Boðar niðurskurð og hækkanir 12. júlí 2012 00:00 fjölmennt Mótmælendur fjölmenntu í miðborg Madrídar í gær, en upphaf mótmælanna er óánægja námuverkamanna með lægri niðurgreiðslur til greinarinnar. fréttablaðið/ap Ríkisstjórn Spánar kynnti í gær miklar sparnaðaraðgerðir, á meðan þúsundir mótmæltu í Madríd svo að til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu. Sparnaðaraðgerðirnar sem forsætisráðherrann Mariano Rajoy kynnti fyrir þinginu í gær eiga að hans sögn að spara 65 milljarða evra á tveimur og hálfu ári. Skattar verða hækkaðir, jólabónusar verða aflagðir í opinbera geiranum og fjárframlög til stjórnmálaflokka, verkalýðsfélaga og sveitarstjórna verða lækkuð. Þá verða atvinnuleysisbætur skertar ef fólk er atvinnulaust í meira en hálft ár. Rajoy sagði að án þessara aðgerða yrði almannaþjónusta í hættu. Hann viðurkenndi að skattahækkanir væru brot á kosningaloforði hans. „Ég sagðist myndu lækka skatta og ég er að hækka þá. Aðstæður breytast og ég verð að aðlagast þeim." Námaverkamenn á Spáni hafa mótmælt aðgerðum stjórnvalda harðlega síðustu vikur, en til stendur að lækka niðurgreiðslur til námaiðnaðarins í landinu. Verkalýðsfélög segja að með niðurskurðinum séu 30 þúsund störf sett í hættu. Þúsundir mótmæltu niðurskurði og skattahækkunum með námamönnunum í höfuðborginni Madríd í gær, og rigndi grjóti og flöskum yfir lögreglumenn. Fimm voru handteknir og þrír slösuðust lítillega.- þeb Fréttir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Ríkisstjórn Spánar kynnti í gær miklar sparnaðaraðgerðir, á meðan þúsundir mótmæltu í Madríd svo að til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu. Sparnaðaraðgerðirnar sem forsætisráðherrann Mariano Rajoy kynnti fyrir þinginu í gær eiga að hans sögn að spara 65 milljarða evra á tveimur og hálfu ári. Skattar verða hækkaðir, jólabónusar verða aflagðir í opinbera geiranum og fjárframlög til stjórnmálaflokka, verkalýðsfélaga og sveitarstjórna verða lækkuð. Þá verða atvinnuleysisbætur skertar ef fólk er atvinnulaust í meira en hálft ár. Rajoy sagði að án þessara aðgerða yrði almannaþjónusta í hættu. Hann viðurkenndi að skattahækkanir væru brot á kosningaloforði hans. „Ég sagðist myndu lækka skatta og ég er að hækka þá. Aðstæður breytast og ég verð að aðlagast þeim." Námaverkamenn á Spáni hafa mótmælt aðgerðum stjórnvalda harðlega síðustu vikur, en til stendur að lækka niðurgreiðslur til námaiðnaðarins í landinu. Verkalýðsfélög segja að með niðurskurðinum séu 30 þúsund störf sett í hættu. Þúsundir mótmæltu niðurskurði og skattahækkunum með námamönnunum í höfuðborginni Madríd í gær, og rigndi grjóti og flöskum yfir lögreglumenn. Fimm voru handteknir og þrír slösuðust lítillega.- þeb
Fréttir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira