Sáttavilji ítrekaður Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 22. júní 2012 06:00 Nú er fallinn í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur í máli sem varðar skipun í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu þar sem ríkið er sýknað af háum skaðabótum en dæmt til þess að greiða miskabætur. Dómurinn kveður á um að greiddar skuli 500 þúsund krónur í miskabætur, sama fjárhæð og ég bauð til sátta þegar í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Sjónarmið mitt var frá upphafi að leita allra leiða til sátta í málinu þannig að það þyrfti ekki á neinu stigi að fara fyrir dómstóla. Þeim sáttavilja mínum var ítrekað komið á framfæri við kæranda, bæði munnlega og skriflega, eins og rakið er í málsgögnum. Ég ákvað að fara ekki í mál til ógildingar úrskurði kærunefndar jafnréttismála, þvert á það sem haldið hefur verið fram í fjölmiðlum, enda hefur ýmsu verið snúið á hvolf í þessu máli í opinberri umræðu. Dómurinn nú byggir á því, að fyrst ekki hafi verið höfðað slíkt ógildingarmál beri að líta svo á að úrskurður kærunefndar jafnréttismála sé bindandi, samkvæmt ákvæði í jafnréttislögum sem ekki hefur reynt á áður. Ákvæði sem ég sem félags- og tryggingamálaráðherra lagði áherslu á að öðlaðist lagagildi og styrkti þannig umhverfi jafnréttismála. Nú liggur niðurstaða Héraðsdóms fyrir og er dómurinn í góðu samræmi við þá sátt sem ég ítrekað bauð. Miskabætur skal samkvæmt dómnum greiða vegna yfirlýsingar sem birt var á vef forsætisráðuneytisins í tilefni af úrskurði kærunefndar jafnréttismála og einnig vegna skipan rýnihóps hlutlausra sérfræðinga. Rýnihópurinn átti að meta hvaða lærdóm mætti draga af málinu, meðal annars hvernig hægt væri að samræma vinnubrögð og viðmið innan Stjórnarráðsins við opinberar embættisveitingar. Í ljósi niðurstöðu dómsins er sjálfsagt að biðja stefnanda, Önnu Kristínu Ólafsdóttur, velvirðingar á þeim miska sem málið kann að hafa valdið henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Nú er fallinn í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur í máli sem varðar skipun í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu þar sem ríkið er sýknað af háum skaðabótum en dæmt til þess að greiða miskabætur. Dómurinn kveður á um að greiddar skuli 500 þúsund krónur í miskabætur, sama fjárhæð og ég bauð til sátta þegar í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Sjónarmið mitt var frá upphafi að leita allra leiða til sátta í málinu þannig að það þyrfti ekki á neinu stigi að fara fyrir dómstóla. Þeim sáttavilja mínum var ítrekað komið á framfæri við kæranda, bæði munnlega og skriflega, eins og rakið er í málsgögnum. Ég ákvað að fara ekki í mál til ógildingar úrskurði kærunefndar jafnréttismála, þvert á það sem haldið hefur verið fram í fjölmiðlum, enda hefur ýmsu verið snúið á hvolf í þessu máli í opinberri umræðu. Dómurinn nú byggir á því, að fyrst ekki hafi verið höfðað slíkt ógildingarmál beri að líta svo á að úrskurður kærunefndar jafnréttismála sé bindandi, samkvæmt ákvæði í jafnréttislögum sem ekki hefur reynt á áður. Ákvæði sem ég sem félags- og tryggingamálaráðherra lagði áherslu á að öðlaðist lagagildi og styrkti þannig umhverfi jafnréttismála. Nú liggur niðurstaða Héraðsdóms fyrir og er dómurinn í góðu samræmi við þá sátt sem ég ítrekað bauð. Miskabætur skal samkvæmt dómnum greiða vegna yfirlýsingar sem birt var á vef forsætisráðuneytisins í tilefni af úrskurði kærunefndar jafnréttismála og einnig vegna skipan rýnihóps hlutlausra sérfræðinga. Rýnihópurinn átti að meta hvaða lærdóm mætti draga af málinu, meðal annars hvernig hægt væri að samræma vinnubrögð og viðmið innan Stjórnarráðsins við opinberar embættisveitingar. Í ljósi niðurstöðu dómsins er sjálfsagt að biðja stefnanda, Önnu Kristínu Ólafsdóttur, velvirðingar á þeim miska sem málið kann að hafa valdið henni.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun