Bláar myndir 28. janúar 2012 06:00 Blár ís fyrir stráka: bannaður stelpum, bleikur ís fyrir stelpur: bannaður strákum. Einhverjum ofbauð og er ekki að undra. Markaðsfólk fyrirtækja hefur ýmislegt á samviskunni, svo ekki sé meira sagt. Gargandi snilldin reynist oft hróplegt bull. Viðbrögð við eðlilegri viðleitni fólks til að forða matvælum frá afkáralegu kynjamisréttinu voru upp og ofan, ef marka má netmiðla. Í það heila verður að undra sig á afturförinni í umræðu um jafnrétti kynjanna síðustu misseri og ár. Það er furðulegt að geta jafnvel talað um andstæðinga jafnréttis. Eftir talsvert basl tókst okkur nokkurn veginn að losna við forpokuð kynjahlutverk ættuð úr trúarbrögðum, því afkomendur Adams og Evu þekktu sinn stað, en ekki tók betra við þegar þróunarkenningunni var beitt og nú megum við minnast karla á veiðum og kvenna við elda. Velkomin til ársins 2012. Kynin eru svo ólík! Gott og vel. Það verða alltaf einhverjir sem einblína á æxlunina og greina alla heilastarfsemi, hæfileika og tilfinningar út frá henni. En viljum við virkilega ýta svona gróflega undir það sem er ólíkt og greina kynin æ meir í sundur? Er það þróun í rétta átt? Hver er sá alvitri dómari sem ætlar að draga línuna á réttum stað? Er það kannski Markaðsguðinn sem hlær við gulltönn? Eiga skilin að vera svona skörp? Er ekki rúm fyrir einstaklinga af öllum toga, allt rófið? Þrátt fyrir lög og reglur sem ættu að tryggja strákum og stelpum jafnrétti erum við stödd á skrípaöld kynhlutverkanna. Það nægir að horfa til hrollvekjandi notkunar á sílikoni og sterum. Þvílík örvænting! Hvaða sjúkdómur í samfélagi okkar kallar á svona skurðaðgerðir og lyfjaneyslu? Að því er virðist búum við enn við samfélagsgerð þar sem börn og ungmenni eru kúguð af kynhlutverkum sínum, verða fyrir aðkasti, þora ekki, vilja ekki vera þau sjálf vegna þess að kynið skapar þeim örlög langt út fyrir æxlunarhlutverkið. Fyrir einstaklinginn er það þyngra en tárum taki. Fyrir þjóðfélagið er það sóun. Fyrir skömmu stóð hópur rithöfunda að ráðstefnu í Norræna húsinu sem bar heitið: Alvara málsins – bókaþjóð í ólestri. Þar var fjallað um vaxandi ólæsi barna og unglinga. Það var troðfullt út úr dyrum og gríðargóðar undirtektir áheyrenda við fjölbreyttum erindum fræðimanna og rithöfunda. Í kjölfarið hafa rithöfundarnir sem stóðu að ráðstefnunni fengið erindi og ábendingar um margt það sem tengist bóklestri barna og unglinga. Þar á meðal ýmislegt sem tengist áberandi slakri útkomu drengja í lestri. Þó fræðimenn bendi á þá einföldu staðreynd að fyrirmyndirnar verði að standa sig; karlar verði að lesa, ekki síst heima, fyrir sig og með sínum, þá skal það ekki bregðast að einhver beinir athyglinni að skökkum kynjahlutföllum meðal kennara, bókasafnskennara og höfunda barnabóka. Það veit ég að á þeim bæjum standa dyr körlum opnar upp á gátt. Komi þeir fagnandi. En þeir eru kannski bara úti að veiða. Þá eru það bækurnar. Það er ekki skrifað nóg fyrir stráka. En nóg fyrir stelpur, býst ég við. Er virkilega ekki ein bók í öllu flóðinu sem drengir geta lesið? Því margir lesa ekki eina einustu bók. Hvers vegna er í sívaxandi mæli talað um bækur fyrir stráka og bækur fyrir stelpur? Hvers vegna stía kynjunum enn meira í sundur með bókmenntunum líka? Og hvers vegna geta stelpur lesið um stráka en strákar ekki um stelpur? Þrátt fyrir stjarnfræðilegar og söluvænar kenningar um kynin verð ég að minna á að við búum á plánetunni Jörð. Saman. Þar sem ég var stödd í verslun á dögunum var mér starsýnt á mynddiska handa börnum. Tveir litir, röð diska með safni hreyfimynda: Bleik hulstur merkt skýrum stöfum STELPUR annars vegar og blá hulstur merkt STRÁKAR hins vegar. Og innihaldið? Barnaefnið um Línu langsokk og Smáfólkið var greinilega ekki ætlað strákum. Og Pósturinn Páll og Bubbi byggir er ekkert stelpuefni. Er Lína virkilega ekki líka fyrir stráka? Byggja stelpur ekki? Kunna útgefendur ekki að skammast sín? Karlar: Rísið nú upp þar sem þið kúrið við eldinn! Lesið með strákunum ykkar sögurnar um Línu langsokk og aðrar frábærar heimsbókmenntir. Svíkjum ekki börnin okkar, förum saman bæði kynin á veiðar í heimi bókanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Blár ís fyrir stráka: bannaður stelpum, bleikur ís fyrir stelpur: bannaður strákum. Einhverjum ofbauð og er ekki að undra. Markaðsfólk fyrirtækja hefur ýmislegt á samviskunni, svo ekki sé meira sagt. Gargandi snilldin reynist oft hróplegt bull. Viðbrögð við eðlilegri viðleitni fólks til að forða matvælum frá afkáralegu kynjamisréttinu voru upp og ofan, ef marka má netmiðla. Í það heila verður að undra sig á afturförinni í umræðu um jafnrétti kynjanna síðustu misseri og ár. Það er furðulegt að geta jafnvel talað um andstæðinga jafnréttis. Eftir talsvert basl tókst okkur nokkurn veginn að losna við forpokuð kynjahlutverk ættuð úr trúarbrögðum, því afkomendur Adams og Evu þekktu sinn stað, en ekki tók betra við þegar þróunarkenningunni var beitt og nú megum við minnast karla á veiðum og kvenna við elda. Velkomin til ársins 2012. Kynin eru svo ólík! Gott og vel. Það verða alltaf einhverjir sem einblína á æxlunina og greina alla heilastarfsemi, hæfileika og tilfinningar út frá henni. En viljum við virkilega ýta svona gróflega undir það sem er ólíkt og greina kynin æ meir í sundur? Er það þróun í rétta átt? Hver er sá alvitri dómari sem ætlar að draga línuna á réttum stað? Er það kannski Markaðsguðinn sem hlær við gulltönn? Eiga skilin að vera svona skörp? Er ekki rúm fyrir einstaklinga af öllum toga, allt rófið? Þrátt fyrir lög og reglur sem ættu að tryggja strákum og stelpum jafnrétti erum við stödd á skrípaöld kynhlutverkanna. Það nægir að horfa til hrollvekjandi notkunar á sílikoni og sterum. Þvílík örvænting! Hvaða sjúkdómur í samfélagi okkar kallar á svona skurðaðgerðir og lyfjaneyslu? Að því er virðist búum við enn við samfélagsgerð þar sem börn og ungmenni eru kúguð af kynhlutverkum sínum, verða fyrir aðkasti, þora ekki, vilja ekki vera þau sjálf vegna þess að kynið skapar þeim örlög langt út fyrir æxlunarhlutverkið. Fyrir einstaklinginn er það þyngra en tárum taki. Fyrir þjóðfélagið er það sóun. Fyrir skömmu stóð hópur rithöfunda að ráðstefnu í Norræna húsinu sem bar heitið: Alvara málsins – bókaþjóð í ólestri. Þar var fjallað um vaxandi ólæsi barna og unglinga. Það var troðfullt út úr dyrum og gríðargóðar undirtektir áheyrenda við fjölbreyttum erindum fræðimanna og rithöfunda. Í kjölfarið hafa rithöfundarnir sem stóðu að ráðstefnunni fengið erindi og ábendingar um margt það sem tengist bóklestri barna og unglinga. Þar á meðal ýmislegt sem tengist áberandi slakri útkomu drengja í lestri. Þó fræðimenn bendi á þá einföldu staðreynd að fyrirmyndirnar verði að standa sig; karlar verði að lesa, ekki síst heima, fyrir sig og með sínum, þá skal það ekki bregðast að einhver beinir athyglinni að skökkum kynjahlutföllum meðal kennara, bókasafnskennara og höfunda barnabóka. Það veit ég að á þeim bæjum standa dyr körlum opnar upp á gátt. Komi þeir fagnandi. En þeir eru kannski bara úti að veiða. Þá eru það bækurnar. Það er ekki skrifað nóg fyrir stráka. En nóg fyrir stelpur, býst ég við. Er virkilega ekki ein bók í öllu flóðinu sem drengir geta lesið? Því margir lesa ekki eina einustu bók. Hvers vegna er í sívaxandi mæli talað um bækur fyrir stráka og bækur fyrir stelpur? Hvers vegna stía kynjunum enn meira í sundur með bókmenntunum líka? Og hvers vegna geta stelpur lesið um stráka en strákar ekki um stelpur? Þrátt fyrir stjarnfræðilegar og söluvænar kenningar um kynin verð ég að minna á að við búum á plánetunni Jörð. Saman. Þar sem ég var stödd í verslun á dögunum var mér starsýnt á mynddiska handa börnum. Tveir litir, röð diska með safni hreyfimynda: Bleik hulstur merkt skýrum stöfum STELPUR annars vegar og blá hulstur merkt STRÁKAR hins vegar. Og innihaldið? Barnaefnið um Línu langsokk og Smáfólkið var greinilega ekki ætlað strákum. Og Pósturinn Páll og Bubbi byggir er ekkert stelpuefni. Er Lína virkilega ekki líka fyrir stráka? Byggja stelpur ekki? Kunna útgefendur ekki að skammast sín? Karlar: Rísið nú upp þar sem þið kúrið við eldinn! Lesið með strákunum ykkar sögurnar um Línu langsokk og aðrar frábærar heimsbókmenntir. Svíkjum ekki börnin okkar, förum saman bæði kynin á veiðar í heimi bókanna.
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar