Sjálfstæðisflokkurinn og eignarhald á kvóta Einar K. Guðfinnsson skrifar 26. janúar 2012 06:00 Fróðlegt verður að sjá hvernig þingmenn stjórnarandstöðunnar munu bregðast við náist að leggja fram heildstætt (fiskveiðistjórnar) frumvarp. Þá þurfa þeir að svara þeirri spurningu hvort þeir séu andsnúnir því að kvótinn verði færður í hendur þjóðarinnar; en þannig mun málið verða lagt upp." Þannig skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé í fréttaskýringu í Fréttablaðinu föstudaginn 13. janúar sl. Þessari spurningu er auðsvarað. A.m.k. hvað varðar okkur í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Í fyrsta lagi þá er mér ekki kunnugt um að það hafi staðið sérstakur ágreiningur við okkur um eignarhald á fiskimiðunum eða fiskistofnunum. Kvótinn er fiskveiðiréttur með þeim réttindum og takmörkunum sem lagasetningin hefur markað. En einhverra hluta vegna hafa ýmsir úr núverandi ríkisstjórnarliði viljað leggja málið upp þannig að um eignarþátt fiskveiðistjórnarlaganna sé ágreiningur. Það hefur hentað í stundarpólítískum tilgangi, en er hins vegar innistæðulaust með öllu. Hér get ég vísað í ummæli og skrif okkar þingmanna flokksins almennt og ekki síst greinar og ræður Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Einnig má rifja upp frumvarp sem Geir H. Haarde, þáverandi formaður flokksins, flutti með Jóni Sigurðssyni, þáverandi formanni Framsóknarflokksins, um breytingu á Stjórnarskránni. Frumvarpstextinn var eftirfarandi: „Náttúruauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign, þó þannig að gætt sé réttinda einstaklinga og lögaðila skv. 72. gr. Ber að nýta þær til hagsbóta þjóðinni, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Ekki skal þetta vera því til fyrirstöðu að einkaaðilum séu veittar heimildir til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum samkvæmt lögum." Af öllu þessu má ráða afstöðu Sjálfstæðisflokksins til þessarar spurningar sem í fréttaskýringinni er talið að verði kjarni nýrra fiskveiðistjórnarlaga. Ótrúlega mislagðar hendurHitt er svo annað mál að ríkisstjórninni hafa verið afar mislagðar hendur varðandi endurskoðun fiskveiðistjórnarlaganna. Vantaði þó ekki að til ráðslags voru kvaddir báðir formenn stjórnarflokkanna, tveir aðrir ráðherrar að auki og sex þingmenn. Alls tíu stjórnarliðar úr þingflokkum þeirra. Afraksturinn var einhver skelfilegasta hraksmán sem lengi hefur litið dagsins ljós á Alþingi í frumvarpsformi. Finnst nú enginn lengur sem þessari afurð mælir bót og fleyg hafa reynst orð utanríkisráðherra sem líkti þessu sköpunarverki stjórnarflokkanna við bílslys. Tillögur okkar SjálfstæðismannaVið Jón Gunnarsson alþm., sem sátum í þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, skiluðum frá okkur ítarlegu áliti á frumvarpinu. Okkar niðurstaða var í skemmstu máli þessi: 1. Setja beri í stjórnarskrá ákvæði er lúti að eignarhaldi þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni. 2. Gerðir verði nýtingarsamningar við núverandi fiskveiðiréttarhafa. Samningstími taki mið af öðrum nýtingarréttarsamningum sem til dæmis verða gerðir við þá er nýta orku í eigu ríkisins. Tryggt verði að tímalengdin stuðli að langtímahugsun og arðbærri fjárfestingu í sjávarútvegi, en dragi ekki úr henni eins og tillögur frumvarpsins gerðu svo ómótmælanlegt. Í samningunum verði að finna skýr endurnýjunarákvæði. Fyrir afnotaréttinn komi gjald er renni til ríkisins. 3. Til staðar verði félagslegir, atvinnulegir og byggðalegir pottar og magn þeirra bundið við það hlutfall af úthlutuðum aflaheimildum sem hér var til staðar við fiskveiðiáramótin 2009/2010. Tæki þetta magn því þeim breytingum sem leiðir af úthlutuðu heildaraflamarki. 4. Þá verði hluta veiðigjalds, sem á næsta ári er áætlað níu milljarðar króna, varið til þess að stuðla að eflingu innviða og annars atvinnulífs í sjávarútvegsbyggðunum. Það töldum við réttlætismál því að öllum má vera ljóst að sú þróun í átt að aukinni afkastagetu og hagræðingu, í vinnslu og veiðum, sem er innbyggð í aflakvótakerfið, geti haft neikvæð áhrif á einstakar byggðir, eins og reynslan sýni okkur. Í samræmi við tillögur sáttanefndarinnarÞetta eru nokkur helstu atriðin sem við höfum lagt áherslu á. Þessi sjónarmið eru í fullu samræmi við meginniðurstöðu svokallaðrar sáttanefndar og getur því að okkar mati verið grundvöllur skynsamlegrar endurskoðunar á fiskveiðistjórnarlögunum, sem í senn leiði til minni ágreinings og stuðli að áframhaldandi framförum í atvinnugreininni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Fróðlegt verður að sjá hvernig þingmenn stjórnarandstöðunnar munu bregðast við náist að leggja fram heildstætt (fiskveiðistjórnar) frumvarp. Þá þurfa þeir að svara þeirri spurningu hvort þeir séu andsnúnir því að kvótinn verði færður í hendur þjóðarinnar; en þannig mun málið verða lagt upp." Þannig skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé í fréttaskýringu í Fréttablaðinu föstudaginn 13. janúar sl. Þessari spurningu er auðsvarað. A.m.k. hvað varðar okkur í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Í fyrsta lagi þá er mér ekki kunnugt um að það hafi staðið sérstakur ágreiningur við okkur um eignarhald á fiskimiðunum eða fiskistofnunum. Kvótinn er fiskveiðiréttur með þeim réttindum og takmörkunum sem lagasetningin hefur markað. En einhverra hluta vegna hafa ýmsir úr núverandi ríkisstjórnarliði viljað leggja málið upp þannig að um eignarþátt fiskveiðistjórnarlaganna sé ágreiningur. Það hefur hentað í stundarpólítískum tilgangi, en er hins vegar innistæðulaust með öllu. Hér get ég vísað í ummæli og skrif okkar þingmanna flokksins almennt og ekki síst greinar og ræður Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Einnig má rifja upp frumvarp sem Geir H. Haarde, þáverandi formaður flokksins, flutti með Jóni Sigurðssyni, þáverandi formanni Framsóknarflokksins, um breytingu á Stjórnarskránni. Frumvarpstextinn var eftirfarandi: „Náttúruauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign, þó þannig að gætt sé réttinda einstaklinga og lögaðila skv. 72. gr. Ber að nýta þær til hagsbóta þjóðinni, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Ekki skal þetta vera því til fyrirstöðu að einkaaðilum séu veittar heimildir til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum samkvæmt lögum." Af öllu þessu má ráða afstöðu Sjálfstæðisflokksins til þessarar spurningar sem í fréttaskýringinni er talið að verði kjarni nýrra fiskveiðistjórnarlaga. Ótrúlega mislagðar hendurHitt er svo annað mál að ríkisstjórninni hafa verið afar mislagðar hendur varðandi endurskoðun fiskveiðistjórnarlaganna. Vantaði þó ekki að til ráðslags voru kvaddir báðir formenn stjórnarflokkanna, tveir aðrir ráðherrar að auki og sex þingmenn. Alls tíu stjórnarliðar úr þingflokkum þeirra. Afraksturinn var einhver skelfilegasta hraksmán sem lengi hefur litið dagsins ljós á Alþingi í frumvarpsformi. Finnst nú enginn lengur sem þessari afurð mælir bót og fleyg hafa reynst orð utanríkisráðherra sem líkti þessu sköpunarverki stjórnarflokkanna við bílslys. Tillögur okkar SjálfstæðismannaVið Jón Gunnarsson alþm., sem sátum í þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, skiluðum frá okkur ítarlegu áliti á frumvarpinu. Okkar niðurstaða var í skemmstu máli þessi: 1. Setja beri í stjórnarskrá ákvæði er lúti að eignarhaldi þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni. 2. Gerðir verði nýtingarsamningar við núverandi fiskveiðiréttarhafa. Samningstími taki mið af öðrum nýtingarréttarsamningum sem til dæmis verða gerðir við þá er nýta orku í eigu ríkisins. Tryggt verði að tímalengdin stuðli að langtímahugsun og arðbærri fjárfestingu í sjávarútvegi, en dragi ekki úr henni eins og tillögur frumvarpsins gerðu svo ómótmælanlegt. Í samningunum verði að finna skýr endurnýjunarákvæði. Fyrir afnotaréttinn komi gjald er renni til ríkisins. 3. Til staðar verði félagslegir, atvinnulegir og byggðalegir pottar og magn þeirra bundið við það hlutfall af úthlutuðum aflaheimildum sem hér var til staðar við fiskveiðiáramótin 2009/2010. Tæki þetta magn því þeim breytingum sem leiðir af úthlutuðu heildaraflamarki. 4. Þá verði hluta veiðigjalds, sem á næsta ári er áætlað níu milljarðar króna, varið til þess að stuðla að eflingu innviða og annars atvinnulífs í sjávarútvegsbyggðunum. Það töldum við réttlætismál því að öllum má vera ljóst að sú þróun í átt að aukinni afkastagetu og hagræðingu, í vinnslu og veiðum, sem er innbyggð í aflakvótakerfið, geti haft neikvæð áhrif á einstakar byggðir, eins og reynslan sýni okkur. Í samræmi við tillögur sáttanefndarinnarÞetta eru nokkur helstu atriðin sem við höfum lagt áherslu á. Þessi sjónarmið eru í fullu samræmi við meginniðurstöðu svokallaðrar sáttanefndar og getur því að okkar mati verið grundvöllur skynsamlegrar endurskoðunar á fiskveiðistjórnarlögunum, sem í senn leiði til minni ágreinings og stuðli að áframhaldandi framförum í atvinnugreininni.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun