Fjölmiðill í almannaþágu Katrín Jakobsdóttir skrifar 28. apríl 2012 06:00 Fyrir Alþingi liggur frumvarp mitt til laga um Ríkisútvarpið. Með því er mörkuð sú stefna að Ríkisútvarpið leggi megináherslu á það hlutverk sitt að veita fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Af því leiðir að samfélagslegt hlutverk þess er í forgrunni en viðskiptasjónarmið verða víkjandi. Er þetta í samræmi við það grundvallarsjónarmið sem ríkt hefur í starfsemi ríkisrekinna fjölmiðla annars staðar á Norðurlöndum og víðar, t.d. í Bretlandi, og hefur skapað þeim sérstöðu og traust umfram aðra fjölmiðla. Með frumvarpinu er tekin sú afstaða að Ríkisútvarpið sé ein af helstu stoðum lýðræðissamfélagsins. Því hlutverki sinnir það með því að veita landsmönnum upplýsingar sem þeir geta treyst að þjóni almannahagsmunum en ekki sérstökum sjónarmiðum eða hagsmunahópum, stjórnmálasamtökum eða einstaklingum. Með því móti gerir Ríkisútvarpið fólki kleift að móta skoðanir sínar og draga ályktanir út frá réttum upplýsingum, að því marki sem það er mögulegt. Til að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði dagskrárgerðar Ríkisútvarpsins gagnvart viðskiptalegum sjónarmiðum gerir frumvarpið ráð fyrir að stofnað verði sérstakt dótturfélag um þá starfsemi Ríkisútvarpsins sem fellur utan fjölmiðlaþjónustu þess í almannaþágu, m.a. sölu auglýsingarýmis. Er einnig kveðið á um að það birti verðskrá vegna sölu á auglýsingarými í dagskrá. Þá verða settar takmarkanir á lengd auglýsingatíma og auglýsingar í miðjum dagskrárliðum gerðar óheimilar. Með þessu er einnig komið til móts við þau sjónarmið að draga eigi úr vægi Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Með frumvarpinu er menningarhlutverk Ríkisútvarpsins skilgreint nánar en verið hefur og út frá því að Ríkisútvarpið sé ein helsta menningarstofnun landsins. Í því felst að Ríkisútvarpið býður fjölbreytt og vandað menningar- og afþreyingarefni og fjallar um ólík svið íþrótta, lista og menningarlífs á Íslandi og erlendis, auk þess að vera vettvangur umræðna og skoðanaskipta um íslenska menningu og samfélag. Í því samhengi er mikilvægt að hugað sé sérstaklega að þörfum barna og ungmenna. Það er einnig hlutverk Ríkisútvarpsins að leggja rækt við íslenska tungu og kynna sögu þjóðarinnar, menningararfleifð og náttúru. Þá er gert ráð fyrir að Ríkisútvarpið verði virkur þátttakandi í íslenskri kvikmyndagerð, meðal annars með kaupum frá sjálfstæðum framleiðendum. Fleira mætti nefna en það er von mín að ný lög um Ríkisútvarpið styrki enn frekar grunn þess og hlutverk sem fjölmiðill í almannaþágu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp mitt til laga um Ríkisútvarpið. Með því er mörkuð sú stefna að Ríkisútvarpið leggi megináherslu á það hlutverk sitt að veita fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Af því leiðir að samfélagslegt hlutverk þess er í forgrunni en viðskiptasjónarmið verða víkjandi. Er þetta í samræmi við það grundvallarsjónarmið sem ríkt hefur í starfsemi ríkisrekinna fjölmiðla annars staðar á Norðurlöndum og víðar, t.d. í Bretlandi, og hefur skapað þeim sérstöðu og traust umfram aðra fjölmiðla. Með frumvarpinu er tekin sú afstaða að Ríkisútvarpið sé ein af helstu stoðum lýðræðissamfélagsins. Því hlutverki sinnir það með því að veita landsmönnum upplýsingar sem þeir geta treyst að þjóni almannahagsmunum en ekki sérstökum sjónarmiðum eða hagsmunahópum, stjórnmálasamtökum eða einstaklingum. Með því móti gerir Ríkisútvarpið fólki kleift að móta skoðanir sínar og draga ályktanir út frá réttum upplýsingum, að því marki sem það er mögulegt. Til að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði dagskrárgerðar Ríkisútvarpsins gagnvart viðskiptalegum sjónarmiðum gerir frumvarpið ráð fyrir að stofnað verði sérstakt dótturfélag um þá starfsemi Ríkisútvarpsins sem fellur utan fjölmiðlaþjónustu þess í almannaþágu, m.a. sölu auglýsingarýmis. Er einnig kveðið á um að það birti verðskrá vegna sölu á auglýsingarými í dagskrá. Þá verða settar takmarkanir á lengd auglýsingatíma og auglýsingar í miðjum dagskrárliðum gerðar óheimilar. Með þessu er einnig komið til móts við þau sjónarmið að draga eigi úr vægi Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Með frumvarpinu er menningarhlutverk Ríkisútvarpsins skilgreint nánar en verið hefur og út frá því að Ríkisútvarpið sé ein helsta menningarstofnun landsins. Í því felst að Ríkisútvarpið býður fjölbreytt og vandað menningar- og afþreyingarefni og fjallar um ólík svið íþrótta, lista og menningarlífs á Íslandi og erlendis, auk þess að vera vettvangur umræðna og skoðanaskipta um íslenska menningu og samfélag. Í því samhengi er mikilvægt að hugað sé sérstaklega að þörfum barna og ungmenna. Það er einnig hlutverk Ríkisútvarpsins að leggja rækt við íslenska tungu og kynna sögu þjóðarinnar, menningararfleifð og náttúru. Þá er gert ráð fyrir að Ríkisútvarpið verði virkur þátttakandi í íslenskri kvikmyndagerð, meðal annars með kaupum frá sjálfstæðum framleiðendum. Fleira mætti nefna en það er von mín að ný lög um Ríkisútvarpið styrki enn frekar grunn þess og hlutverk sem fjölmiðill í almannaþágu.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun