Samkeppnislög skipta miklu máli á flugmarkaði Páll Gunnar Pálsson skrifar 23. febrúar 2012 06:00 Þann 9. febrúar sl. féll dómur í Hæstarétti Íslands þar sem staðfest er að Icelandair hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á flugleiðinni milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar. Var félagið dæmt til að greiða 80 m.kr. í sektir. Um var að ræða kynningu og sölu á svokölluðum Netsmellum, sem stóðu viðskiptavinum Icelandair til boða á árinu 2004. Héraðsdómur hafði áður staðfest niðurstöðu samkeppnisyfirvalda um brot Icelandair en fellt niður sektir. Dómur Hæstaréttar felur í sér mikilvægt fordæmi. Hann er staðfesting þess að markaðsráðandi aðili í farþegaflugi verður að gæta sín vel á því að hindra ekki aðgang að markaðnum með kynningu og verðlagningu á flugfargjöldum. Jafnframt er staðfest sú meginregla að sektir skuli liggja við brotum á bannreglum samkeppnislaga. Horfði Hæstiréttur einnig til þess að Icelandair hafði áður brotið sama bannákvæði. Samkeppnisyfirvöld hafa ítrekað gripið inn í samkeppnishömlur á flugmörkuðumEngum vafa er undirorpið að samkeppnisaðstæður á flugmarkaði skipta atvinnulíf og almenning í þessu landi miklu máli. Fyrrgreindur dómur fjallar um eitt af allmörgum málum þar sem samkeppnisyfirvöld hafa gripið inn í samkeppnishamlandi aðstæður á flugmörkuðum. Í tvígang hafa samkeppnisyfirvöld gripið inn í undirverðlagningu Icelandair, í fyrra skiptið árið 2003 og hið síðara með ákvörðun árið 2007. Seinna málið endaði með fyrrgreindum Hæstaréttardómi. Í nokkur skipti hafa samkeppnisyfirvöld gripið til aðgerða vegna flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Nægir að nefna háar sektir á Flugþjónustuna á Keflavíkurflugvelli (IGS), fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu við afgreiðslu farþegaflugvéla og nýleg fyrirmæli til IGS ehf. um að ganga til samninga við Cargo Express ehf. um fraktafgreiðslu, en því hafði verið neitað um slíka samninga. Árið 2000 var fyrirmælum beint til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. um að semja við flugafgreiðslufyrirtækið Vallarvini um nauðsynlega aðstöðu til innritunar og farþegaþjónustu, en flugstöðin hafði hafnað slíku. Þá hefur Samkeppniseftirlitið beitt sér gagnvart flugmálayfirvöldum til að liðka fyrir samkeppni. Nægir að nefna að í fyrra beindi Samkeppniseftirlitið bindandi fyrirmælum til Flugmálastjórnar um að breyta verklagi sínu við veitingu flugréttinda með það að markmiði að auka samkeppni í flugi til og frá Íslandi. Nánar er fjallað um þessar og fleiri aðgerðir í pistli nr. 1/2012, sem birtur er á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins. Aðgerðirnar hafa skilað árangriUm þessar mundir bjóða tvö flugfélög upp á flugsamgöngur til og frá Íslandi allan ársins hring. Þriðja félagið hefur boðað starfsemi. Fleiri flugfélög bjóða auk þess upp á árstíðabundna þjónustu. Ein forsenda þessa er að flugfélög hafa val um flugþjónustufyrirtæki auk þess sem þjónusta flugmálayfirvalda er smátt og smátt að færast til betri vegar. Í þessu felst mikil breyting á fáum árum, frá því að eitt flugfélag réði lögum og lofum og naut til þess ýmiss konar stuðnings yfirvalda. Þessa breytingu má að miklu leyti þakka þeim sem sáu tækifæri til þess að bjóða upp á nýja valkosti og höfðu kjark til að hrinda þeim í framkvæmd. Jafnljóst er að þær tilraunir hefðu í mörgum tilvikum mistekist, ef samkeppnislaganna hefði ekki notið ekki við og þeim fylgt eftir. Margt er hins vegar óunnið. Nefna má að í skýrslu Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2008, Öflug uppbygging – Opnun markaða og efling atvinnustarfsemi, er m.a. fjallað sérstaklega um flugmarkaði, bent á ýmsar aðgangshindranir inn á þessa markaði og leiðir til að ryðja þeim úr vegi. Samkeppnislögin vernda samkeppni en ekki alltaf einstaka keppinautaHæstaréttardómur sá sem gerður var að umtalsefni hér í upphafi markar endalok á mjög langri meðferð málsins hjá Samkeppniseftirlitinu og dómstólum. Málið er raunar gott dæmi um það hversu hart er oft tekist á um úrlausnir samkeppnismála og hversu flókin þau geta verið. Þessi langa málsmeðferð leiðir jafnframt hugann að því að úrlausnir samkeppnisyfirvalda koma ekki alltaf kvartandanum sjálfum að fullum notum, þótt sem betur fer séu til fjölmörg dæmi um að þær hafi komið í veg fyrir að keppinautar hafi hrökklast út af markaðnum. Skiljanlegt er að keppinautur sem kvartar til samkeppnisyfirvalda vilji skjóta úrlausn máls. Staðreyndin er hins vegar sú að samkeppnislöggjöfin og framkvæmd hennar beinist ekki að því að bjarga fyrirtækjum frá hvers konar tjóni af samkeppnishindrunum, heldur því að stöðva brot og skapa til framtíðar bætt samkeppnisumhverfi, efnahagslífinu og almenningi til hagsbóta. Á hinn bóginn getur endanleg niðurstaða í samkeppnismálum verið keppinautum tilefni til þess að sækja bætur á hendur því fyrirtæki sem braut samkeppnislögin og bakaði þeim tjón. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 9. febrúar sl. féll dómur í Hæstarétti Íslands þar sem staðfest er að Icelandair hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á flugleiðinni milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar. Var félagið dæmt til að greiða 80 m.kr. í sektir. Um var að ræða kynningu og sölu á svokölluðum Netsmellum, sem stóðu viðskiptavinum Icelandair til boða á árinu 2004. Héraðsdómur hafði áður staðfest niðurstöðu samkeppnisyfirvalda um brot Icelandair en fellt niður sektir. Dómur Hæstaréttar felur í sér mikilvægt fordæmi. Hann er staðfesting þess að markaðsráðandi aðili í farþegaflugi verður að gæta sín vel á því að hindra ekki aðgang að markaðnum með kynningu og verðlagningu á flugfargjöldum. Jafnframt er staðfest sú meginregla að sektir skuli liggja við brotum á bannreglum samkeppnislaga. Horfði Hæstiréttur einnig til þess að Icelandair hafði áður brotið sama bannákvæði. Samkeppnisyfirvöld hafa ítrekað gripið inn í samkeppnishömlur á flugmörkuðumEngum vafa er undirorpið að samkeppnisaðstæður á flugmarkaði skipta atvinnulíf og almenning í þessu landi miklu máli. Fyrrgreindur dómur fjallar um eitt af allmörgum málum þar sem samkeppnisyfirvöld hafa gripið inn í samkeppnishamlandi aðstæður á flugmörkuðum. Í tvígang hafa samkeppnisyfirvöld gripið inn í undirverðlagningu Icelandair, í fyrra skiptið árið 2003 og hið síðara með ákvörðun árið 2007. Seinna málið endaði með fyrrgreindum Hæstaréttardómi. Í nokkur skipti hafa samkeppnisyfirvöld gripið til aðgerða vegna flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Nægir að nefna háar sektir á Flugþjónustuna á Keflavíkurflugvelli (IGS), fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu við afgreiðslu farþegaflugvéla og nýleg fyrirmæli til IGS ehf. um að ganga til samninga við Cargo Express ehf. um fraktafgreiðslu, en því hafði verið neitað um slíka samninga. Árið 2000 var fyrirmælum beint til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. um að semja við flugafgreiðslufyrirtækið Vallarvini um nauðsynlega aðstöðu til innritunar og farþegaþjónustu, en flugstöðin hafði hafnað slíku. Þá hefur Samkeppniseftirlitið beitt sér gagnvart flugmálayfirvöldum til að liðka fyrir samkeppni. Nægir að nefna að í fyrra beindi Samkeppniseftirlitið bindandi fyrirmælum til Flugmálastjórnar um að breyta verklagi sínu við veitingu flugréttinda með það að markmiði að auka samkeppni í flugi til og frá Íslandi. Nánar er fjallað um þessar og fleiri aðgerðir í pistli nr. 1/2012, sem birtur er á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins. Aðgerðirnar hafa skilað árangriUm þessar mundir bjóða tvö flugfélög upp á flugsamgöngur til og frá Íslandi allan ársins hring. Þriðja félagið hefur boðað starfsemi. Fleiri flugfélög bjóða auk þess upp á árstíðabundna þjónustu. Ein forsenda þessa er að flugfélög hafa val um flugþjónustufyrirtæki auk þess sem þjónusta flugmálayfirvalda er smátt og smátt að færast til betri vegar. Í þessu felst mikil breyting á fáum árum, frá því að eitt flugfélag réði lögum og lofum og naut til þess ýmiss konar stuðnings yfirvalda. Þessa breytingu má að miklu leyti þakka þeim sem sáu tækifæri til þess að bjóða upp á nýja valkosti og höfðu kjark til að hrinda þeim í framkvæmd. Jafnljóst er að þær tilraunir hefðu í mörgum tilvikum mistekist, ef samkeppnislaganna hefði ekki notið ekki við og þeim fylgt eftir. Margt er hins vegar óunnið. Nefna má að í skýrslu Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2008, Öflug uppbygging – Opnun markaða og efling atvinnustarfsemi, er m.a. fjallað sérstaklega um flugmarkaði, bent á ýmsar aðgangshindranir inn á þessa markaði og leiðir til að ryðja þeim úr vegi. Samkeppnislögin vernda samkeppni en ekki alltaf einstaka keppinautaHæstaréttardómur sá sem gerður var að umtalsefni hér í upphafi markar endalok á mjög langri meðferð málsins hjá Samkeppniseftirlitinu og dómstólum. Málið er raunar gott dæmi um það hversu hart er oft tekist á um úrlausnir samkeppnismála og hversu flókin þau geta verið. Þessi langa málsmeðferð leiðir jafnframt hugann að því að úrlausnir samkeppnisyfirvalda koma ekki alltaf kvartandanum sjálfum að fullum notum, þótt sem betur fer séu til fjölmörg dæmi um að þær hafi komið í veg fyrir að keppinautar hafi hrökklast út af markaðnum. Skiljanlegt er að keppinautur sem kvartar til samkeppnisyfirvalda vilji skjóta úrlausn máls. Staðreyndin er hins vegar sú að samkeppnislöggjöfin og framkvæmd hennar beinist ekki að því að bjarga fyrirtækjum frá hvers konar tjóni af samkeppnishindrunum, heldur því að stöðva brot og skapa til framtíðar bætt samkeppnisumhverfi, efnahagslífinu og almenningi til hagsbóta. Á hinn bóginn getur endanleg niðurstaða í samkeppnismálum verið keppinautum tilefni til þess að sækja bætur á hendur því fyrirtæki sem braut samkeppnislögin og bakaði þeim tjón.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun