Af hverju læra börn ekki að lesa? Sölvi Sveinsson skrifar 21. febrúar 2012 06:00 Svarið er þversagnakennt: Af því að þau lesa ekki nóg. Sökin liggur víða. Hjá skólum að því leyti að svo var um hríð að lestur var einungis sjálfstæð kennslugrein í mörgum skólum upp í 3. eða 4. bekk, en þá hafa mörg börn ekki náð fullum tökum á þessu undri sem lestur er. Um leið fjölgar svokölluðum lesgreinum auk þess sem stærðfræði krefst þess einnig að börn skilji það sem þau lesa. Lestur og lesskilningur eru í námskrá fyrir alla bekki grunnskóla. Þess vegna verða allir skólar að leggjast á árar og kenna lestur markvissar og lengur en nú er gert, ekki kannski öllum, en þeim sem enn hiksta, og lesskilning þarf sífellt að örva. Ef til vill vantar eitthvað upp á þjálfun í lestrarkennslu af hálfu þeirrar menntastofnunar sem brautskráir nær alla íslenska kennara – og alveg er það fráleitt að sniðganga móðurmál við lengingu kennaranáms. Allir kennarar eru íslenskukennarar. Eða er það liðin tíð? Því næst er við heimili og þjóðfélag að sakast. Þegar ég byrjaði í skóla haustið 1957 vorum við flest læs að einhverju marki, mörg fluglæs. Eftir skóla var að engu að hverfa nema bók eða leik; rás eitt var eina útvarpsstöðin, sjónvarp enn bak við fjall tímans og bíó bara kl. 5 á sunnudögum. Þar sem amma eða afi var í horninu hjá foreldrum var oft gripið í spil, marjas, rommí og kasínu, þroskandi tveggja manna spil. Við lærðum líklega öll að tefla. PlayStation, FM og sólarhringssjónvarp, enn í fjarskanum. Nú er öldin önnur. Bókin hefur einfaldlega þokað fyrir fjölmiðlum sem bjóða upp á annars konar afþreyingu, gjarnan einstefnumiðlun þar sem börnin sitja og horfa eða hlusta eða gagnvirka miðlun þar sem eru tölvuleikirnir sem einkum höfða til drengja; allt of fá börn kunna nú spil eins og rommí, marjas og kasínu! Vissulega kunna þau ýmislegt annað sem að vísu er ekki jafnhvetjandi og ofangreind spil; það má margt spjalla yfir spilum, en flest er ósagt látið ef barn situr eitt við tölvu. Þjóðfélagið hefur síðan breyst á hálfri öld með þeim hætti að nú eru nær öll börn frá eins árs aldri í leikskóla þangað til þau byrja í grunnskóla. Vinnudagur þeirra yngstu er langur, frá 8 til 5 og jafnvel lengur. Langflestir foreldrar vinna utan heimilis þótt nú um stundir séu reyndar fleiri foreldrar heima en venjulega vegna atvinnuleysis. Stór hluti yngstu grunnskólabarnanna er í síðdegisgæslu, mörg börn til fimm. Allir eru þreyttir þegar heim er komið, en þó lesa mörg börn heima, en of mörg einungis örfáar síður af skyldurækni við kennara sinn eða skólann. Því miður er líka nokkur hópur sem ekki opnar bók heima fyrir. Skólar geta aldrei borið ábyrgð á uppeldi barna þótt þau dveljist í skólahúsinu lengur en heima yfir daginn. Kennarar taka þátt í uppeldi, vissulega, en foreldrarnir bera ábyrgðina. Foreldrar verða að venja börn við bók frá frumbernsku, lesa fyrir börn, lesa með þeim, lesa til skiptis þegar börn eru farin að stauta. Öðru vísi er allt unnið fyrir gýg. Í skólum er börnum kennt að lesa, en þeir einir verða fluglæsir sem lesa mikið heima. Í þeim skóla sem ég stjórna er mikil áhersla lögð á lestur, alveg frá 5 ára bekk og upp í 10. bekk. Við ætlumst til þess að börn lesi heima, þau lesa dag hvern í skólanum. Nú ætlum við að gjörbreyta síðdegisvistinni og námstengja hana betur en verið hefur. Leik- og grunnskólakennarar verða ráðnir, boðið verður upp á dans, tónmennt, skák, leiklist, myndmennt, útivist o.fl. sem styrkir börn í amstri daganna, og síðast en ekki síst aðstoð við heimanám af ýmsu tagi. Það er hins vegar algjörlega skýrt af skólans hálfu að við ætlumst til þess af foreldrum barnanna okkar að þeir lesi með börnum sínum dag hvern allan ársins hring. Árið er 365 dagar, en skólaárið er einungis 180 dagar. Þannig hefst þetta, ekki öðruvísi. Meira um tölvuleiki og ólæsi drengja síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Svarið er þversagnakennt: Af því að þau lesa ekki nóg. Sökin liggur víða. Hjá skólum að því leyti að svo var um hríð að lestur var einungis sjálfstæð kennslugrein í mörgum skólum upp í 3. eða 4. bekk, en þá hafa mörg börn ekki náð fullum tökum á þessu undri sem lestur er. Um leið fjölgar svokölluðum lesgreinum auk þess sem stærðfræði krefst þess einnig að börn skilji það sem þau lesa. Lestur og lesskilningur eru í námskrá fyrir alla bekki grunnskóla. Þess vegna verða allir skólar að leggjast á árar og kenna lestur markvissar og lengur en nú er gert, ekki kannski öllum, en þeim sem enn hiksta, og lesskilning þarf sífellt að örva. Ef til vill vantar eitthvað upp á þjálfun í lestrarkennslu af hálfu þeirrar menntastofnunar sem brautskráir nær alla íslenska kennara – og alveg er það fráleitt að sniðganga móðurmál við lengingu kennaranáms. Allir kennarar eru íslenskukennarar. Eða er það liðin tíð? Því næst er við heimili og þjóðfélag að sakast. Þegar ég byrjaði í skóla haustið 1957 vorum við flest læs að einhverju marki, mörg fluglæs. Eftir skóla var að engu að hverfa nema bók eða leik; rás eitt var eina útvarpsstöðin, sjónvarp enn bak við fjall tímans og bíó bara kl. 5 á sunnudögum. Þar sem amma eða afi var í horninu hjá foreldrum var oft gripið í spil, marjas, rommí og kasínu, þroskandi tveggja manna spil. Við lærðum líklega öll að tefla. PlayStation, FM og sólarhringssjónvarp, enn í fjarskanum. Nú er öldin önnur. Bókin hefur einfaldlega þokað fyrir fjölmiðlum sem bjóða upp á annars konar afþreyingu, gjarnan einstefnumiðlun þar sem börnin sitja og horfa eða hlusta eða gagnvirka miðlun þar sem eru tölvuleikirnir sem einkum höfða til drengja; allt of fá börn kunna nú spil eins og rommí, marjas og kasínu! Vissulega kunna þau ýmislegt annað sem að vísu er ekki jafnhvetjandi og ofangreind spil; það má margt spjalla yfir spilum, en flest er ósagt látið ef barn situr eitt við tölvu. Þjóðfélagið hefur síðan breyst á hálfri öld með þeim hætti að nú eru nær öll börn frá eins árs aldri í leikskóla þangað til þau byrja í grunnskóla. Vinnudagur þeirra yngstu er langur, frá 8 til 5 og jafnvel lengur. Langflestir foreldrar vinna utan heimilis þótt nú um stundir séu reyndar fleiri foreldrar heima en venjulega vegna atvinnuleysis. Stór hluti yngstu grunnskólabarnanna er í síðdegisgæslu, mörg börn til fimm. Allir eru þreyttir þegar heim er komið, en þó lesa mörg börn heima, en of mörg einungis örfáar síður af skyldurækni við kennara sinn eða skólann. Því miður er líka nokkur hópur sem ekki opnar bók heima fyrir. Skólar geta aldrei borið ábyrgð á uppeldi barna þótt þau dveljist í skólahúsinu lengur en heima yfir daginn. Kennarar taka þátt í uppeldi, vissulega, en foreldrarnir bera ábyrgðina. Foreldrar verða að venja börn við bók frá frumbernsku, lesa fyrir börn, lesa með þeim, lesa til skiptis þegar börn eru farin að stauta. Öðru vísi er allt unnið fyrir gýg. Í skólum er börnum kennt að lesa, en þeir einir verða fluglæsir sem lesa mikið heima. Í þeim skóla sem ég stjórna er mikil áhersla lögð á lestur, alveg frá 5 ára bekk og upp í 10. bekk. Við ætlumst til þess að börn lesi heima, þau lesa dag hvern í skólanum. Nú ætlum við að gjörbreyta síðdegisvistinni og námstengja hana betur en verið hefur. Leik- og grunnskólakennarar verða ráðnir, boðið verður upp á dans, tónmennt, skák, leiklist, myndmennt, útivist o.fl. sem styrkir börn í amstri daganna, og síðast en ekki síst aðstoð við heimanám af ýmsu tagi. Það er hins vegar algjörlega skýrt af skólans hálfu að við ætlumst til þess af foreldrum barnanna okkar að þeir lesi með börnum sínum dag hvern allan ársins hring. Árið er 365 dagar, en skólaárið er einungis 180 dagar. Þannig hefst þetta, ekki öðruvísi. Meira um tölvuleiki og ólæsi drengja síðar.
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar