Framfaraspor fyrir grunnrannsóknir og tækniþróun Þórarinn Guðjónsson skrifar 25. september 2012 06:00 Grunnrannsóknir eru forsenda hagvaxtar flestra þjóða á Vesturlöndum. Þekkingarsköpun sem verður til við slíkar rannsóknir styður við verðmætasköpun sem byggir á hugviti. Það er því mjög mikilvægt að hlúa vel að grunnrannsóknum og efla þekkingarsköpun því þannig aukum við líkur á hagnýtingu þekkingar og auknum hagvexti. Sú ákvörðun Ríkistjórnar Íslands að efla samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs, eins og fram kemur í fjárlagafrumvarpi 2013, er mikið ánægjuefni og keðjuverkandi áhrif þessarar ákvörðunar geta orðið mikil. Það er ljóst að allt vísindasamfélagið fagnar þessu og er undirritaður viss um að afraksturinn eigi eftir að skila sér beint og óbeint inn í íslenskt hagkerfi. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti vorið 2010 framsýna stefnu Vísinda- og Tækniráðs 2010-2012. Mikilvægur þáttur í stefnunni snéri að samkeppnissjóðum og segir orðrétt: „Samkeppnissjóðir sem byggjast á vönduðu gæðamati umsókna og nánu samstarfi á milli háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja, eru forsenda fyrir öflugu rannsókna- og nýsköpunarstarfi. Standa þarf vörð um og efla samkeppnissjóðina á næstu árum og sameina sjóði þar sem það á við." Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar að efla samkeppnissjóðina má réttilega segja að hún sé að stíga fyrsta skrefið í markaðri stefnu Vísinda- og tækniráðs og er afar ánægjulegt að sjá þetta verða að veruleika. Í fjárlagafrumvarpi sem var flutt í upphafi þings nú í haust kemur fram að ætlunin sé að verja 1,3 milljörðum króna í Rannsókna- og Tækniþróunarsjóð, eða tæplega 500 milljónum meira en árið á undan. Þetta er afar jákvætt og vonandi fyrsta skrefið í að gera þessa sjóði að þeim grunnstöðum vísinda- og tækniþróunar á Íslandi sem þeir þurfa að vera. Rannsóknasjóður er stærsti sjóðurinn sem heyrir undir Vísinda og Tækniráð og hryggjarstykkið í fjármögnun grunnvísinda hér á landi. Rannsóknir við íslenska háskóla og hinar ýmsu rannsóknastofnanir treysta að miklu leyti á stuðning Rannsóknasjóðs. Rannsóknasjóður sem er í umsýslu RANNÍS er enginn áskriftarsjóður heldur er gríðarleg samkeppni um styrki og eru umsóknir sendar utan til umsagnar til að minnka líkur á hagsmunaárekstrum. Rannsóknasjóður er sá vísindasjóður á Íslandi sem stendur faglegast að verki við mat umsókna. Úthlutunarhlutfall Rannsóknasjóðs er hins vegar orðið afar lágt og er komið niður fyrir 15% í sumum fagráðum auk þess sem styrkirnir eru of lágir til þess að geta fjármagnað að fullu þau rannsóknaverkefni sem fá styrk. Með þeirri aukningu í rannsóknasjóð sem gert er ráð fyrir í fjárlögum verður hægt að hækka úthlutunarhlutfallið og hækka styrki. Með þessu verður tryggt að fleiri afburðagóð verkefni hljóti styrk. Afleiðingin af þessu getur orðið margþætt fyrir vísindasamfélagið. Fyrst og fremst mun þetta auka samkeppnishæfni sterkra rannsóknahópa á Íslandi, stuðla að birtingu niðurstaðna í góðum tímaritum og auka líkur á hagnýtingu þeirrar þekkingar sem skapast. Jafnframt mun þetta styrkja verulega uppbyggingu doktorsnáms í landinu og styrkja nauðsynlega nýliðun. Ýmis mikilvæg hliðaráhrif munu einnig koma í ljós eins og aukin samvinna stofnana og deilda, og betri samkeppnishæfni til að sækja um erlenda styrki. Framtíð atvinnulífs á Íslandi er háð nýsköpun byggðri á þekkingarsköpun í grunnrannsóknum. Það er því mikið fagnaðarefni að sjá ríkisstjórnina halda fast við stefnu Vísinda- og tækniráðs og efla samkeppnissjóði þess. Vonandi er þetta fyrsta skrefið í að gera þessa sjóði að þeim grunnstoðum í íslensku vísinda- og tæknisamfélagi sem þeir þurfa að vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Grunnrannsóknir eru forsenda hagvaxtar flestra þjóða á Vesturlöndum. Þekkingarsköpun sem verður til við slíkar rannsóknir styður við verðmætasköpun sem byggir á hugviti. Það er því mjög mikilvægt að hlúa vel að grunnrannsóknum og efla þekkingarsköpun því þannig aukum við líkur á hagnýtingu þekkingar og auknum hagvexti. Sú ákvörðun Ríkistjórnar Íslands að efla samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs, eins og fram kemur í fjárlagafrumvarpi 2013, er mikið ánægjuefni og keðjuverkandi áhrif þessarar ákvörðunar geta orðið mikil. Það er ljóst að allt vísindasamfélagið fagnar þessu og er undirritaður viss um að afraksturinn eigi eftir að skila sér beint og óbeint inn í íslenskt hagkerfi. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti vorið 2010 framsýna stefnu Vísinda- og Tækniráðs 2010-2012. Mikilvægur þáttur í stefnunni snéri að samkeppnissjóðum og segir orðrétt: „Samkeppnissjóðir sem byggjast á vönduðu gæðamati umsókna og nánu samstarfi á milli háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja, eru forsenda fyrir öflugu rannsókna- og nýsköpunarstarfi. Standa þarf vörð um og efla samkeppnissjóðina á næstu árum og sameina sjóði þar sem það á við." Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar að efla samkeppnissjóðina má réttilega segja að hún sé að stíga fyrsta skrefið í markaðri stefnu Vísinda- og tækniráðs og er afar ánægjulegt að sjá þetta verða að veruleika. Í fjárlagafrumvarpi sem var flutt í upphafi þings nú í haust kemur fram að ætlunin sé að verja 1,3 milljörðum króna í Rannsókna- og Tækniþróunarsjóð, eða tæplega 500 milljónum meira en árið á undan. Þetta er afar jákvætt og vonandi fyrsta skrefið í að gera þessa sjóði að þeim grunnstöðum vísinda- og tækniþróunar á Íslandi sem þeir þurfa að vera. Rannsóknasjóður er stærsti sjóðurinn sem heyrir undir Vísinda og Tækniráð og hryggjarstykkið í fjármögnun grunnvísinda hér á landi. Rannsóknir við íslenska háskóla og hinar ýmsu rannsóknastofnanir treysta að miklu leyti á stuðning Rannsóknasjóðs. Rannsóknasjóður sem er í umsýslu RANNÍS er enginn áskriftarsjóður heldur er gríðarleg samkeppni um styrki og eru umsóknir sendar utan til umsagnar til að minnka líkur á hagsmunaárekstrum. Rannsóknasjóður er sá vísindasjóður á Íslandi sem stendur faglegast að verki við mat umsókna. Úthlutunarhlutfall Rannsóknasjóðs er hins vegar orðið afar lágt og er komið niður fyrir 15% í sumum fagráðum auk þess sem styrkirnir eru of lágir til þess að geta fjármagnað að fullu þau rannsóknaverkefni sem fá styrk. Með þeirri aukningu í rannsóknasjóð sem gert er ráð fyrir í fjárlögum verður hægt að hækka úthlutunarhlutfallið og hækka styrki. Með þessu verður tryggt að fleiri afburðagóð verkefni hljóti styrk. Afleiðingin af þessu getur orðið margþætt fyrir vísindasamfélagið. Fyrst og fremst mun þetta auka samkeppnishæfni sterkra rannsóknahópa á Íslandi, stuðla að birtingu niðurstaðna í góðum tímaritum og auka líkur á hagnýtingu þeirrar þekkingar sem skapast. Jafnframt mun þetta styrkja verulega uppbyggingu doktorsnáms í landinu og styrkja nauðsynlega nýliðun. Ýmis mikilvæg hliðaráhrif munu einnig koma í ljós eins og aukin samvinna stofnana og deilda, og betri samkeppnishæfni til að sækja um erlenda styrki. Framtíð atvinnulífs á Íslandi er háð nýsköpun byggðri á þekkingarsköpun í grunnrannsóknum. Það er því mikið fagnaðarefni að sjá ríkisstjórnina halda fast við stefnu Vísinda- og tækniráðs og efla samkeppnissjóði þess. Vonandi er þetta fyrsta skrefið í að gera þessa sjóði að þeim grunnstoðum í íslensku vísinda- og tæknisamfélagi sem þeir þurfa að vera.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar