Nýtum visku og hæfileika kvenna Regína Bjarnadóttir skrifar 24. febrúar 2012 06:00 Árið 2011 var merkisár hjá landsnefnd UN Women á Íslandi. Þetta var fyrsta starfsár UN Women á Íslandi, þar sem UNIFEM varð að UN Women um áramótin 2010-2011. Þá var ákveðið að halda fjáröflunar- og vitundarvakningarviku í annað sinn, svokallaða „Fiðrildaviku", sem tókst með glæsibrag. Einnig framleiddi landsnefndin sérstakar UN Women töskur með dyggri aðstoð hönnuðanna Kötlu Rósar Völudóttur og Ragnars Más Nikulássonar, sem vöktu mikla athygli og hreinlega fuku út. Í lok árs 2011 gat UN Women á Íslandi með stolti aukið framlag sitt til verkefna víða um heim um 140% frá fyrra ári. Ég vil fyrir hönd stjórnar UN Women á Íslandi þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóginn og gáfu vinnu sína til þessa þarfa málefnis. Fyrir frjáls félagasamtök með takmarkaða yfirbyggingu er þátttaka sjálfboðaliða lykilatriði til þess að ná árangri. Með þennan stóra og góða hóp styrktaraðila getum við áorkað miklu og hvet ég alla stuðningsaðila til að vera virkir þátttakendur í starfinu á komandi árum. Einnig vil ég þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem lögðu okkur lið á árinu, bæði með fjárframlögum og vinnuframlagi. Félagsmönnum í landsnefnd UN Women á Íslandi og mánaðarlegum styrktaraðilum í „Systralaginu" svonefnda hefur fjölgað umtalsvert undanfarið ár og gleður það okkur mjög. Það er greinilegt að almenningur lætur sig málefni kvenna um allan heim varða og er tilbúinn að leggja jafnréttisbaráttunni lið, jafnvel þótt víða kreppi að. Mikið hefur áunnist á undanförnum árum fyrir tilstuðlan UN Women. Engu að síður eru verkefni framtíðarinnar ærin. Meginmarkmið UN Women á Ísland eru að vera málsvari kvenna í þróunarlöndum og á átakasvæðum, kynna og efla áhuga almennings á starfsemi UN Women, þrýsta á stjórnvöld að aðhafast í málefnum er varða jafnan rétt kynjanna og síðast en ekki síst að afla fjárframlaga til að styrkja verkefni þar sem vandamálin eru stærst. UN Women á Íslandi mun halda áfram af fullum krafti að sinna þessu mikilvæga hlutverki sínu og veita konum um allan heim byr undir báða vængi til að eygja von um að brjótast út úr aðstæðum fátæktar, sjúkdóma, ofbeldis og óréttlætis. Við hvetjum alla sem láta sig málefnið varða til að taka þátt í því starfi með okkur. Ég læt Michelle Bachelet, framkvæmdastýru UN Women, eiga lokaorðin: „Við köllum eftir dyggum stuðningi við að efla mátt kvenna og jafnrétti kynjanna. Á þessum tímum óvissu og örbirgðar megum við ekki láta niðurskurð bitna á framförum kvenréttinda. Við þurfum ekki aðeins að halda því í horfinu sem áunnist hefur, heldur halda áfram að taka framförum. Með auknum kröfum um réttlæti, pólitískum breytingum og kosningum í nánd höfum við tækifæri til að opna dyrnar fyrir konur. Við höfum ekki lengur efni á að halda konum niðri, við þurfum á visku og hæfileikum kvenna að halda í heiminum, sama hvort um er að ræða fæðuöryggi, efnahagslegar framfarir, heilsu eða frið og öryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2011 var merkisár hjá landsnefnd UN Women á Íslandi. Þetta var fyrsta starfsár UN Women á Íslandi, þar sem UNIFEM varð að UN Women um áramótin 2010-2011. Þá var ákveðið að halda fjáröflunar- og vitundarvakningarviku í annað sinn, svokallaða „Fiðrildaviku", sem tókst með glæsibrag. Einnig framleiddi landsnefndin sérstakar UN Women töskur með dyggri aðstoð hönnuðanna Kötlu Rósar Völudóttur og Ragnars Más Nikulássonar, sem vöktu mikla athygli og hreinlega fuku út. Í lok árs 2011 gat UN Women á Íslandi með stolti aukið framlag sitt til verkefna víða um heim um 140% frá fyrra ári. Ég vil fyrir hönd stjórnar UN Women á Íslandi þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóginn og gáfu vinnu sína til þessa þarfa málefnis. Fyrir frjáls félagasamtök með takmarkaða yfirbyggingu er þátttaka sjálfboðaliða lykilatriði til þess að ná árangri. Með þennan stóra og góða hóp styrktaraðila getum við áorkað miklu og hvet ég alla stuðningsaðila til að vera virkir þátttakendur í starfinu á komandi árum. Einnig vil ég þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem lögðu okkur lið á árinu, bæði með fjárframlögum og vinnuframlagi. Félagsmönnum í landsnefnd UN Women á Íslandi og mánaðarlegum styrktaraðilum í „Systralaginu" svonefnda hefur fjölgað umtalsvert undanfarið ár og gleður það okkur mjög. Það er greinilegt að almenningur lætur sig málefni kvenna um allan heim varða og er tilbúinn að leggja jafnréttisbaráttunni lið, jafnvel þótt víða kreppi að. Mikið hefur áunnist á undanförnum árum fyrir tilstuðlan UN Women. Engu að síður eru verkefni framtíðarinnar ærin. Meginmarkmið UN Women á Ísland eru að vera málsvari kvenna í þróunarlöndum og á átakasvæðum, kynna og efla áhuga almennings á starfsemi UN Women, þrýsta á stjórnvöld að aðhafast í málefnum er varða jafnan rétt kynjanna og síðast en ekki síst að afla fjárframlaga til að styrkja verkefni þar sem vandamálin eru stærst. UN Women á Íslandi mun halda áfram af fullum krafti að sinna þessu mikilvæga hlutverki sínu og veita konum um allan heim byr undir báða vængi til að eygja von um að brjótast út úr aðstæðum fátæktar, sjúkdóma, ofbeldis og óréttlætis. Við hvetjum alla sem láta sig málefnið varða til að taka þátt í því starfi með okkur. Ég læt Michelle Bachelet, framkvæmdastýru UN Women, eiga lokaorðin: „Við köllum eftir dyggum stuðningi við að efla mátt kvenna og jafnrétti kynjanna. Á þessum tímum óvissu og örbirgðar megum við ekki láta niðurskurð bitna á framförum kvenréttinda. Við þurfum ekki aðeins að halda því í horfinu sem áunnist hefur, heldur halda áfram að taka framförum. Með auknum kröfum um réttlæti, pólitískum breytingum og kosningum í nánd höfum við tækifæri til að opna dyrnar fyrir konur. Við höfum ekki lengur efni á að halda konum niðri, við þurfum á visku og hæfileikum kvenna að halda í heiminum, sama hvort um er að ræða fæðuöryggi, efnahagslegar framfarir, heilsu eða frið og öryggi.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun