Áskorun til forseta Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar 10. mars 2012 12:00 Ólafur Ragnar Grímsson hefur nú ákveðið að gefa kost á sér til forseta fimmta kjörtímabilið. Til þess hefur hann fullan rétt og þarf ekki að rökstyðja með neinu nema því að hann langi til að vinna áfram í þeim anda sem hann hefur gert. En rökstuðningur Ólafs sætir tíðindum. Hann er eftirfarandi:1) ...vísað er til vaxandi óvissu um stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá,2) …umróts á vettvangi þjóðmála og flokkakerfis,3) …sem og átaka um fullveldi Íslands.4) …Þá er einnig áréttað mikilvægi þess að standa vörð um málstað þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. „Vaxandi óvissa varðandi stjórnskipan og stöðu forseta"? Ef vísað er til þeirrar skapandi og frjóu umræðu sem nú á sér stað um stjórnarskrá og stöðu forseta, sem birtist í umræðum þjóðfundar, tillögum stjórnlagaráðs, almennri umræðu og á hinu háa Alþingi þá ætti forseti að fagna þeirri „vegferð". Hvetja til framsækni, þátttöku og nýsköpunar til að skapa Nýja Ísland. „Óvissan" er kjarni í lýðræðislegu ferli. Hvað er hættulegt við að endurskoða stjórnarskrána eftir lýðræðislegum leiðum og hvað kallar sérstaklega á endurkjör núverandi forseta í því samhengi? Í sömu hendingu er vísað í umrót á vettvangi „þjóðmála og flokkakerfis". Umrótið verður varla meira en það sem kallast Hrun og varð fyrir þremur árum. Og umrót í flokkakerfi höfum við upplifað áður án þess að forsetaembættið ætti þar hlut að máli. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson var formaður Alþýðubandalagsins studdi hann ekki eigin flokk heldur Nýjan vettvang í borgarstjórnarkosningum. Áður hafði hann sannarlega sjálfur tekið þátt í „umróti" í ýmsum flokkum. Kvennalistinn kom og fór án atbeina forseta Íslands. Samfylkingin var stofnuð án aðkomu forseta, upp úr umróti þriggja flokka. Borgaraflokkur Alberts, Bandalag Vilmundar, Frjálslyndi flokkurinn… Hvað kallar á sitjandi forseta til að valda reiti í umróti flokkakerfisins einmitt núna? Átök um fullveldiMestum tíðindum sætir fullyrðing Ólafs Ragnars að nú standi átök um fullveldi landsins. Fróðlegt væri að sjá nánari skýringar á því. Taki maður þessa yfirlýsingu alvarlega er hún ekkert annað en stórtíðindi. Forseta Íslands ber skylda til að rökstyðja með skýrum hætti slíka yfirlýsingu, annað sæmir ekki. Ef nú standa sérstök átök um sjálft fullveldi landsins ber að upplýsa um alla þætti þeirrar hættu og hvernig forseti hyggst bregðast við henni nái hann endurkjöri. Sé átt við aðildarviðræður að Evrópusambandinu hefur aldrei staðið annað til en að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram að þeim loknum án þess að forseti komi þar sérstaklega að málum. Lítil fyrirhöfnÞegar slík stórmál eru nefnd sérstaklega (fullveldi Íslands, vaxandi óvissa um stjórnskipan landsins) kann ýmsum að þykja úr vöndu að ráða. En Ólafur Ragnar virðist telja fullveldið og stjórnskipan landsins og sjálfan málstað þjóðarinnar vera skammtímaverkefni sem hann geti leyst á tveimur árum: „Það er einlæg ósk mín að þjóðin muni sýna því skilning þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan landsins og stjórnarfari og staða okkar í samfélagi þjóðanna hefur skýrst, ákveði ég að hverfa til annarra verkefna áður en kjörtímabilið er á enda." Allt þetta á einu eða tveimur árum? Og þarf þá ekki eftir það að „…standa vörð um málstað Íslands á alþjóðavettvangi?" Ég skora á forseta að gera skýra grein fyrir öllum þessum atriðum.Ástæðan fyrir því að ég skoraði ekki á forseta að halda áfram Ólafur Ragnar hefur ýmislegt gert vel í embætti. Ég samgladdist honum þegar hann sagði í áramótaávarpi sínu að hann væri hættur og hygðist finna kröftum sínum nýjan vettvang laus úr embættishlekkjum. Því nú er krafa tímans að við veljum forseta Nýja Íslands. Forsetakosningarnar í sumar eru fyrsta tækifæri þjóðarinnar eftir Hrun að segja skýrt og milliliðalaust að nú verði endurreisn, siðbót, bætt lýðræði, raunverulegar breytingar á kerfinu sem leiddi lýðveldið unga fram af brún hengiflugs haustið 2008. Við þurfum að segja skilið við sögu og arfleifð sem Ólafur Ragnar Grímsson er hluti af. Vegna þess að… Í fyrsta lagi varð honum illilega á með áköfum stuðningi sínum við útrásargengið og söluræður hans víða í útlöndum um íslensku þjóðina voru ekki samboðnar henni eða virðingu embættisins. Þótt finna megi því stað að forsetinn hafi beðist afsökunar með einum eða öðrum hætti, stendur óhaggað það sem hann sagði sjálfur, að embættið var misnotað meðan hann var á vakt og hann sýndi dómgreindarskort gagnvart auðmönnum. Þetta grefur undan trausti. Í öðru lagi hefur Ólafi Ragnari mistekist að gera raunverulega yfirbót þegar tækifæri gafst. Hann hafnaði algjörlega gagnrýni á framgöngu sína í Rannsóknarskýrslu Alþingis og féllst ekki á nauðsyn þess að forsetaembættinu yrðu settar siðareglur. Hann átti að taka forystu þegar ákall um siðbót í samfélaginu heyrðist úr öllum áttum, en brást. Þetta grefur undan siðbót. Í þriðja lagi vinnur forseti ógagn þegar hann skapar óþarfan ótta og spilar á strengi „óvissu". Þetta grefur undan tiltrú og vongleði. Hvernig forseta viljum við?Það jafngildir uppgjöf að kjósa forseta Gamla Íslands enn á ný eftir sextán ára setu á þeim valdastóli. Þjóðin þarf sárlega á nýjum forseta að halda sem getur orðið sameinandi afl en ekki sundrungartákn. Á næstu misserum reynir á þjóðina, stjórnmálin og stjórnkerfið að bæta lýðræði og vinnubrögð við stjórn landsins. Það þarf að endurvinna traust, setja leikreglur sem halda, bæta umræðumenningu, sýna heilindi; taka vonglöð skref til betri hátta og segja skilið við spillingu, gerræði og fúsk. Þá skiptir máli að forseti landsins sé með í för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson hefur nú ákveðið að gefa kost á sér til forseta fimmta kjörtímabilið. Til þess hefur hann fullan rétt og þarf ekki að rökstyðja með neinu nema því að hann langi til að vinna áfram í þeim anda sem hann hefur gert. En rökstuðningur Ólafs sætir tíðindum. Hann er eftirfarandi:1) ...vísað er til vaxandi óvissu um stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá,2) …umróts á vettvangi þjóðmála og flokkakerfis,3) …sem og átaka um fullveldi Íslands.4) …Þá er einnig áréttað mikilvægi þess að standa vörð um málstað þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. „Vaxandi óvissa varðandi stjórnskipan og stöðu forseta"? Ef vísað er til þeirrar skapandi og frjóu umræðu sem nú á sér stað um stjórnarskrá og stöðu forseta, sem birtist í umræðum þjóðfundar, tillögum stjórnlagaráðs, almennri umræðu og á hinu háa Alþingi þá ætti forseti að fagna þeirri „vegferð". Hvetja til framsækni, þátttöku og nýsköpunar til að skapa Nýja Ísland. „Óvissan" er kjarni í lýðræðislegu ferli. Hvað er hættulegt við að endurskoða stjórnarskrána eftir lýðræðislegum leiðum og hvað kallar sérstaklega á endurkjör núverandi forseta í því samhengi? Í sömu hendingu er vísað í umrót á vettvangi „þjóðmála og flokkakerfis". Umrótið verður varla meira en það sem kallast Hrun og varð fyrir þremur árum. Og umrót í flokkakerfi höfum við upplifað áður án þess að forsetaembættið ætti þar hlut að máli. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson var formaður Alþýðubandalagsins studdi hann ekki eigin flokk heldur Nýjan vettvang í borgarstjórnarkosningum. Áður hafði hann sannarlega sjálfur tekið þátt í „umróti" í ýmsum flokkum. Kvennalistinn kom og fór án atbeina forseta Íslands. Samfylkingin var stofnuð án aðkomu forseta, upp úr umróti þriggja flokka. Borgaraflokkur Alberts, Bandalag Vilmundar, Frjálslyndi flokkurinn… Hvað kallar á sitjandi forseta til að valda reiti í umróti flokkakerfisins einmitt núna? Átök um fullveldiMestum tíðindum sætir fullyrðing Ólafs Ragnars að nú standi átök um fullveldi landsins. Fróðlegt væri að sjá nánari skýringar á því. Taki maður þessa yfirlýsingu alvarlega er hún ekkert annað en stórtíðindi. Forseta Íslands ber skylda til að rökstyðja með skýrum hætti slíka yfirlýsingu, annað sæmir ekki. Ef nú standa sérstök átök um sjálft fullveldi landsins ber að upplýsa um alla þætti þeirrar hættu og hvernig forseti hyggst bregðast við henni nái hann endurkjöri. Sé átt við aðildarviðræður að Evrópusambandinu hefur aldrei staðið annað til en að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram að þeim loknum án þess að forseti komi þar sérstaklega að málum. Lítil fyrirhöfnÞegar slík stórmál eru nefnd sérstaklega (fullveldi Íslands, vaxandi óvissa um stjórnskipan landsins) kann ýmsum að þykja úr vöndu að ráða. En Ólafur Ragnar virðist telja fullveldið og stjórnskipan landsins og sjálfan málstað þjóðarinnar vera skammtímaverkefni sem hann geti leyst á tveimur árum: „Það er einlæg ósk mín að þjóðin muni sýna því skilning þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan landsins og stjórnarfari og staða okkar í samfélagi þjóðanna hefur skýrst, ákveði ég að hverfa til annarra verkefna áður en kjörtímabilið er á enda." Allt þetta á einu eða tveimur árum? Og þarf þá ekki eftir það að „…standa vörð um málstað Íslands á alþjóðavettvangi?" Ég skora á forseta að gera skýra grein fyrir öllum þessum atriðum.Ástæðan fyrir því að ég skoraði ekki á forseta að halda áfram Ólafur Ragnar hefur ýmislegt gert vel í embætti. Ég samgladdist honum þegar hann sagði í áramótaávarpi sínu að hann væri hættur og hygðist finna kröftum sínum nýjan vettvang laus úr embættishlekkjum. Því nú er krafa tímans að við veljum forseta Nýja Íslands. Forsetakosningarnar í sumar eru fyrsta tækifæri þjóðarinnar eftir Hrun að segja skýrt og milliliðalaust að nú verði endurreisn, siðbót, bætt lýðræði, raunverulegar breytingar á kerfinu sem leiddi lýðveldið unga fram af brún hengiflugs haustið 2008. Við þurfum að segja skilið við sögu og arfleifð sem Ólafur Ragnar Grímsson er hluti af. Vegna þess að… Í fyrsta lagi varð honum illilega á með áköfum stuðningi sínum við útrásargengið og söluræður hans víða í útlöndum um íslensku þjóðina voru ekki samboðnar henni eða virðingu embættisins. Þótt finna megi því stað að forsetinn hafi beðist afsökunar með einum eða öðrum hætti, stendur óhaggað það sem hann sagði sjálfur, að embættið var misnotað meðan hann var á vakt og hann sýndi dómgreindarskort gagnvart auðmönnum. Þetta grefur undan trausti. Í öðru lagi hefur Ólafi Ragnari mistekist að gera raunverulega yfirbót þegar tækifæri gafst. Hann hafnaði algjörlega gagnrýni á framgöngu sína í Rannsóknarskýrslu Alþingis og féllst ekki á nauðsyn þess að forsetaembættinu yrðu settar siðareglur. Hann átti að taka forystu þegar ákall um siðbót í samfélaginu heyrðist úr öllum áttum, en brást. Þetta grefur undan siðbót. Í þriðja lagi vinnur forseti ógagn þegar hann skapar óþarfan ótta og spilar á strengi „óvissu". Þetta grefur undan tiltrú og vongleði. Hvernig forseta viljum við?Það jafngildir uppgjöf að kjósa forseta Gamla Íslands enn á ný eftir sextán ára setu á þeim valdastóli. Þjóðin þarf sárlega á nýjum forseta að halda sem getur orðið sameinandi afl en ekki sundrungartákn. Á næstu misserum reynir á þjóðina, stjórnmálin og stjórnkerfið að bæta lýðræði og vinnubrögð við stjórn landsins. Það þarf að endurvinna traust, setja leikreglur sem halda, bæta umræðumenningu, sýna heilindi; taka vonglöð skref til betri hátta og segja skilið við spillingu, gerræði og fúsk. Þá skiptir máli að forseti landsins sé með í för.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar