Í kjölfar dóms Landsdóms Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 25. apríl 2012 06:00 Í kjölfar dóms Landsdóms hefur spunnist mikil umræða um störf ríkisstjórna og stjórnsýslu og jafnvel verið látið í veðri vaka að ekkert hafi verið gert til þess að bæta þau vinnubrögð sem dómurinn gagnrýnir. Ríkisstjórnir mínar hafa lagt sérstaka áherslu á umbætur í stjórnsýslu á kjörtímabilinu, ekki síst varðandi vinnubrögð ríkisstjórna og á ráðherrafundum auk fækkunar og styrkingar ráðuneyta. Ráðherranefnd um efnahagsmálÞegar árið 2009 voru settar á fót ráðherranefndir m.a. um efnahagsmál. Þessar nefndir starfa samkvæmt formföstu skipulagi og á föstum fundum á sama hátt og ríkisstjórnin. Í ráðherranefnd um efnahagsmál, sem heldur fundi a.m.k. vikulega, eru lögð fram skrifleg gögn um ástand á fjármálamörkuðum o.fl. sem varðar efnahagslífið auk stærstu mála nefndar um fjármálastöðugleika og áhættuþættir í efnahagslífi vaktaðir og metnir. Þá eru reglulega kallaðir til funda við nefndina forsvarsmenn Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins og fleiri aðila sem gegna mikilvægu hlutverki á þessu sviði. Forsætisráðherra, efnahags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra sitja alla fundina og fá til sín aðra ráðherra ef tilefni er til. Nefndin er því verkstjórnar- og samhæfingarvettvangur og þar eru mál sem varða efnahagsmál í víðum skilningi rædd og þeim komið í farveg. Stærstu málin sem rædd eru í nefndinni eru jafnframt tekin upp í ríkisstjórn og allir ráðherrar fá fundargerðir allra ráðherranefndafunda sendar og geta tekið upp í ríkisstjórn öll mál sem þar hafa verið rædd. Ný lög um Stjórnarráð ÍslandsÍ nýjum lögum um Stjórnarráð Íslands er nú skýrt kveðið á um að mikilvæg stjórnarmálefni skuli rædd á ríkisstjórnarfundum. Árið 2009 skipaði ég nefnd um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands sem lagði til breytingar á starfsháttum og skilaði skýrslunni Samhent stjórnsýsla þar sem er finna ýmsar ábendingar um það sem betur mætti fara í starfsemi Stjórnarráðsins. Á meðan nefndin starfaði skiluðu rannsóknarnefnd Alþingis og þingmannanefndin, sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndarinnar, skýrslum sínum auk þess sem starfshópur forsætisráðherra um viðbrögð Stjórnsýslunnar við skýrslu RNA skilaði sinni skýrslu. Á grunni þessara skýrslna var unnið frumvarp til laga um Stjórnarráð Íslands sem nú er orðið að lögum þar sem sérstaklega er fjallað um ríkisstjórn og samhæfingu starfa milli ráðherra. Skýrt er hvað átt er við með mikilvægum stjórnarmálefnum sem ræða skal í ríkisstjórn. Þá er m.a. kveðið á um þá skyldu ráðherra að samhæfa stefnu og aðgerðir ráðuneyta og hlutverk forsætisráðherra í því efni. Starfsreglur ríkisstjórnar og ráðherranefnda hafa í kjölfarið verið endurskoðaðar auk reglna um skráningu formlegra samskipta við aðila innan og utan Stjórnarráðs Íslands. Formfesta í vinnubrögðumForsætisráðuneytið mun að sjálfsögðu fara ítarlega yfir dóm Landsdóms ásamt öllum ráðuneytum innan Stjórnarráðs Íslands og skoða hvort tilefni sé til fleiri breytinga til þess að tryggja enn frekar formfestu og reglufestu í vinnubrögðum. Þá hafa verið gerðar breytingar á starfsemi forsætisráðuneytisins til þess að gera því betur kleift að sinna forystuhlutverki sínu en í dómi Landsdóms er m.a. fjallað um forystuhlutverk forsætisráðuneytisins sem leiða má af 17. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki var hefð fyrir formlegum ráðherranefndum né markvissri eftirfylgni með stjórnarsáttmálum ríkisstjórna utan ríkisstjórnarfunda. Þessu hefur verið breytt og ráðuneyti sameinuð og efld. Ríkisstjórnir mínar hafa lagt áherslu á að efla stjórnsýsluna og styrkja í takt við þær ábendingar sem fram hafa komið, ekki síst í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Eins og ég hef bent á í þessari grein hefur ýmislegt þegar verið gert og áfram verður haldið á sömu braut. Efling og styrking stjórnsýslunnar er stöðugt viðfangsefni og við erum mjög langt komin í því að innleiða breytingar í samræmi við ábendingar Rannsóknarnefndar Alþingis og þingmannanefndarinnar. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka frábæru starfsfólki Stjórnarráðsins fyrir framlag sitt í þeim efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar dóms Landsdóms hefur spunnist mikil umræða um störf ríkisstjórna og stjórnsýslu og jafnvel verið látið í veðri vaka að ekkert hafi verið gert til þess að bæta þau vinnubrögð sem dómurinn gagnrýnir. Ríkisstjórnir mínar hafa lagt sérstaka áherslu á umbætur í stjórnsýslu á kjörtímabilinu, ekki síst varðandi vinnubrögð ríkisstjórna og á ráðherrafundum auk fækkunar og styrkingar ráðuneyta. Ráðherranefnd um efnahagsmálÞegar árið 2009 voru settar á fót ráðherranefndir m.a. um efnahagsmál. Þessar nefndir starfa samkvæmt formföstu skipulagi og á föstum fundum á sama hátt og ríkisstjórnin. Í ráðherranefnd um efnahagsmál, sem heldur fundi a.m.k. vikulega, eru lögð fram skrifleg gögn um ástand á fjármálamörkuðum o.fl. sem varðar efnahagslífið auk stærstu mála nefndar um fjármálastöðugleika og áhættuþættir í efnahagslífi vaktaðir og metnir. Þá eru reglulega kallaðir til funda við nefndina forsvarsmenn Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins og fleiri aðila sem gegna mikilvægu hlutverki á þessu sviði. Forsætisráðherra, efnahags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra sitja alla fundina og fá til sín aðra ráðherra ef tilefni er til. Nefndin er því verkstjórnar- og samhæfingarvettvangur og þar eru mál sem varða efnahagsmál í víðum skilningi rædd og þeim komið í farveg. Stærstu málin sem rædd eru í nefndinni eru jafnframt tekin upp í ríkisstjórn og allir ráðherrar fá fundargerðir allra ráðherranefndafunda sendar og geta tekið upp í ríkisstjórn öll mál sem þar hafa verið rædd. Ný lög um Stjórnarráð ÍslandsÍ nýjum lögum um Stjórnarráð Íslands er nú skýrt kveðið á um að mikilvæg stjórnarmálefni skuli rædd á ríkisstjórnarfundum. Árið 2009 skipaði ég nefnd um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands sem lagði til breytingar á starfsháttum og skilaði skýrslunni Samhent stjórnsýsla þar sem er finna ýmsar ábendingar um það sem betur mætti fara í starfsemi Stjórnarráðsins. Á meðan nefndin starfaði skiluðu rannsóknarnefnd Alþingis og þingmannanefndin, sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndarinnar, skýrslum sínum auk þess sem starfshópur forsætisráðherra um viðbrögð Stjórnsýslunnar við skýrslu RNA skilaði sinni skýrslu. Á grunni þessara skýrslna var unnið frumvarp til laga um Stjórnarráð Íslands sem nú er orðið að lögum þar sem sérstaklega er fjallað um ríkisstjórn og samhæfingu starfa milli ráðherra. Skýrt er hvað átt er við með mikilvægum stjórnarmálefnum sem ræða skal í ríkisstjórn. Þá er m.a. kveðið á um þá skyldu ráðherra að samhæfa stefnu og aðgerðir ráðuneyta og hlutverk forsætisráðherra í því efni. Starfsreglur ríkisstjórnar og ráðherranefnda hafa í kjölfarið verið endurskoðaðar auk reglna um skráningu formlegra samskipta við aðila innan og utan Stjórnarráðs Íslands. Formfesta í vinnubrögðumForsætisráðuneytið mun að sjálfsögðu fara ítarlega yfir dóm Landsdóms ásamt öllum ráðuneytum innan Stjórnarráðs Íslands og skoða hvort tilefni sé til fleiri breytinga til þess að tryggja enn frekar formfestu og reglufestu í vinnubrögðum. Þá hafa verið gerðar breytingar á starfsemi forsætisráðuneytisins til þess að gera því betur kleift að sinna forystuhlutverki sínu en í dómi Landsdóms er m.a. fjallað um forystuhlutverk forsætisráðuneytisins sem leiða má af 17. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki var hefð fyrir formlegum ráðherranefndum né markvissri eftirfylgni með stjórnarsáttmálum ríkisstjórna utan ríkisstjórnarfunda. Þessu hefur verið breytt og ráðuneyti sameinuð og efld. Ríkisstjórnir mínar hafa lagt áherslu á að efla stjórnsýsluna og styrkja í takt við þær ábendingar sem fram hafa komið, ekki síst í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Eins og ég hef bent á í þessari grein hefur ýmislegt þegar verið gert og áfram verður haldið á sömu braut. Efling og styrking stjórnsýslunnar er stöðugt viðfangsefni og við erum mjög langt komin í því að innleiða breytingar í samræmi við ábendingar Rannsóknarnefndar Alþingis og þingmannanefndarinnar. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka frábæru starfsfólki Stjórnarráðsins fyrir framlag sitt í þeim efnum.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun