eins og að leita að nál í heystakki," segir hann. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það hvar Matthías gæti verið að finna eru beðnir að hafa samband í síma 444-1000.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira