Einstakt tækifæri kjósenda Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 13. september 2012 06:00 Senn líður að lokaáfanga á merkri vegferð sem hófst þegar víðtæk samstaða flestra stjórnmálaflokka náðist á Alþingi vorið 2010 um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þótt sú ferð hafi ekki reynst áfallalaus hefur árangurinn og uppskeran verið góð og í fullu samræmi við væntingar. Einstigið á milli varðanna sem Alþingi reisti hefur verið fetað. Frá Alþingi til þúsund manna þjóðfundar, frá þjóðfundi til sérfræðinganefndar og frá sérfræðinganefndinni til stjórnlagaráðs, sem skipað var í samræmi við niðurstöðu almennra og lýðræðislegra kosninga, niðurstöðu sem ekki hefur verið dregin í efa efnislega, enda þótt annmarkar hafi talist vera á formlegri framkvæmd kosninganna. Sú leið sem Alþingi varðaði vorið 2010 var afar metnaðarfull. Hún var síðast en ekki síst lýðræðisleg og Alþingi Íslendinga til mikils sóma. Með ákvörðun sinni sýndi Alþingi því skilning að heildstæð endurskoðun stjórnarskrárinnar er stærra mál en svo að það verði alfarið til lykta leitt innan veggja Alþingis, heldur þurfi jafnframt að tryggja ríka aðkomu almennings að endurskoðunarferlinu öllu. Þjóðaratkvæðagreiðslan þann 20. október næstkomandi felur í sér einstakt tækifæri fyrir íslenska þjóð til að hafa bein áhrif á mótun þeirra grunnreglna sem samfélag okkar verður byggt á til framtíðar. Þetta er tækifæri sem enginn kosningabær Íslendingur ætti að láta fram hjá sér fara, því engin trygging er fyrir því að annað eins tækifæri muni gefast aftur á komandi árum. Jákvæð niðurstaða í þjóðaratkvæðagreiðslunni mun fela í sér skýr skilaboð til Alþingis um að ljúka endurskoðunarferlinu á grundvelli tillögu stjórnlagaráðs. Í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu verða ekki einungis greidd atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs í heild sinni heldur munu kjósendur einnig fá einstakt tækifæri til að segja álit sitt á nokkrum mikilvægum úrlausnarefnum sem taka þarf afstöðu til í tengslum við nýja stjórnarskrá. Má þar nefna hvort náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu skuli lýstar þjóðareign, hvort auka eigi persónukjör í kosningum til Alþingis, hvort jafna eigi atkvæðavægi kjósenda, hvort stjórnarskráin eigi að innihalda ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi og hvort tryggja eigi rétt fólks til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg mál. Mikilvægt er að þjóðin gefi Alþingi skýra leiðsögn í þessum efnum enda hefur reynslan sýnt að þessi mál hafa reynst Alþingi erfið úrlausnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Senn líður að lokaáfanga á merkri vegferð sem hófst þegar víðtæk samstaða flestra stjórnmálaflokka náðist á Alþingi vorið 2010 um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þótt sú ferð hafi ekki reynst áfallalaus hefur árangurinn og uppskeran verið góð og í fullu samræmi við væntingar. Einstigið á milli varðanna sem Alþingi reisti hefur verið fetað. Frá Alþingi til þúsund manna þjóðfundar, frá þjóðfundi til sérfræðinganefndar og frá sérfræðinganefndinni til stjórnlagaráðs, sem skipað var í samræmi við niðurstöðu almennra og lýðræðislegra kosninga, niðurstöðu sem ekki hefur verið dregin í efa efnislega, enda þótt annmarkar hafi talist vera á formlegri framkvæmd kosninganna. Sú leið sem Alþingi varðaði vorið 2010 var afar metnaðarfull. Hún var síðast en ekki síst lýðræðisleg og Alþingi Íslendinga til mikils sóma. Með ákvörðun sinni sýndi Alþingi því skilning að heildstæð endurskoðun stjórnarskrárinnar er stærra mál en svo að það verði alfarið til lykta leitt innan veggja Alþingis, heldur þurfi jafnframt að tryggja ríka aðkomu almennings að endurskoðunarferlinu öllu. Þjóðaratkvæðagreiðslan þann 20. október næstkomandi felur í sér einstakt tækifæri fyrir íslenska þjóð til að hafa bein áhrif á mótun þeirra grunnreglna sem samfélag okkar verður byggt á til framtíðar. Þetta er tækifæri sem enginn kosningabær Íslendingur ætti að láta fram hjá sér fara, því engin trygging er fyrir því að annað eins tækifæri muni gefast aftur á komandi árum. Jákvæð niðurstaða í þjóðaratkvæðagreiðslunni mun fela í sér skýr skilaboð til Alþingis um að ljúka endurskoðunarferlinu á grundvelli tillögu stjórnlagaráðs. Í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu verða ekki einungis greidd atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs í heild sinni heldur munu kjósendur einnig fá einstakt tækifæri til að segja álit sitt á nokkrum mikilvægum úrlausnarefnum sem taka þarf afstöðu til í tengslum við nýja stjórnarskrá. Má þar nefna hvort náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu skuli lýstar þjóðareign, hvort auka eigi persónukjör í kosningum til Alþingis, hvort jafna eigi atkvæðavægi kjósenda, hvort stjórnarskráin eigi að innihalda ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi og hvort tryggja eigi rétt fólks til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg mál. Mikilvægt er að þjóðin gefi Alþingi skýra leiðsögn í þessum efnum enda hefur reynslan sýnt að þessi mál hafa reynst Alþingi erfið úrlausnar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun