Rauðka fjárfestir fyrir 1.200 milljónir á Sigló 15. maí 2012 09:30 Á siglufirði Umsvif Róberts Guðfinnssonar í heimabæ hans hafa verið vaxandi síðustu ár. Meðal annars rekur félag hans þar veitingastaðinn Kaffi Rauðku. Mynd/Friðrik Vísir/Friðrik Félagið Rauðka ehf., sem er í eigu Róberts Guðfinnssonar athafnamanns, hefur gert víðtækt samkomulag við sveitarfélagið Fjallabyggð um uppbyggingu tengda afþreyingu og ferðamennsku á Siglufirði. Rauðka er þegar umsvifamikil í ferðaþjónustu á Siglufirði og rekur þar meðal annars Gallerí Rauðku og veitingahúsin Hannes Boy og Kaffi Rauðku. „Samkomulagið felur í sér atriði sem við teljum vera mikilvæg til þess að byggja grundvöll fyrir hótel. Það tengist ýmsum umhverfismálum og skíðasvæðinu og golfvellinum," segir Finnur Yngvi Kristinsson, verkefnisstjóri hjá Rauðku og tengdasonur Róberts. Markmið samkomulags Rauðku og Fjallabyggðar er sagt vera „að skapa byggðarlaginu sérstöðu og gera það eftirsóknarvert í augum ferðamanna í framtíðinni". Kveðið er á um skipulagsbreytingar í miðbænum í nánu samstarfi við Rauðku, úthlutun lóðar til félagsins undir nýtt hótel við smábátahöfnina og uppbyggingu skíðasvæðis og golfvallar bæjarins. „Það er verið að taka á ýmsum málum sem mönnum finnst nauðsynlegt að kippa í liðinn," segir Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, um samkomulagið. Undir séu skipulagsmál, atvinnumál, umhverfismál og útvistarsvæði bæjarins. „Þetta er alveg einstakt." Stofna á sjálfseignarstofnunina Leyning ses. sem ætlað er að byggja upp skíðasvæðið og golfvöllinn. Sveitarfélagið leggur Leyningi til öll núverandi mannvirki á skíðasvæðinu en Rauðka skuldbindur sig til að borga 300 milljónir króna inn í Leyning. Meðal annars á að reisa skíðaskála á næsta ári. Rauðka hefur látið frumhanna nýja hótelið og bærinn hefur skuldbundið sig til að úthluta félaginu lóð. Opna á nýja hótelið árið 2015. Finnur segir gert ráð fyrir að það taki á bilinu 120 til 130 næturgesti í 64 herbergjum. Áætlað sé að bygging þess kosti um 900 milljónir króna. Aðspurður segir Finnur Rauðku þegar hafa lagt 600 milljónir í fjárfestingar á Siglufirði. Gangi þær áætlanir eftir sem nefndar eru í samkomulaginu bætast um 1.200 milljónir við á næstu árum svo heildarfjárfesting Rauðku í bænum verður um 1.800 milljónir króna. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Félagið Rauðka ehf., sem er í eigu Róberts Guðfinnssonar athafnamanns, hefur gert víðtækt samkomulag við sveitarfélagið Fjallabyggð um uppbyggingu tengda afþreyingu og ferðamennsku á Siglufirði. Rauðka er þegar umsvifamikil í ferðaþjónustu á Siglufirði og rekur þar meðal annars Gallerí Rauðku og veitingahúsin Hannes Boy og Kaffi Rauðku. „Samkomulagið felur í sér atriði sem við teljum vera mikilvæg til þess að byggja grundvöll fyrir hótel. Það tengist ýmsum umhverfismálum og skíðasvæðinu og golfvellinum," segir Finnur Yngvi Kristinsson, verkefnisstjóri hjá Rauðku og tengdasonur Róberts. Markmið samkomulags Rauðku og Fjallabyggðar er sagt vera „að skapa byggðarlaginu sérstöðu og gera það eftirsóknarvert í augum ferðamanna í framtíðinni". Kveðið er á um skipulagsbreytingar í miðbænum í nánu samstarfi við Rauðku, úthlutun lóðar til félagsins undir nýtt hótel við smábátahöfnina og uppbyggingu skíðasvæðis og golfvallar bæjarins. „Það er verið að taka á ýmsum málum sem mönnum finnst nauðsynlegt að kippa í liðinn," segir Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, um samkomulagið. Undir séu skipulagsmál, atvinnumál, umhverfismál og útvistarsvæði bæjarins. „Þetta er alveg einstakt." Stofna á sjálfseignarstofnunina Leyning ses. sem ætlað er að byggja upp skíðasvæðið og golfvöllinn. Sveitarfélagið leggur Leyningi til öll núverandi mannvirki á skíðasvæðinu en Rauðka skuldbindur sig til að borga 300 milljónir króna inn í Leyning. Meðal annars á að reisa skíðaskála á næsta ári. Rauðka hefur látið frumhanna nýja hótelið og bærinn hefur skuldbundið sig til að úthluta félaginu lóð. Opna á nýja hótelið árið 2015. Finnur segir gert ráð fyrir að það taki á bilinu 120 til 130 næturgesti í 64 herbergjum. Áætlað sé að bygging þess kosti um 900 milljónir króna. Aðspurður segir Finnur Rauðku þegar hafa lagt 600 milljónir í fjárfestingar á Siglufirði. Gangi þær áætlanir eftir sem nefndar eru í samkomulaginu bætast um 1.200 milljónir við á næstu árum svo heildarfjárfesting Rauðku í bænum verður um 1.800 milljónir króna. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira