Nýir sigrar jafnréttisbaráttunnar Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 19. júní 2012 06:00 Kvenréttindadagurinn er greyptur í sögu jafnréttis kynjanna og mannréttinda hér á landi. Sjaldan eða aldrei sem í dag getum við fagnað jafn stórum áföngum á jafn stuttum tíma. Í dag þökkum við líka fyrir baráttu undangenginna kynslóða og ríka getu íslenskra kvenna til samstöðu og samvinnu um að stefna enn hærra. Við fögnum því að hafa þrjú ár í röð skipað efsta sætið á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir stöðu jafnréttismála á heimsvísu og ætlum að halda þessu forystusæti með því að sækja stöðugt fram. Í fyrsta skipti í Íslandssögunni eru konur í meirihluta æðstu embætta stjórnsýslunnar. Af níu ráðherrum eru fimm konur, af tíu ráðuneytisstjórum eru fimm konur. Í fyrsta skipti hafa konur náð hinu 40% nú lögbundna lágmarki í nefndum og ráðum Stjórnarráðsins. Kynjakvótinn sem núverandi stjórnarmeirihluti innleiddi hefur þegar leitt til fjölgunar kvenna í stjórnum lífeyrissjóða og fyrirtækja en hann kemst að fullu til framkvæmda 2013. Hert barátta gegn kynbundnu ofbeldi dylst engum, svo sem lögleiðing austurrísku leiðarinnar, bann við kaupum á vændi, aðgerðaáætlun gegn mansali og ný aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi sem er í smíðum. Vert er að minna á nýja greiningu Þjóðmálastofnunar á þróun launamunar kynjanna fyrir hrun annars vegar og í tíð þessarar ríkisstjórnar hins vegar. Greiningin byggir á gögnum Hagstofunnar og sýnir minnkandi mun, úr 30-35% í 13-20%, eftir því við hvaða launahugtak er miðað. En þessi árangur nægir mér ekki, ekki núverandi ríkisstjórn og ekki konum þessa lands. Launajafnrétti kynjanna er það svið jafnréttisbaráttunnar þar sem stöðugt þarf að sækja fram, móta einarðan pólitískan vilja og finna ný og beittari verkfæri til að hrinda honum í framkvæmd. Í dag verður kynnt frumvarp að staðli um launajafnrétti kynja. Með honum hafa aðilar vinnumarkaðarins í samvinnu við stjórnvöld og Staðlaráð unnið algert frumkvöðla- og brautryðjendastarf. Ég bind miklar vonir við að atvinnulífið allt taki honum fagnandi og nýti þá möguleika sem hann skapar til að ná enn frekari árangri í baráttunni gegn launamisrétti kynjanna. Til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kvenréttindadagurinn er greyptur í sögu jafnréttis kynjanna og mannréttinda hér á landi. Sjaldan eða aldrei sem í dag getum við fagnað jafn stórum áföngum á jafn stuttum tíma. Í dag þökkum við líka fyrir baráttu undangenginna kynslóða og ríka getu íslenskra kvenna til samstöðu og samvinnu um að stefna enn hærra. Við fögnum því að hafa þrjú ár í röð skipað efsta sætið á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir stöðu jafnréttismála á heimsvísu og ætlum að halda þessu forystusæti með því að sækja stöðugt fram. Í fyrsta skipti í Íslandssögunni eru konur í meirihluta æðstu embætta stjórnsýslunnar. Af níu ráðherrum eru fimm konur, af tíu ráðuneytisstjórum eru fimm konur. Í fyrsta skipti hafa konur náð hinu 40% nú lögbundna lágmarki í nefndum og ráðum Stjórnarráðsins. Kynjakvótinn sem núverandi stjórnarmeirihluti innleiddi hefur þegar leitt til fjölgunar kvenna í stjórnum lífeyrissjóða og fyrirtækja en hann kemst að fullu til framkvæmda 2013. Hert barátta gegn kynbundnu ofbeldi dylst engum, svo sem lögleiðing austurrísku leiðarinnar, bann við kaupum á vændi, aðgerðaáætlun gegn mansali og ný aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi sem er í smíðum. Vert er að minna á nýja greiningu Þjóðmálastofnunar á þróun launamunar kynjanna fyrir hrun annars vegar og í tíð þessarar ríkisstjórnar hins vegar. Greiningin byggir á gögnum Hagstofunnar og sýnir minnkandi mun, úr 30-35% í 13-20%, eftir því við hvaða launahugtak er miðað. En þessi árangur nægir mér ekki, ekki núverandi ríkisstjórn og ekki konum þessa lands. Launajafnrétti kynjanna er það svið jafnréttisbaráttunnar þar sem stöðugt þarf að sækja fram, móta einarðan pólitískan vilja og finna ný og beittari verkfæri til að hrinda honum í framkvæmd. Í dag verður kynnt frumvarp að staðli um launajafnrétti kynja. Með honum hafa aðilar vinnumarkaðarins í samvinnu við stjórnvöld og Staðlaráð unnið algert frumkvöðla- og brautryðjendastarf. Ég bind miklar vonir við að atvinnulífið allt taki honum fagnandi og nýti þá möguleika sem hann skapar til að ná enn frekari árangri í baráttunni gegn launamisrétti kynjanna. Til hamingju með daginn!
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar