Nýtum visku og hæfileika kvenna Regína Bjarnadóttir skrifar 24. febrúar 2012 06:00 Árið 2011 var merkisár hjá landsnefnd UN Women á Íslandi. Þetta var fyrsta starfsár UN Women á Íslandi, þar sem UNIFEM varð að UN Women um áramótin 2010-2011. Þá var ákveðið að halda fjáröflunar- og vitundarvakningarviku í annað sinn, svokallaða „Fiðrildaviku", sem tókst með glæsibrag. Einnig framleiddi landsnefndin sérstakar UN Women töskur með dyggri aðstoð hönnuðanna Kötlu Rósar Völudóttur og Ragnars Más Nikulássonar, sem vöktu mikla athygli og hreinlega fuku út. Í lok árs 2011 gat UN Women á Íslandi með stolti aukið framlag sitt til verkefna víða um heim um 140% frá fyrra ári. Ég vil fyrir hönd stjórnar UN Women á Íslandi þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóginn og gáfu vinnu sína til þessa þarfa málefnis. Fyrir frjáls félagasamtök með takmarkaða yfirbyggingu er þátttaka sjálfboðaliða lykilatriði til þess að ná árangri. Með þennan stóra og góða hóp styrktaraðila getum við áorkað miklu og hvet ég alla stuðningsaðila til að vera virkir þátttakendur í starfinu á komandi árum. Einnig vil ég þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem lögðu okkur lið á árinu, bæði með fjárframlögum og vinnuframlagi. Félagsmönnum í landsnefnd UN Women á Íslandi og mánaðarlegum styrktaraðilum í „Systralaginu" svonefnda hefur fjölgað umtalsvert undanfarið ár og gleður það okkur mjög. Það er greinilegt að almenningur lætur sig málefni kvenna um allan heim varða og er tilbúinn að leggja jafnréttisbaráttunni lið, jafnvel þótt víða kreppi að. Mikið hefur áunnist á undanförnum árum fyrir tilstuðlan UN Women. Engu að síður eru verkefni framtíðarinnar ærin. Meginmarkmið UN Women á Ísland eru að vera málsvari kvenna í þróunarlöndum og á átakasvæðum, kynna og efla áhuga almennings á starfsemi UN Women, þrýsta á stjórnvöld að aðhafast í málefnum er varða jafnan rétt kynjanna og síðast en ekki síst að afla fjárframlaga til að styrkja verkefni þar sem vandamálin eru stærst. UN Women á Íslandi mun halda áfram af fullum krafti að sinna þessu mikilvæga hlutverki sínu og veita konum um allan heim byr undir báða vængi til að eygja von um að brjótast út úr aðstæðum fátæktar, sjúkdóma, ofbeldis og óréttlætis. Við hvetjum alla sem láta sig málefnið varða til að taka þátt í því starfi með okkur. Ég læt Michelle Bachelet, framkvæmdastýru UN Women, eiga lokaorðin: „Við köllum eftir dyggum stuðningi við að efla mátt kvenna og jafnrétti kynjanna. Á þessum tímum óvissu og örbirgðar megum við ekki láta niðurskurð bitna á framförum kvenréttinda. Við þurfum ekki aðeins að halda því í horfinu sem áunnist hefur, heldur halda áfram að taka framförum. Með auknum kröfum um réttlæti, pólitískum breytingum og kosningum í nánd höfum við tækifæri til að opna dyrnar fyrir konur. Við höfum ekki lengur efni á að halda konum niðri, við þurfum á visku og hæfileikum kvenna að halda í heiminum, sama hvort um er að ræða fæðuöryggi, efnahagslegar framfarir, heilsu eða frið og öryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Árið 2011 var merkisár hjá landsnefnd UN Women á Íslandi. Þetta var fyrsta starfsár UN Women á Íslandi, þar sem UNIFEM varð að UN Women um áramótin 2010-2011. Þá var ákveðið að halda fjáröflunar- og vitundarvakningarviku í annað sinn, svokallaða „Fiðrildaviku", sem tókst með glæsibrag. Einnig framleiddi landsnefndin sérstakar UN Women töskur með dyggri aðstoð hönnuðanna Kötlu Rósar Völudóttur og Ragnars Más Nikulássonar, sem vöktu mikla athygli og hreinlega fuku út. Í lok árs 2011 gat UN Women á Íslandi með stolti aukið framlag sitt til verkefna víða um heim um 140% frá fyrra ári. Ég vil fyrir hönd stjórnar UN Women á Íslandi þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóginn og gáfu vinnu sína til þessa þarfa málefnis. Fyrir frjáls félagasamtök með takmarkaða yfirbyggingu er þátttaka sjálfboðaliða lykilatriði til þess að ná árangri. Með þennan stóra og góða hóp styrktaraðila getum við áorkað miklu og hvet ég alla stuðningsaðila til að vera virkir þátttakendur í starfinu á komandi árum. Einnig vil ég þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem lögðu okkur lið á árinu, bæði með fjárframlögum og vinnuframlagi. Félagsmönnum í landsnefnd UN Women á Íslandi og mánaðarlegum styrktaraðilum í „Systralaginu" svonefnda hefur fjölgað umtalsvert undanfarið ár og gleður það okkur mjög. Það er greinilegt að almenningur lætur sig málefni kvenna um allan heim varða og er tilbúinn að leggja jafnréttisbaráttunni lið, jafnvel þótt víða kreppi að. Mikið hefur áunnist á undanförnum árum fyrir tilstuðlan UN Women. Engu að síður eru verkefni framtíðarinnar ærin. Meginmarkmið UN Women á Ísland eru að vera málsvari kvenna í þróunarlöndum og á átakasvæðum, kynna og efla áhuga almennings á starfsemi UN Women, þrýsta á stjórnvöld að aðhafast í málefnum er varða jafnan rétt kynjanna og síðast en ekki síst að afla fjárframlaga til að styrkja verkefni þar sem vandamálin eru stærst. UN Women á Íslandi mun halda áfram af fullum krafti að sinna þessu mikilvæga hlutverki sínu og veita konum um allan heim byr undir báða vængi til að eygja von um að brjótast út úr aðstæðum fátæktar, sjúkdóma, ofbeldis og óréttlætis. Við hvetjum alla sem láta sig málefnið varða til að taka þátt í því starfi með okkur. Ég læt Michelle Bachelet, framkvæmdastýru UN Women, eiga lokaorðin: „Við köllum eftir dyggum stuðningi við að efla mátt kvenna og jafnrétti kynjanna. Á þessum tímum óvissu og örbirgðar megum við ekki láta niðurskurð bitna á framförum kvenréttinda. Við þurfum ekki aðeins að halda því í horfinu sem áunnist hefur, heldur halda áfram að taka framförum. Með auknum kröfum um réttlæti, pólitískum breytingum og kosningum í nánd höfum við tækifæri til að opna dyrnar fyrir konur. Við höfum ekki lengur efni á að halda konum niðri, við þurfum á visku og hæfileikum kvenna að halda í heiminum, sama hvort um er að ræða fæðuöryggi, efnahagslegar framfarir, heilsu eða frið og öryggi.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun