Stefnumót að vori Katrín Jakobsdóttir skrifar 18. maí 2012 06:00 Það vorar og Listahátíð í Reykjavík verður sett í dag. Næstu vikur verður hægt að næra andann og njóta þeirra fjölbreyttu viðburða sem hátíðin færir okkur í þetta skiptið. Reykjavík er mikil menningarborg, langt umfram það hve margir búa í henni og á landinu öllu, ef því er að skipta. Sköpunarkraftur landsmanna er lykilþáttur í því fjölbreytta menningarlífi en Listahátíð í Reykjavík er eitt af þeim verkefnum sem nærir þetta mikla líf og leggur til dýrmæta mælikvarða sem hægt er að beita á menningarlífið. Í því sambandi hafa erlendir gestir hátíðarinnar skipt miklu máli og fært nýjungar og viðmið til landsins og íslenskir listamenn og almenningur hafa notið góðs af þeim samanburði. Hátíðin hefur þannig veitt innblástur og eflt vitund um stöðu og horfur í íslenskri menningu. Listahátíð í Reykjavík hefur á undanförnum árum líka verið mikilvægur vettvangur fyrir stefnumót grasrótar íslenskra lista og hefðanna sem myndast hafa í menningarlífinu. Slíkt samtal er öllum hollt og gott. Frumsköpun í íslenskum listum er mikilvæg um leið og hugað er að arfi þjóðarinnar í listum og menningu. Listir, í sínum fjölbreyttu myndum, geta þegar best lætur höfðað bæði til hjarta og heila. Fyrir marga brjóta þær upp daginn, koma róti á hugann, hrífa menn eða hneyksla, kæta eða græta, reita jafnvel til reiði. Listir eru hluti af þekkingarleit mannsins sem ekki er alltaf hægt að fella undir hagvaxtarmælikvarða eða bræða í mæliker vísindamanna þó að flestir telji þær ómissandi hluta mannlegs samfélags. Á undanförnum árum hefur líka færst í vöxt að dagskrá Listahátíðar færist út á götur og torg borgarinnar og liðin er sú tíð að menn umgangist listir með hvítum hönskum, alvarlegir á svip. Lykilatriðið er að njóta, upplifa og síðast en ekki síst skapa. Rétt er að hvetja alla til að kynna sér dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2012 og finna sér eitthvað við hæfi. Við eigum stefnumót við listina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Það vorar og Listahátíð í Reykjavík verður sett í dag. Næstu vikur verður hægt að næra andann og njóta þeirra fjölbreyttu viðburða sem hátíðin færir okkur í þetta skiptið. Reykjavík er mikil menningarborg, langt umfram það hve margir búa í henni og á landinu öllu, ef því er að skipta. Sköpunarkraftur landsmanna er lykilþáttur í því fjölbreytta menningarlífi en Listahátíð í Reykjavík er eitt af þeim verkefnum sem nærir þetta mikla líf og leggur til dýrmæta mælikvarða sem hægt er að beita á menningarlífið. Í því sambandi hafa erlendir gestir hátíðarinnar skipt miklu máli og fært nýjungar og viðmið til landsins og íslenskir listamenn og almenningur hafa notið góðs af þeim samanburði. Hátíðin hefur þannig veitt innblástur og eflt vitund um stöðu og horfur í íslenskri menningu. Listahátíð í Reykjavík hefur á undanförnum árum líka verið mikilvægur vettvangur fyrir stefnumót grasrótar íslenskra lista og hefðanna sem myndast hafa í menningarlífinu. Slíkt samtal er öllum hollt og gott. Frumsköpun í íslenskum listum er mikilvæg um leið og hugað er að arfi þjóðarinnar í listum og menningu. Listir, í sínum fjölbreyttu myndum, geta þegar best lætur höfðað bæði til hjarta og heila. Fyrir marga brjóta þær upp daginn, koma róti á hugann, hrífa menn eða hneyksla, kæta eða græta, reita jafnvel til reiði. Listir eru hluti af þekkingarleit mannsins sem ekki er alltaf hægt að fella undir hagvaxtarmælikvarða eða bræða í mæliker vísindamanna þó að flestir telji þær ómissandi hluta mannlegs samfélags. Á undanförnum árum hefur líka færst í vöxt að dagskrá Listahátíðar færist út á götur og torg borgarinnar og liðin er sú tíð að menn umgangist listir með hvítum hönskum, alvarlegir á svip. Lykilatriðið er að njóta, upplifa og síðast en ekki síst skapa. Rétt er að hvetja alla til að kynna sér dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2012 og finna sér eitthvað við hæfi. Við eigum stefnumót við listina.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun