Þegar okkur langar að gera eitthvað Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2012 10:00 Hugtakið mannréttindi hefur talsvert borið á góma í kosningabaráttunni um embætti forseta Íslands. Í dagsins amstri þá hugsum við ekki mikið um þetta hugtak og tengjum það ekki okkar daglega lífi. Óvirðing fyrir mannréttindum er þó böl í daglegu lífi margra. Þetta þekkja þeir sem hafa verið lagðir í einelti á vinnustöðum, frystir úti af atvinnumarkaði af ráðningarstofum eða búa við lífsskilyrði sem neyða þá til þess að fara í betliferðir eftir lífsnauðsynjum. Flestir þekkja það að það er hundleiðinlegt að vera hræddur. Það er hundleiðinlegt að þora ekki að segja hug sinn og það er hundleiðinlegt að þurfa að gera öllum við borðið til geðs af ótta við að vera misskilinn vitlaust. Tilfinningin sem fylgir því að komast ekki leiðar sinnar, að geta ekki átt eðlileg samskipti við fólk, fá ekki aðgang að mikilvægum upplýsingum, að hafa ekki rödd í samfélaginu eða að geta ekki tekið þátt í atburðum er þrúgandi. Margir eru í samfélaginu dæmdir til þess að vera áhorfendur. Er meinuð þátttaka af þeim sem fara með geðþóttavald. Við finnum gleði okkar í lífinu, í frelsinu, í örygginu, í árangri og þegar draumar okkar verða að veruleika. Hindranir sem eru innbyggðar í samfélagsgerð og afleiðingar misbeitingar á valdi skemma gleðina og frelsið. Meginskilningur á hugtakinu „mannréttindi" tengist samskiptum einstaklinga við valdhafa og stofnanir ríkisins en á síðari árum hefur vald í auknum mæli verið fært frá ríkinu til stórfyrirtækja sem beita valdi til þess að tryggja stöðu sína eða einfaldlega af geðþótta. Mannréttindabrot og kúgun getur falist í menningu sem hunsar verðleika og skilgreinir suma einstaklinga óæðri öðrum. Oft speglar orðræðan slíkar hugmyndir eins og t.d. þegar einn þingmaðurinn notar í sömu setningunni orð eins og takmörkuð greind, munnræpa og asberger. En asberger er hegðunarmynstur sem hefur verið skýrt sem vægt einkenni af einhverfu en þar sem ég er ekki sérfræðingur ætla ég ekki að skýra það nánar en tel þó óviðeigandi að nota orðið í þessu samhengi þar sem það elur á fyrirlitningu en hrikaleg staða barna sem mæta mótbyr vegna slíkra einkenna hafa verið í umræðunni í vetur. Við erum misjafnlega dugleg við að bregðast við tilfinningum okkar jafnvel þótt við vitum sjálf hvernig okkur líður. Þegar við högum okkur í andstöðu við vilja okkar og tilfinningar er skýringanna oft að leita í valdi sem við hræðumst. Þegar atvinnuleysi eykst magnast áhættan af því að vinnuveitendur fari að misbeita valdi sínu en einnig eykst hættan á því að fólk fari að óttast vinnuveitendur vegna þess að valkostum fækkar. Það hefur ekki í önnur hús að venda ef það missir vinnuna. Þetta getur leitt til þess að gagnrýnisraddir þagni og þægðin verði viðvarandi í litlausri flatneskju leiðinda. Valdamisvægi getur birst í samskiptum launþega við vinnuveitendur, skuldara við lánadrottna, skjólstæðinga við ríkisstofnanir, nemanda við kennara eða skólastjóra, rétthafa við dómsstóla eða sjómanna við útgerðarmenn. Það er í slíkum samskiptum sem mannréttindabrot verða til. Sá sem er í valdastöðunni kúgar þann sem er háður valdinu til þess að vinna gegn eigin hagsmunum, eigin vilja eða eigin tilfinningum. Eða kúgar hann til að þegja og þvingar hann inn í hegðunarmynstur sem einstaklingnum líður ekki vel með. Mannréttindabrot birtist með margvíslegum hætti í samskiptum þeirra sem hafa valdið og þeirra sem standa einir gegn valdinu. Sterkasta afl einstaklinga er samstaða; að einstaklingar fylkist saman til þess að halda valdinu í skefjum. Eitt stærsta valdatækið í samfélaginu eru fjölmiðlar. Umræðan í fjölmiðlum miðar oft að því að forheimska almenning og slæva dómgreind hans. Þeir sem stýra fjölmiðlum misbeita valdi sínu þegar þeir reyna að stjórna almenningsáliti í stað þess að afhjúpa tengsl eða fjalla á sanngjarnan, gagnrýnin og málefnalegan hátt um afleiðingar sem eiga rætur í fortíðinni eða um atburði líðandi stundar. Þeir sem fara með völd í samfélaginu eru í sterkri stöðu til þess að hafa áhrif á sýn á mannréttindi í samfélaginu. Vegna þess að valdið spillir hefur Herdís mælt með því að forsetinn sitji í mesta lagi tvö kjörtímabil. Jafnvel þótt að Ólafi langi til þess að vera forseti um alla framtíð þá þurfum við að spyrja okkur hvort að hann eigi ekki skilið að komast í frí og endurhlaða batteríin. Starfsliðið á Bessastöðum hefur gott af því að fá nýjan yfirmann og þjóðin hefur gott af því að hlýða á nýja rödd frá Bessastöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Hugtakið mannréttindi hefur talsvert borið á góma í kosningabaráttunni um embætti forseta Íslands. Í dagsins amstri þá hugsum við ekki mikið um þetta hugtak og tengjum það ekki okkar daglega lífi. Óvirðing fyrir mannréttindum er þó böl í daglegu lífi margra. Þetta þekkja þeir sem hafa verið lagðir í einelti á vinnustöðum, frystir úti af atvinnumarkaði af ráðningarstofum eða búa við lífsskilyrði sem neyða þá til þess að fara í betliferðir eftir lífsnauðsynjum. Flestir þekkja það að það er hundleiðinlegt að vera hræddur. Það er hundleiðinlegt að þora ekki að segja hug sinn og það er hundleiðinlegt að þurfa að gera öllum við borðið til geðs af ótta við að vera misskilinn vitlaust. Tilfinningin sem fylgir því að komast ekki leiðar sinnar, að geta ekki átt eðlileg samskipti við fólk, fá ekki aðgang að mikilvægum upplýsingum, að hafa ekki rödd í samfélaginu eða að geta ekki tekið þátt í atburðum er þrúgandi. Margir eru í samfélaginu dæmdir til þess að vera áhorfendur. Er meinuð þátttaka af þeim sem fara með geðþóttavald. Við finnum gleði okkar í lífinu, í frelsinu, í örygginu, í árangri og þegar draumar okkar verða að veruleika. Hindranir sem eru innbyggðar í samfélagsgerð og afleiðingar misbeitingar á valdi skemma gleðina og frelsið. Meginskilningur á hugtakinu „mannréttindi" tengist samskiptum einstaklinga við valdhafa og stofnanir ríkisins en á síðari árum hefur vald í auknum mæli verið fært frá ríkinu til stórfyrirtækja sem beita valdi til þess að tryggja stöðu sína eða einfaldlega af geðþótta. Mannréttindabrot og kúgun getur falist í menningu sem hunsar verðleika og skilgreinir suma einstaklinga óæðri öðrum. Oft speglar orðræðan slíkar hugmyndir eins og t.d. þegar einn þingmaðurinn notar í sömu setningunni orð eins og takmörkuð greind, munnræpa og asberger. En asberger er hegðunarmynstur sem hefur verið skýrt sem vægt einkenni af einhverfu en þar sem ég er ekki sérfræðingur ætla ég ekki að skýra það nánar en tel þó óviðeigandi að nota orðið í þessu samhengi þar sem það elur á fyrirlitningu en hrikaleg staða barna sem mæta mótbyr vegna slíkra einkenna hafa verið í umræðunni í vetur. Við erum misjafnlega dugleg við að bregðast við tilfinningum okkar jafnvel þótt við vitum sjálf hvernig okkur líður. Þegar við högum okkur í andstöðu við vilja okkar og tilfinningar er skýringanna oft að leita í valdi sem við hræðumst. Þegar atvinnuleysi eykst magnast áhættan af því að vinnuveitendur fari að misbeita valdi sínu en einnig eykst hættan á því að fólk fari að óttast vinnuveitendur vegna þess að valkostum fækkar. Það hefur ekki í önnur hús að venda ef það missir vinnuna. Þetta getur leitt til þess að gagnrýnisraddir þagni og þægðin verði viðvarandi í litlausri flatneskju leiðinda. Valdamisvægi getur birst í samskiptum launþega við vinnuveitendur, skuldara við lánadrottna, skjólstæðinga við ríkisstofnanir, nemanda við kennara eða skólastjóra, rétthafa við dómsstóla eða sjómanna við útgerðarmenn. Það er í slíkum samskiptum sem mannréttindabrot verða til. Sá sem er í valdastöðunni kúgar þann sem er háður valdinu til þess að vinna gegn eigin hagsmunum, eigin vilja eða eigin tilfinningum. Eða kúgar hann til að þegja og þvingar hann inn í hegðunarmynstur sem einstaklingnum líður ekki vel með. Mannréttindabrot birtist með margvíslegum hætti í samskiptum þeirra sem hafa valdið og þeirra sem standa einir gegn valdinu. Sterkasta afl einstaklinga er samstaða; að einstaklingar fylkist saman til þess að halda valdinu í skefjum. Eitt stærsta valdatækið í samfélaginu eru fjölmiðlar. Umræðan í fjölmiðlum miðar oft að því að forheimska almenning og slæva dómgreind hans. Þeir sem stýra fjölmiðlum misbeita valdi sínu þegar þeir reyna að stjórna almenningsáliti í stað þess að afhjúpa tengsl eða fjalla á sanngjarnan, gagnrýnin og málefnalegan hátt um afleiðingar sem eiga rætur í fortíðinni eða um atburði líðandi stundar. Þeir sem fara með völd í samfélaginu eru í sterkri stöðu til þess að hafa áhrif á sýn á mannréttindi í samfélaginu. Vegna þess að valdið spillir hefur Herdís mælt með því að forsetinn sitji í mesta lagi tvö kjörtímabil. Jafnvel þótt að Ólafi langi til þess að vera forseti um alla framtíð þá þurfum við að spyrja okkur hvort að hann eigi ekki skilið að komast í frí og endurhlaða batteríin. Starfsliðið á Bessastöðum hefur gott af því að fá nýjan yfirmann og þjóðin hefur gott af því að hlýða á nýja rödd frá Bessastöðum.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar