"Allt að“ ekki neitt Birgir Rafn Þráinsson skrifar 15. maí 2012 06:00 Sjaldan hafa valkostir neytenda verið jafn margir og nú þegar kemur að fjarskiptatengingum heimilanna. Af þeim er ljósleiðari, lagður alla leið inn á heimili notenda, líkt og Gagnaveita Reykjavíkur leggur, öflugasta og fullkomnasta lausnin enda eina sanna ljósleiðaralausnin. Um það deilir enginn og ekkert sem bendir til annars en svo verði lengi. Síminn hefur nýverið hafið kynningu á skammtímalausn sem felst í að blandað er saman ljósleiðurum sem liggja í götuskápa og áframhaldandi notkun á gömlu símalínunum. Þetta er svokölluð VDSL-tækni, næsta kynslóð af ADSL, sem Síminn kýs að kalla ljósnet. Það sem skiptir þó megin máli fyrir neytendur er hvaða þjónusta þeim býðst. Staðreyndin er sú að framboð og gæði fjarskiptaþjónustu til heimila er nátengt getu fjarskiptatengingarinnar til gagnaflutninga. Viðfangsefnið felst í því að auka mögulegt gagnamagn (bandvídd) og hámarka gagnahraða sem allra mest. Sem betur fer átta margir sig á þessum tæknilegu atriðum, ekki bara tæknifólk. Samfélagsmiðlar og sjónvarpsefni er sífellt að verða kröfuharðara á afköst og hraða gagnaflutninga og því gerir almenningur sér grein fyrir. Enginn nennir að bíða eftir að mynd á Facebook sé að birtast á tölvuskjánum, myndband á YouTube byrji að spila eða bíómynd á leigunni hefjist. Á ljósleiðaraneti Gagnaveitunnar bjóða þjónustuaðilar nú Internet-þjónustu með bandvíddina 100 megabitar á sekúndu. Það þýðir að ljósleiðaraheimtaug heimilisins ræður við umrædda bandvídd hvort heldur það er við flutning gagna til þess eða frá því og já, hvort tveggja í einu. Þarna er ekki um að ræða tilgreinda bandvídd hjá sumum eða stundum, heldur hjá öllum alltaf, það geta viðskiptavinir Ljósleiðarans staðfest með því að mæla hraða tengingar sinnar á ljosleidarinn.is. Það hefur viðgengist ansi lengi og í raun allt frá upphafi þjónustu með ADSL-tækni að neytendum sé boðið upp á hina afkáralegu skilgreiningu á þjónustu: „Allt að" eitthvað. Þannig selur Síminn nú „allt að" 50 megabita Internet þjónustu um VDSL-kerfi (ljósnet) sitt en í raun sanni má ætla að fáir viðskiptavinir nái þeirri bandvídd, sumir þeirra bara stundum og þá bara til sín. Frá heimilinu er hún a.m.k. helmingi minni. Þetta geta viðskiptavinir Símans sjálfir sannfærst um með því að mæla hraða tengingar sinnar á siminn.is/adstod/netid/hradi. Flestir munu komast að því að „allt að" er að skila þeim „langt frá" því sem þeir telja sig vera að kaupa. Réttara væri að selja þjónustu með „að lágmarki" tiltekin gæði fremur en „allt að" tiltekin gæði. Hver kaupir „allt að" tveggja lítra kók og fær þá kannski afhenta hálfs lítra kók, kannski lítra og ef heppnin er með þá tveggja lítra flösku en það er bara í boði fyrir þá sem búa við hliðina á sjoppunni! Síminn hefur fullyrt að ljósnetið muni ná til 100 þúsund heimila og að þeir muni bjóða hverju heimili 100 megabita tengingu. Það þarf engan snilling til að sjá að hér hefur markaðsfólk Símans farið eitthvað fram úr sér og lofar því sem hreinlega er ekki hægt að standa við. Hafandi fengið á sig fjölda stjórnvaldssekta vegna ólögmætra markaðsaðgerða er ótrúlegt að sjá Símann áfram á braut blekkinga í sölu- og markaðsaðgerðum sínum. Auk villandi nafngiftar og upplýsinga um bandvídd er þar að auki látið í veðri vaka að þjónusta Símans sé ódýrari en samkeppnisaðila sem nemur aðgangsgjaldi Gagnveitunnar. Neytendur, látið ekki blekkjast af svona bulli. Með einföldum verðsamanburði af vefsíðum Símans og Vodafone sést að á algengri þjónustuleið er þjónusta Vodafone um Ljósleiðara Gagnaveitunnar ódýrari en þjónusta Símans um ljósnetið. Gagnaveita Reykjavíkur hefur nú lagt og tengt ljósleiðara til rúmlega 46 þúsund heimila, fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu en einnig á Suður- og Vesturlandi. Ætla má að um 50 þúsund heimili eða 40% heimila landsins geti nýtt sér alvöru ljósleiðaratengingu frá Gagnaveitu Reykjavíkur eða öðrum gagnaveitum. Þá hefur fjöldi sveitarfélaga í hyggju að leysa fjarskiptamál íbúa sinna með sambærilegum hætti. Það verður því að teljast nokkuð merkilegt að á svæðum þar sem alvöru ljósleiðaralausn er þegar til staðar telji Síminn sér hag í því að leggja út í umtalsverðar fjárfestingar til að púkka upp á áframhaldandi notkun símalínunnar. Fjárfestingum þeirra er varla vel varið í uppfærslu á gamalli koparlínutækni þar sem ljósleiðari er þegar í boði alla leið inn fyrir húsvegg. Ætli hluthafar og kröfuhafar Símans viti af þessu? Hvaða fjárfestir myndi fjárfesta í malbikun á gamla sveitaveginum við hliðina á nýlagðri hraðbrautinni? Að sjálfsögðu býðst Símanum, eins og öllum þjónustuveitum, að veita þjónustu um ljósleiðaranet Gagnaveitunnar. Með því gæti Síminn, í samkeppni við aðra, veitt þá þjónustu sem löngun Símans stendur til, í stað „allt að" þjónustu. Viðskiptavinir sem kjósa að taka alvöru ljósleiðaratengingu í notkun, hverfa því í stórum stíl frá Símanum til annarra þjónustuaðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjaldan hafa valkostir neytenda verið jafn margir og nú þegar kemur að fjarskiptatengingum heimilanna. Af þeim er ljósleiðari, lagður alla leið inn á heimili notenda, líkt og Gagnaveita Reykjavíkur leggur, öflugasta og fullkomnasta lausnin enda eina sanna ljósleiðaralausnin. Um það deilir enginn og ekkert sem bendir til annars en svo verði lengi. Síminn hefur nýverið hafið kynningu á skammtímalausn sem felst í að blandað er saman ljósleiðurum sem liggja í götuskápa og áframhaldandi notkun á gömlu símalínunum. Þetta er svokölluð VDSL-tækni, næsta kynslóð af ADSL, sem Síminn kýs að kalla ljósnet. Það sem skiptir þó megin máli fyrir neytendur er hvaða þjónusta þeim býðst. Staðreyndin er sú að framboð og gæði fjarskiptaþjónustu til heimila er nátengt getu fjarskiptatengingarinnar til gagnaflutninga. Viðfangsefnið felst í því að auka mögulegt gagnamagn (bandvídd) og hámarka gagnahraða sem allra mest. Sem betur fer átta margir sig á þessum tæknilegu atriðum, ekki bara tæknifólk. Samfélagsmiðlar og sjónvarpsefni er sífellt að verða kröfuharðara á afköst og hraða gagnaflutninga og því gerir almenningur sér grein fyrir. Enginn nennir að bíða eftir að mynd á Facebook sé að birtast á tölvuskjánum, myndband á YouTube byrji að spila eða bíómynd á leigunni hefjist. Á ljósleiðaraneti Gagnaveitunnar bjóða þjónustuaðilar nú Internet-þjónustu með bandvíddina 100 megabitar á sekúndu. Það þýðir að ljósleiðaraheimtaug heimilisins ræður við umrædda bandvídd hvort heldur það er við flutning gagna til þess eða frá því og já, hvort tveggja í einu. Þarna er ekki um að ræða tilgreinda bandvídd hjá sumum eða stundum, heldur hjá öllum alltaf, það geta viðskiptavinir Ljósleiðarans staðfest með því að mæla hraða tengingar sinnar á ljosleidarinn.is. Það hefur viðgengist ansi lengi og í raun allt frá upphafi þjónustu með ADSL-tækni að neytendum sé boðið upp á hina afkáralegu skilgreiningu á þjónustu: „Allt að" eitthvað. Þannig selur Síminn nú „allt að" 50 megabita Internet þjónustu um VDSL-kerfi (ljósnet) sitt en í raun sanni má ætla að fáir viðskiptavinir nái þeirri bandvídd, sumir þeirra bara stundum og þá bara til sín. Frá heimilinu er hún a.m.k. helmingi minni. Þetta geta viðskiptavinir Símans sjálfir sannfærst um með því að mæla hraða tengingar sinnar á siminn.is/adstod/netid/hradi. Flestir munu komast að því að „allt að" er að skila þeim „langt frá" því sem þeir telja sig vera að kaupa. Réttara væri að selja þjónustu með „að lágmarki" tiltekin gæði fremur en „allt að" tiltekin gæði. Hver kaupir „allt að" tveggja lítra kók og fær þá kannski afhenta hálfs lítra kók, kannski lítra og ef heppnin er með þá tveggja lítra flösku en það er bara í boði fyrir þá sem búa við hliðina á sjoppunni! Síminn hefur fullyrt að ljósnetið muni ná til 100 þúsund heimila og að þeir muni bjóða hverju heimili 100 megabita tengingu. Það þarf engan snilling til að sjá að hér hefur markaðsfólk Símans farið eitthvað fram úr sér og lofar því sem hreinlega er ekki hægt að standa við. Hafandi fengið á sig fjölda stjórnvaldssekta vegna ólögmætra markaðsaðgerða er ótrúlegt að sjá Símann áfram á braut blekkinga í sölu- og markaðsaðgerðum sínum. Auk villandi nafngiftar og upplýsinga um bandvídd er þar að auki látið í veðri vaka að þjónusta Símans sé ódýrari en samkeppnisaðila sem nemur aðgangsgjaldi Gagnveitunnar. Neytendur, látið ekki blekkjast af svona bulli. Með einföldum verðsamanburði af vefsíðum Símans og Vodafone sést að á algengri þjónustuleið er þjónusta Vodafone um Ljósleiðara Gagnaveitunnar ódýrari en þjónusta Símans um ljósnetið. Gagnaveita Reykjavíkur hefur nú lagt og tengt ljósleiðara til rúmlega 46 þúsund heimila, fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu en einnig á Suður- og Vesturlandi. Ætla má að um 50 þúsund heimili eða 40% heimila landsins geti nýtt sér alvöru ljósleiðaratengingu frá Gagnaveitu Reykjavíkur eða öðrum gagnaveitum. Þá hefur fjöldi sveitarfélaga í hyggju að leysa fjarskiptamál íbúa sinna með sambærilegum hætti. Það verður því að teljast nokkuð merkilegt að á svæðum þar sem alvöru ljósleiðaralausn er þegar til staðar telji Síminn sér hag í því að leggja út í umtalsverðar fjárfestingar til að púkka upp á áframhaldandi notkun símalínunnar. Fjárfestingum þeirra er varla vel varið í uppfærslu á gamalli koparlínutækni þar sem ljósleiðari er þegar í boði alla leið inn fyrir húsvegg. Ætli hluthafar og kröfuhafar Símans viti af þessu? Hvaða fjárfestir myndi fjárfesta í malbikun á gamla sveitaveginum við hliðina á nýlagðri hraðbrautinni? Að sjálfsögðu býðst Símanum, eins og öllum þjónustuveitum, að veita þjónustu um ljósleiðaranet Gagnaveitunnar. Með því gæti Síminn, í samkeppni við aðra, veitt þá þjónustu sem löngun Símans stendur til, í stað „allt að" þjónustu. Viðskiptavinir sem kjósa að taka alvöru ljósleiðaratengingu í notkun, hverfa því í stórum stíl frá Símanum til annarra þjónustuaðila.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun